Einkunnir strákanna okkar á móti Barein: Björgvin Páll og Arnór bestir 14. janúar 2019 17:00 Björgvin Páll Gústavsson fagnar góðum leik sínum og íslenska liðsins. EPA/LUKAS BARTH-TUTTAS Íslenska handboltalandsliðið vann mjög sannfærandi átján marka sigur á Barein, 36-18, í þriðja leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku og fyrsti sigurinn er því í húsi. Leikir eins og þessi á móti Barein í dag eru oft sýnd veiði en ekki gefin en strákarnir okkar fóru mjög fagmannlega að allri sinni nálgun í dag. Íslenska liðið átti allt fínan dag á móti Bareinum sem komust lítið áfram gegn íslenska liðinu í vörn sem sókn. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Björgvin Páll Gústavsson og Arnór Þór Gunnarsson voru bestu leikmenn íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en Björgvin Páll varði meðal annars fjögur vítaköst og Arnór nýtti öll átta skotin sín í leiknum. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Barein:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 5(16 varin skot- 47:35 mín.) Átti frábæran dag í München. Virtist njóta þess að spila leikinn enda hatar hann ekki athyglina.Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 4(3 mörk - 30:00 mín.) Skilaði sínu fagmannlega. Klikkaði á einu skoti og virðist vera að gesta sig í sessi sem fyrsti kostur.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 5(3 mörk - 30:32 mín.) Byrjaði leikinn frábærlega. Var skynsamur og virðist stýra liðinu af mikill festu. Góður á báðum endum vallarins.Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 5(4 mörk - 35:32 mín.) Átti mjög góðan dag. Öflugur sóknarlega, frábær skotmaður og ekki skemmir frammistaða hans í varnarleiknum.Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 4(2 mörk - 11:01 mín.) Spilar jafnan vel fyrir liðið. Með handboltagreind upp á tíu en hæðin þvælist auðvitað fyrir honum þegar keppt er á stóra sviðinu. Engu að síður frábær leikmaður.Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 5(8 mörk - 34:02 mín.) Átti frábæran leik og var besti maður íslenska liðsins í sóknarleiknum. Nýtti öll sín færi og var bæði áræðinn og grimmur sem er reyndar ekkert nýtt á nálinn á þeim bænum.Arnar Freyr Arnarsson, lína - 3(0 mörk, 4 stopp - 37:44 mín.) Skilaði sínu en ekkert meira. Virkaði þreyttur enda ekki sjálfgefið að menn geti spilað þennan varnarleik þrjá leiki í röð. Hann á mikið inni.Ólafur Gústafsson, vörn - - 4(11: 41 mín.) Byrjaði mjög vel í vörninni. Varð fyrir meiðslum sem eru vonandi ekki alvarleg en hann kjölfestan í varnarleik íslenska liðsins og við þurfum á honum að halda.Ólafur Guðmundsson.Getty/Carsten Harz- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Ágúst Elí Björgvinsson, mark - 3(1 varið skot - 10:18 mín.) Kom inn fyrir Björgvin í lokin en þá var leiknum í raun lokið. Ágúst hefur til þessa á mótinu átt fínar innkomur og er vonandi vaxandi.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 5(5 mörk - 30:43 mín.) Frábær frammistaða hjá Ólafi annan daginn í röð. Var öflugur í vörn sem sókn en tæknifeilar hjá honum undir lok seinni hálfleiks voru óþarfir.Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 4(1 mark - 11:32 mín.) Leikstjórnandi af guðs náð. Spilar félaga sína frábærlega uppi en hinsvegar er áhyggjuefni að hann virðist vera í vandræðum með skotin sín utan af velli.Ýmir Örn Gíslason, lína - 4(0 mörk - 22:31 mín.) Hnökralaus leikur hjá honum í vörninni. Fiskaði eitt vítakast. Leikmaður sem er að festa sig í sessi og erfitt að sjá að staðan verði tekin af honum í bráð.Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4(3 mörk - 25:37 mín.) Frábær innkoma í seinni hálfleikinn. Er frábær á teignum og ekki ósvipaður leikmaður og við sjáum hjá bestu hornamönnum Skandínavíu. Svona mann hefur okkur sárlega vantað og hann er nú fundinn. Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - 4(3 mörk - 20:17 mín.) Átti frábæra innkomu. Skotmaður af guðsnáð enda gamall spjótkastari. Það verður gaman að sjá hann glíma við sterkari andstæðinga. Vonandi fær hann tækifæri til þess.Daníel Þór Ingason, vörn - 4(5 stopp - 30:47 mín.) Átti mjög góðan leik í vörninni. Hjálparvörnin hjá honum í leiknum var frábær en það er eitthvað sem hefur vantað í mótinu. Naut þess að íslenska liði lá aftar en í síðustu leikjum.Stefán Rafn Sigurmannsson, vinstra horn - 4(4 mörk - 30:08 mín.) Átti mjög góða innkomu og nýtti færin sín vel. Ekki ónýtt að eiga tvo hornamenn í fremstu röð. Mikill styrkur fyrir íslenska liðið.Guðmundur Guðmundsson.Getty/Carsten HarzGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 5 Liðið var frábærlega undirbúið fyrir leikinn og þá bæði í sókn og vörn. Bakkaði með vörnina sem var afar klókt. Vanmetur engann andstæðing en nú er vinnan hjá honum að hefjast fyrir alvöru.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron í algjörum heimsklassa Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 11. janúar 2019 19:38 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur Vísir fer yfir frammistöðu allra strákana okkar í handboltalandsliðinu í leiknum á móti Spánverjum á HM í handbolta. 13. janúar 2019 20:23 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið vann mjög sannfærandi átján marka sigur á Barein, 36-18, í þriðja leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku og fyrsti sigurinn er því í húsi. Leikir eins og þessi á móti Barein í dag eru oft sýnd veiði en ekki gefin en strákarnir okkar fóru mjög fagmannlega að allri sinni nálgun í dag. Íslenska liðið átti allt fínan dag á móti Bareinum sem komust lítið áfram gegn íslenska liðinu í vörn sem sókn. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Björgvin Páll Gústavsson og Arnór Þór Gunnarsson voru bestu leikmenn íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en Björgvin Páll varði meðal annars fjögur vítaköst og Arnór nýtti öll átta skotin sín í leiknum. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Barein:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 5(16 varin skot- 47:35 mín.) Átti frábæran dag í München. Virtist njóta þess að spila leikinn enda hatar hann ekki athyglina.Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 4(3 mörk - 30:00 mín.) Skilaði sínu fagmannlega. Klikkaði á einu skoti og virðist vera að gesta sig í sessi sem fyrsti kostur.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 5(3 mörk - 30:32 mín.) Byrjaði leikinn frábærlega. Var skynsamur og virðist stýra liðinu af mikill festu. Góður á báðum endum vallarins.Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 5(4 mörk - 35:32 mín.) Átti mjög góðan dag. Öflugur sóknarlega, frábær skotmaður og ekki skemmir frammistaða hans í varnarleiknum.Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 4(2 mörk - 11:01 mín.) Spilar jafnan vel fyrir liðið. Með handboltagreind upp á tíu en hæðin þvælist auðvitað fyrir honum þegar keppt er á stóra sviðinu. Engu að síður frábær leikmaður.Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 5(8 mörk - 34:02 mín.) Átti frábæran leik og var besti maður íslenska liðsins í sóknarleiknum. Nýtti öll sín færi og var bæði áræðinn og grimmur sem er reyndar ekkert nýtt á nálinn á þeim bænum.Arnar Freyr Arnarsson, lína - 3(0 mörk, 4 stopp - 37:44 mín.) Skilaði sínu en ekkert meira. Virkaði þreyttur enda ekki sjálfgefið að menn geti spilað þennan varnarleik þrjá leiki í röð. Hann á mikið inni.Ólafur Gústafsson, vörn - - 4(11: 41 mín.) Byrjaði mjög vel í vörninni. Varð fyrir meiðslum sem eru vonandi ekki alvarleg en hann kjölfestan í varnarleik íslenska liðsins og við þurfum á honum að halda.Ólafur Guðmundsson.Getty/Carsten Harz- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Ágúst Elí Björgvinsson, mark - 3(1 varið skot - 10:18 mín.) Kom inn fyrir Björgvin í lokin en þá var leiknum í raun lokið. Ágúst hefur til þessa á mótinu átt fínar innkomur og er vonandi vaxandi.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 5(5 mörk - 30:43 mín.) Frábær frammistaða hjá Ólafi annan daginn í röð. Var öflugur í vörn sem sókn en tæknifeilar hjá honum undir lok seinni hálfleiks voru óþarfir.Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 4(1 mark - 11:32 mín.) Leikstjórnandi af guðs náð. Spilar félaga sína frábærlega uppi en hinsvegar er áhyggjuefni að hann virðist vera í vandræðum með skotin sín utan af velli.Ýmir Örn Gíslason, lína - 4(0 mörk - 22:31 mín.) Hnökralaus leikur hjá honum í vörninni. Fiskaði eitt vítakast. Leikmaður sem er að festa sig í sessi og erfitt að sjá að staðan verði tekin af honum í bráð.Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4(3 mörk - 25:37 mín.) Frábær innkoma í seinni hálfleikinn. Er frábær á teignum og ekki ósvipaður leikmaður og við sjáum hjá bestu hornamönnum Skandínavíu. Svona mann hefur okkur sárlega vantað og hann er nú fundinn. Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - 4(3 mörk - 20:17 mín.) Átti frábæra innkomu. Skotmaður af guðsnáð enda gamall spjótkastari. Það verður gaman að sjá hann glíma við sterkari andstæðinga. Vonandi fær hann tækifæri til þess.Daníel Þór Ingason, vörn - 4(5 stopp - 30:47 mín.) Átti mjög góðan leik í vörninni. Hjálparvörnin hjá honum í leiknum var frábær en það er eitthvað sem hefur vantað í mótinu. Naut þess að íslenska liði lá aftar en í síðustu leikjum.Stefán Rafn Sigurmannsson, vinstra horn - 4(4 mörk - 30:08 mín.) Átti mjög góða innkomu og nýtti færin sín vel. Ekki ónýtt að eiga tvo hornamenn í fremstu röð. Mikill styrkur fyrir íslenska liðið.Guðmundur Guðmundsson.Getty/Carsten HarzGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 5 Liðið var frábærlega undirbúið fyrir leikinn og þá bæði í sókn og vörn. Bakkaði með vörnina sem var afar klókt. Vanmetur engann andstæðing en nú er vinnan hjá honum að hefjast fyrir alvöru.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron í algjörum heimsklassa Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 11. janúar 2019 19:38 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur Vísir fer yfir frammistöðu allra strákana okkar í handboltalandsliðinu í leiknum á móti Spánverjum á HM í handbolta. 13. janúar 2019 20:23 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron í algjörum heimsklassa Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 11. janúar 2019 19:38
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur Vísir fer yfir frammistöðu allra strákana okkar í handboltalandsliðinu í leiknum á móti Spánverjum á HM í handbolta. 13. janúar 2019 20:23