Fiskeldið er orðin kærkomin búbót Einar K. Guðfinnsson skrifar 24. september 2019 07:00 Fiskeldi er kærkomin búbót hér á landi. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs nemur útflutningsverðmætið um 13,7 milljörðum króna. Það er 75 prósent aukning frá fyrra ári. Ætla má að útflutningsverðmæti fiskeldis á þessu ári verði yfir 20 milljarðar króna. Það svipar til árlegs útflutningsverðmætis loðnunnar að jafnaði, sé litið yfir tíu ára tímabil. Þetta skiptir máli, ekki síst núna þegar slegið hefur í bakseglin í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins. Það minnir okkur á mikilvægi fjölbreytninnar í atvinnulífinu. Flestum er ljóst að fiskeldið er orðið burðarás í heilum landshlutum. En áhrifanna gætir um allt land. Fiskeldið þarfnast margs konar þjónustu og fyrirtæki á því sviði hafa eflst og ný sprottið upp víðs vegar um landið. Auk fiskeldis á Austfjörðum og Vestfjörðum má nefna seiðaeldi og fiskeldi á Norðausturlandi, stórtækt seiðaeldi í sveitarfélaginu Ölfusi, hrognaframleiðslu og fjölbreytt fiskeldi á Suðurnesjum, fjölþætt skóla- og vísindastarf og áfram má telja. Laxeldi vex ekki einasta hér á landi. Sömu sögu er að segja frá öðrum löndum. Laxeldi í heiminum jókst um 500 þúsund tonn frá árinu 2012. Áætlað er að fram til ársins 2022 vaxi það um önnur 500 þúsund tonn. Heimsframleiðslan á laxi mun því aukast um eina milljón tonna á 10 árum; einum áratug. Nær öll þessi framleiðsla á sér stað í sjókvíum. Vísustu menn telja að framboð og spurn eftir laxaafurðum muni á næstu árum aukast árlega um 5 til 6 prósent á heimsvísu. Og það þarf að framleiða gott prótín með litlu kolefnisspori, fyrir heim þar sem mannfjöldi eykst um 220 þúsund á degi hverjum! Fiskeldi – ekki síst laxeldið – er þegar orðin atvinnugrein sem um munar hér á landi. Framundan eru enn frekari tækifæri sem styrkjastoðir efnahagslífsins, auka við flóruna í atvinnulífinu, treysta byggðir og skapa ný og fjölbreyttari störf.Höfundur starfar að fiskeldismálum hjá SFS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Fiskeldi Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Fiskeldi er kærkomin búbót hér á landi. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs nemur útflutningsverðmætið um 13,7 milljörðum króna. Það er 75 prósent aukning frá fyrra ári. Ætla má að útflutningsverðmæti fiskeldis á þessu ári verði yfir 20 milljarðar króna. Það svipar til árlegs útflutningsverðmætis loðnunnar að jafnaði, sé litið yfir tíu ára tímabil. Þetta skiptir máli, ekki síst núna þegar slegið hefur í bakseglin í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins. Það minnir okkur á mikilvægi fjölbreytninnar í atvinnulífinu. Flestum er ljóst að fiskeldið er orðið burðarás í heilum landshlutum. En áhrifanna gætir um allt land. Fiskeldið þarfnast margs konar þjónustu og fyrirtæki á því sviði hafa eflst og ný sprottið upp víðs vegar um landið. Auk fiskeldis á Austfjörðum og Vestfjörðum má nefna seiðaeldi og fiskeldi á Norðausturlandi, stórtækt seiðaeldi í sveitarfélaginu Ölfusi, hrognaframleiðslu og fjölbreytt fiskeldi á Suðurnesjum, fjölþætt skóla- og vísindastarf og áfram má telja. Laxeldi vex ekki einasta hér á landi. Sömu sögu er að segja frá öðrum löndum. Laxeldi í heiminum jókst um 500 þúsund tonn frá árinu 2012. Áætlað er að fram til ársins 2022 vaxi það um önnur 500 þúsund tonn. Heimsframleiðslan á laxi mun því aukast um eina milljón tonna á 10 árum; einum áratug. Nær öll þessi framleiðsla á sér stað í sjókvíum. Vísustu menn telja að framboð og spurn eftir laxaafurðum muni á næstu árum aukast árlega um 5 til 6 prósent á heimsvísu. Og það þarf að framleiða gott prótín með litlu kolefnisspori, fyrir heim þar sem mannfjöldi eykst um 220 þúsund á degi hverjum! Fiskeldi – ekki síst laxeldið – er þegar orðin atvinnugrein sem um munar hér á landi. Framundan eru enn frekari tækifæri sem styrkjastoðir efnahagslífsins, auka við flóruna í atvinnulífinu, treysta byggðir og skapa ný og fjölbreyttari störf.Höfundur starfar að fiskeldismálum hjá SFS
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun