PSG trónir á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta en liðið fékk Toulouse í heimsókn í París í kvöld.
Guðjón Valur Sigurðsson var á sínum stað í liði PSG og skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum þegar PSG vann sex marka sigur, 34-28.
PSG er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki en Guðjón Valur er á sínu fyrsta tímabili með franska stórveldinu.
