Hinn þverrandi lífsandi Jónas Sen skrifar 25. september 2019 16:00 Verk Karólínu hreif gagnrýnandann. Fréttablaðið/Hari Mozart þoldi ekki þverflautuna, eins og hann nefnir í bréfi til föður síns, en neyddist samt til að semja fyrir hana. Hljóðfærið hefur þó þróast töluvert síðan hann var uppi, og nú er miklu auðveldara að spila hreint á hana. Til eru alls kyns ódýrir brandarar um flautuna sem örugglega eru upprunnir frá þeim tíma sem flautan var hjáróma og óhrein. Hér er einn: Af hverju gekk kjúklingurinn yfir götuna? Svar: Til þess að flýja flaututónleikana... Á tónleikunum í Norðurljósum í Hörpu á sunnudaginn var flautan í aðalhlutverki, og engir kjúklingar sáust hlaupa út úr salnum. Helen Whitaker spilaði fallega, það var helst fyrsta verkið sem vakti upp spurningar. Þetta var Iða eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, lagræn tónsmíð, einföld í uppbyggingu. Tónmálið byggðist töluvert á endurtekningum, sem þó voru ekki þreytandi. Whitaker lék tónlistina fremur varfærnislega, og dramatískar andstæður hefðu mátt vera betur útfærðar. Það vantaði snerpu í túlkunina, sem gerði að verkum að tónsmíðin virkaði dálítið flöt.Magnað verk Karólínu Kannski var um streitu að ræða, sem oftast er verst í upphafi tónleika, því eftir þetta var leikur Whitaker hinn prýðilegasti. Næst á dagskránni var verk eftir Karólínu Eiríksdóttur sem hét Stjörnumuldur og er í fjórum köflum. Af einhverjum ástæðum voru hér bara fluttir kaflar nr. 1, 3 og 4. Sennilega var þetta besta atriði tónleikanna. Matthildur Anna Gísladóttir spilaði með flautuleikaranum og var leikur hennar einstaklega vandaður og fágaður, þrunginn sannfærandi tilfinningu. Samspil hennar og Whitaker var frábært, sérstaklega í hröðum fyrsta þættinum, sem krefst gífurlegrar nákvæmni. Almennt talað var tónlistin hrífandi, mikið um heillandi kuldalega hljóma og leitandi hendingar sem sköpuðu skemmtilega annarlega stemningu. Píanórullan var sérstaklega falleg og margbrotin. Gaman var t.d. þegar einhverjum hlut hafði verið komið fyrir á bassastrengjum hljóðfærisins, sem lét suma tónana hljóma eins og úr einhverju undarlegu slagverki. Þetta er tónlist sem mann langar til að heyra aftur.Áhrifalítill dauði Nokkuð síðri var Couleurs du vent eftir Kaiju Saariaho, sem Whitaker spilaði ein. Tónlistin samanstóð af alls konar blæstri og öðrum áhrifshljóðum sem samkvæmt tónleikaskránni áttu að tákna þverrandi lífsanda deyjandi manns. Verkið var lítið annað en runa af effektum, sem urðu fljótt leiðigjarnir. Músíkin náði aldrei almennilegu risi, og fyrir bragðið var dauðinn í lokin ekki sérlega áhrifamikill.Þrískiptur einleikur Lokatónsmíðin, Several Concertos, eftir Judith Weir, var meira spennandi, en þar bættist Guðný Jónasdóttir sellóleikari í hópinn. Titillinn vísaði til þess að hljóðfæraleikararnir þrír skiptust á einleikshlutverkinu. Einhver einn spilaði með miklum tilþrifum en hinir léku þá undirleik á meðan. Verkið var á margan hátt áheyrilegt, en það var dálítið yfirborðslegt. Alls konar hápunktar virkuðu þvingaðir, eins og tónskáldið hefði í raun ekkert að segja með öllum glæsileikanum. Tónlistin var þó vel flutt, gaman var að heyra í Guðnýju, sem lék af innlifun og tæknilegu öryggi, rétt eins og hinir. Tónleikaskráin var bara eitt blað, og vísað var til vefslóðar fyrir megintextann. Þetta er slæmt fyrirkomulag. Tónleikaskráin er oft hluti af tónlistarupplifuninni. Eitt og annað vekur forvitni á meðan maður er að hlusta, og þá er gott að lesa sér til. Það að þurfa að kveikja á símanum til þess arna truflar nálæga tónleikagesti, sem eyðileggur fyrir öllum. Þannig var uppi á teningnum nú.Yfirleitt góður flutningur, en tónlistin var misjöfn. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Mozart þoldi ekki þverflautuna, eins og hann nefnir í bréfi til föður síns, en neyddist samt til að semja fyrir hana. Hljóðfærið hefur þó þróast töluvert síðan hann var uppi, og nú er miklu auðveldara að spila hreint á hana. Til eru alls kyns ódýrir brandarar um flautuna sem örugglega eru upprunnir frá þeim tíma sem flautan var hjáróma og óhrein. Hér er einn: Af hverju gekk kjúklingurinn yfir götuna? Svar: Til þess að flýja flaututónleikana... Á tónleikunum í Norðurljósum í Hörpu á sunnudaginn var flautan í aðalhlutverki, og engir kjúklingar sáust hlaupa út úr salnum. Helen Whitaker spilaði fallega, það var helst fyrsta verkið sem vakti upp spurningar. Þetta var Iða eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, lagræn tónsmíð, einföld í uppbyggingu. Tónmálið byggðist töluvert á endurtekningum, sem þó voru ekki þreytandi. Whitaker lék tónlistina fremur varfærnislega, og dramatískar andstæður hefðu mátt vera betur útfærðar. Það vantaði snerpu í túlkunina, sem gerði að verkum að tónsmíðin virkaði dálítið flöt.Magnað verk Karólínu Kannski var um streitu að ræða, sem oftast er verst í upphafi tónleika, því eftir þetta var leikur Whitaker hinn prýðilegasti. Næst á dagskránni var verk eftir Karólínu Eiríksdóttur sem hét Stjörnumuldur og er í fjórum köflum. Af einhverjum ástæðum voru hér bara fluttir kaflar nr. 1, 3 og 4. Sennilega var þetta besta atriði tónleikanna. Matthildur Anna Gísladóttir spilaði með flautuleikaranum og var leikur hennar einstaklega vandaður og fágaður, þrunginn sannfærandi tilfinningu. Samspil hennar og Whitaker var frábært, sérstaklega í hröðum fyrsta þættinum, sem krefst gífurlegrar nákvæmni. Almennt talað var tónlistin hrífandi, mikið um heillandi kuldalega hljóma og leitandi hendingar sem sköpuðu skemmtilega annarlega stemningu. Píanórullan var sérstaklega falleg og margbrotin. Gaman var t.d. þegar einhverjum hlut hafði verið komið fyrir á bassastrengjum hljóðfærisins, sem lét suma tónana hljóma eins og úr einhverju undarlegu slagverki. Þetta er tónlist sem mann langar til að heyra aftur.Áhrifalítill dauði Nokkuð síðri var Couleurs du vent eftir Kaiju Saariaho, sem Whitaker spilaði ein. Tónlistin samanstóð af alls konar blæstri og öðrum áhrifshljóðum sem samkvæmt tónleikaskránni áttu að tákna þverrandi lífsanda deyjandi manns. Verkið var lítið annað en runa af effektum, sem urðu fljótt leiðigjarnir. Músíkin náði aldrei almennilegu risi, og fyrir bragðið var dauðinn í lokin ekki sérlega áhrifamikill.Þrískiptur einleikur Lokatónsmíðin, Several Concertos, eftir Judith Weir, var meira spennandi, en þar bættist Guðný Jónasdóttir sellóleikari í hópinn. Titillinn vísaði til þess að hljóðfæraleikararnir þrír skiptust á einleikshlutverkinu. Einhver einn spilaði með miklum tilþrifum en hinir léku þá undirleik á meðan. Verkið var á margan hátt áheyrilegt, en það var dálítið yfirborðslegt. Alls konar hápunktar virkuðu þvingaðir, eins og tónskáldið hefði í raun ekkert að segja með öllum glæsileikanum. Tónlistin var þó vel flutt, gaman var að heyra í Guðnýju, sem lék af innlifun og tæknilegu öryggi, rétt eins og hinir. Tónleikaskráin var bara eitt blað, og vísað var til vefslóðar fyrir megintextann. Þetta er slæmt fyrirkomulag. Tónleikaskráin er oft hluti af tónlistarupplifuninni. Eitt og annað vekur forvitni á meðan maður er að hlusta, og þá er gott að lesa sér til. Það að þurfa að kveikja á símanum til þess arna truflar nálæga tónleikagesti, sem eyðileggur fyrir öllum. Þannig var uppi á teningnum nú.Yfirleitt góður flutningur, en tónlistin var misjöfn.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira