Fjölbreytileiki lífríkis og ábyrgð Íslendinga Högni Hansson og Úlfur Árnason skrifar 24. júlí 2019 08:00 Nú á dögum kemur hver skýrslan á fætur annarri um tegundadauða og ástand lífríkisins. Sumir sérfræðingar telja að útrýming jurta- og dýralífs sé jafn hættuleg framtíð okkar á jörðinni og loftslagsbreytingarnar. Íslendingar hafa ekki úr háum söðli að detta þegar rætt er um fækkun tegunda og umhverfisvernd. Saga okkar er ekkert of fögur. Forfeður okkar komu að skógiklæddu landi en tókst á stuttum tíma að eyða skóginum uns aðeins litlar leifar voru eftir. Geirfuglinn er samt sú tegund sem flestir munu nefna ef spurt væri um útrýmingu tegunda á Íslandi. Haförninn var í stórri hættu þegar hann var friðaður 1923. Gróðureyðingin vegna ofbeitar er annað þekkt dæmi sem hver og einn getur séð. Stórfelldasta aðgerðin sem breytti vistkerfinu var þurrkun votlendis sem varð til þess að fjöldi mófugla hvarf þegar kjörlendi þeirra var spillt. Önnur hætta sem ógnar lífríkinu eru ágengar tegundir sem íslenskar tegundir geta ekki keppt við. Skýrasta dæmið er minkurinn sem á engan óvin meðal annarra tegunda sem ógna honum. Lúpínan er annað dæmi um ágenga tegund. Allt eru þetta dæmi úr fortíðinni þó ekki sé langt um liðið síðan sumt af þessu átti sér stað. Hvernig skyldi ástandið vera núna? Hér fylgja nokkur dæmi sem líta má á sem víti til varnaðar. Eitt dæmið snertir aðgerðarleysi við verndun silungsstofna við framkvæmdir, t.d. laxastigabyggingu, sem veita laxi inn á svæði þar sem fyrir eru staðbundnir og aðlagaðir silungsstofnar. Þetta á einkum við urriðastofna þar eð urriðinn ver í mörgum tilvikum ákveðin svæði og veiðist því upp á skömmum tíma á svæðum þar sem laxveiðar leyfast. Annað dæmi snertir lostaveiði í Þingvallavatni þar sem svokallaður stórveiðimaður veiðir samkvæmt frétt 174 urriða og sleppir svo fiskunum aftur í vatnið. Þeir fiskar sem lifa af hrekjast að öllum líkindum frá þeim svæðum sem þeir hafa tileinkað sér. Að leyfa níðslu sem þessa í sjálfum þjóðgarði Íslands er háðulegt auk þess sem atferlið veldur röskun á þeim stofni eða deilistofni sem um er að ræða. Þriðja dæmið víkur að veiði á ígulkerjum og öðrum botnbundnum lífverum. Við þessar veiðar eru notaðir plógar sem rífa upp hafsbotninn og getur hver sem er ímyndað sér hvernig umhorfs er þar sem plógnum hefur verið beitt. Eitt síendurtekið dæmi er laxeldi í sjó. Ótal sinnum hafa borist fréttir um laxa sem sleppa úr kvíum án þess að framleiðandinn geti einu sinni gert grein fyrir hve margir sluppu. Hér er sleppingin eða strokið samt ekki aðalmálið heldur þær stórfelldu lífríkisskemmdir sem tengjast þessum framkvæmdum. Hér er ferlið augljóst þar sem dæmin eru fjölmörg frá Noregi, Skotlandi og Írlandi. Við látum okkur nægja þessi dæmi, en af nógu er að taka. Hugsanleg skýring á því sem gerðist fyrir aldamótin 2000 er þekkingarleysi. Guðmundur Bárðarson varaði við að færa minkinn inn í landið, en í mörgum hinna dæmanna virðast menn hafa verið í góðri trú. Hvað er að segja um nýjustu dæmin? Lítið sem ekkert virðist hafa verið gert til að sporna við skaðlegu framferði þrátt fyrir að hættan fyrir lífríkið sé augljós. Laxeldið er svo til það eina sem virðist vera til umsagnar í fjölmiðlum á sama tíma og sókn í annað líf og vistarverur þess er ekki til umræðu. Svo virðist sem verndun lífríkisins á Íslandi sé veikburða og sundruð á margan hátt og nauðsyn sé á breytingu í stjórnun þessara mála. Í þessu skyni ættu umhverfisyfirvöld að hafa yfirumsjón og heildareftirlit með öllum þeim aðgerðum sem snerta íslenska náttúru og íslenskt lífríki. Hér virðist það vera aðkallandi að gera þær breytingar á löggjöfinni sem nauðsynlegar eru til að gera náttúruverndinni hærra undir höfði en nú er þar sem núverandi umræða virðist í stórum mæli snúast um auðlindir. Þannig virðist verndun þess hluta lífríkisins sem ekki telst til auðlindanna mæta afgangi og stjórnun þess vera á valdi þeirra sem hafa takmarkaðan vilja til að vernda þetta ríki. Umræðan virðist snúast meira um þá röskun sem sést með berum augum eins og utanvegaakstur, en ekki þau spjöll sem eru falin á sjávarbotni. Brottfall tegunda, afbrigða og deilitegunda vekur minni athygli. Aðgerða er þörf.Högni Hansson, kennari við Stofnun um umhverfisvernd og loftslagsbreytingar við Háskólann í Lundi, og Úlfur Árnaso, prófessor emeritus í erfðafræði við Háskólann í Lundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dýr Loftslagsmál Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú á dögum kemur hver skýrslan á fætur annarri um tegundadauða og ástand lífríkisins. Sumir sérfræðingar telja að útrýming jurta- og dýralífs sé jafn hættuleg framtíð okkar á jörðinni og loftslagsbreytingarnar. Íslendingar hafa ekki úr háum söðli að detta þegar rætt er um fækkun tegunda og umhverfisvernd. Saga okkar er ekkert of fögur. Forfeður okkar komu að skógiklæddu landi en tókst á stuttum tíma að eyða skóginum uns aðeins litlar leifar voru eftir. Geirfuglinn er samt sú tegund sem flestir munu nefna ef spurt væri um útrýmingu tegunda á Íslandi. Haförninn var í stórri hættu þegar hann var friðaður 1923. Gróðureyðingin vegna ofbeitar er annað þekkt dæmi sem hver og einn getur séð. Stórfelldasta aðgerðin sem breytti vistkerfinu var þurrkun votlendis sem varð til þess að fjöldi mófugla hvarf þegar kjörlendi þeirra var spillt. Önnur hætta sem ógnar lífríkinu eru ágengar tegundir sem íslenskar tegundir geta ekki keppt við. Skýrasta dæmið er minkurinn sem á engan óvin meðal annarra tegunda sem ógna honum. Lúpínan er annað dæmi um ágenga tegund. Allt eru þetta dæmi úr fortíðinni þó ekki sé langt um liðið síðan sumt af þessu átti sér stað. Hvernig skyldi ástandið vera núna? Hér fylgja nokkur dæmi sem líta má á sem víti til varnaðar. Eitt dæmið snertir aðgerðarleysi við verndun silungsstofna við framkvæmdir, t.d. laxastigabyggingu, sem veita laxi inn á svæði þar sem fyrir eru staðbundnir og aðlagaðir silungsstofnar. Þetta á einkum við urriðastofna þar eð urriðinn ver í mörgum tilvikum ákveðin svæði og veiðist því upp á skömmum tíma á svæðum þar sem laxveiðar leyfast. Annað dæmi snertir lostaveiði í Þingvallavatni þar sem svokallaður stórveiðimaður veiðir samkvæmt frétt 174 urriða og sleppir svo fiskunum aftur í vatnið. Þeir fiskar sem lifa af hrekjast að öllum líkindum frá þeim svæðum sem þeir hafa tileinkað sér. Að leyfa níðslu sem þessa í sjálfum þjóðgarði Íslands er háðulegt auk þess sem atferlið veldur röskun á þeim stofni eða deilistofni sem um er að ræða. Þriðja dæmið víkur að veiði á ígulkerjum og öðrum botnbundnum lífverum. Við þessar veiðar eru notaðir plógar sem rífa upp hafsbotninn og getur hver sem er ímyndað sér hvernig umhorfs er þar sem plógnum hefur verið beitt. Eitt síendurtekið dæmi er laxeldi í sjó. Ótal sinnum hafa borist fréttir um laxa sem sleppa úr kvíum án þess að framleiðandinn geti einu sinni gert grein fyrir hve margir sluppu. Hér er sleppingin eða strokið samt ekki aðalmálið heldur þær stórfelldu lífríkisskemmdir sem tengjast þessum framkvæmdum. Hér er ferlið augljóst þar sem dæmin eru fjölmörg frá Noregi, Skotlandi og Írlandi. Við látum okkur nægja þessi dæmi, en af nógu er að taka. Hugsanleg skýring á því sem gerðist fyrir aldamótin 2000 er þekkingarleysi. Guðmundur Bárðarson varaði við að færa minkinn inn í landið, en í mörgum hinna dæmanna virðast menn hafa verið í góðri trú. Hvað er að segja um nýjustu dæmin? Lítið sem ekkert virðist hafa verið gert til að sporna við skaðlegu framferði þrátt fyrir að hættan fyrir lífríkið sé augljós. Laxeldið er svo til það eina sem virðist vera til umsagnar í fjölmiðlum á sama tíma og sókn í annað líf og vistarverur þess er ekki til umræðu. Svo virðist sem verndun lífríkisins á Íslandi sé veikburða og sundruð á margan hátt og nauðsyn sé á breytingu í stjórnun þessara mála. Í þessu skyni ættu umhverfisyfirvöld að hafa yfirumsjón og heildareftirlit með öllum þeim aðgerðum sem snerta íslenska náttúru og íslenskt lífríki. Hér virðist það vera aðkallandi að gera þær breytingar á löggjöfinni sem nauðsynlegar eru til að gera náttúruverndinni hærra undir höfði en nú er þar sem núverandi umræða virðist í stórum mæli snúast um auðlindir. Þannig virðist verndun þess hluta lífríkisins sem ekki telst til auðlindanna mæta afgangi og stjórnun þess vera á valdi þeirra sem hafa takmarkaðan vilja til að vernda þetta ríki. Umræðan virðist snúast meira um þá röskun sem sést með berum augum eins og utanvegaakstur, en ekki þau spjöll sem eru falin á sjávarbotni. Brottfall tegunda, afbrigða og deilitegunda vekur minni athygli. Aðgerða er þörf.Högni Hansson, kennari við Stofnun um umhverfisvernd og loftslagsbreytingar við Háskólann í Lundi, og Úlfur Árnaso, prófessor emeritus í erfðafræði við Háskólann í Lundi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun