Væntingar um veður Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 23. maí 2019 07:00 Í gærmorgun gladdist ég innilega við að sjá glitrandi geisla sólarinnar. Sólin fangaði einhverja nýja óþekkta tilfinningu og sem kona á fimmtugsaldri vil ég skilja tilfinningar mínar. Eftir dálitla íhugun með sólgleraugu á nefinu, klædd rauðri sumarkápu fann ég að það sem gladdi mest var að sólin birtist alveg óvænt. Það hafði verið þungt högg að lesa þriggja mánaða veðurspá sem boðaði blautt sumar. Á íslensku þýðir það loforð um rigningu í 90 daga. Þær væntingar hafa auðvitað áhrif á lífsgæði lítillar þjóðar. Mætti kannski hlífa okkur og vinna með þá hugmynd að banna veðurspá svona langt fram í tímann í upphafi sumars? Hugmyndafræðin er skyld þeirri að það geti verið glannalegt að birta skoðanakannanir síðustu daga fyrir kosningar vegna þess að það mótar hegðun kjósenda að vita hvernig fer. Trúir fólk því líka ekki að það hafi haft áhrif í Júróvisjón að veðbankar höfðu krýnt Holland sigurvegara löngu fyrir keppni? Stundum má satt nefnilega kyrrt liggja. Vond veðurspá er breyta um hamingju þjóðar og um hvernig einkaneysla þróast. Grillmatur og garðhúsgögn hætta að seljast og menn mála ekki húsið í rigningu. Hjólin seljast illa sem heggur í bíllausan lífsstíl. Við keyrum óhamingjusöm um í rigningu og borðum óhollan mat úr bílalúgum. Þeir sem geta sækja sólina út og neyslan fer með þeim. Og til hvers að líma fólk við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara um betri lífskjör ef veðurfræðin stígur svo á svið og sviptir fólk trú á betri tíð og blóm í haga – og hrekur okkur jafnvel úr landi? Nú þegar samdráttur er í fyrsta sinn frá 2010 þurfum við á öllum okkar bestu mönnum að halda, líka veðurfræðingum. Væntingarnar eru nefnilega lykillinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Í gærmorgun gladdist ég innilega við að sjá glitrandi geisla sólarinnar. Sólin fangaði einhverja nýja óþekkta tilfinningu og sem kona á fimmtugsaldri vil ég skilja tilfinningar mínar. Eftir dálitla íhugun með sólgleraugu á nefinu, klædd rauðri sumarkápu fann ég að það sem gladdi mest var að sólin birtist alveg óvænt. Það hafði verið þungt högg að lesa þriggja mánaða veðurspá sem boðaði blautt sumar. Á íslensku þýðir það loforð um rigningu í 90 daga. Þær væntingar hafa auðvitað áhrif á lífsgæði lítillar þjóðar. Mætti kannski hlífa okkur og vinna með þá hugmynd að banna veðurspá svona langt fram í tímann í upphafi sumars? Hugmyndafræðin er skyld þeirri að það geti verið glannalegt að birta skoðanakannanir síðustu daga fyrir kosningar vegna þess að það mótar hegðun kjósenda að vita hvernig fer. Trúir fólk því líka ekki að það hafi haft áhrif í Júróvisjón að veðbankar höfðu krýnt Holland sigurvegara löngu fyrir keppni? Stundum má satt nefnilega kyrrt liggja. Vond veðurspá er breyta um hamingju þjóðar og um hvernig einkaneysla þróast. Grillmatur og garðhúsgögn hætta að seljast og menn mála ekki húsið í rigningu. Hjólin seljast illa sem heggur í bíllausan lífsstíl. Við keyrum óhamingjusöm um í rigningu og borðum óhollan mat úr bílalúgum. Þeir sem geta sækja sólina út og neyslan fer með þeim. Og til hvers að líma fólk við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara um betri lífskjör ef veðurfræðin stígur svo á svið og sviptir fólk trú á betri tíð og blóm í haga – og hrekur okkur jafnvel úr landi? Nú þegar samdráttur er í fyrsta sinn frá 2010 þurfum við á öllum okkar bestu mönnum að halda, líka veðurfræðingum. Væntingarnar eru nefnilega lykillinn.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar