Ungir samviskusendiherrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 17. september 2019 10:04 Verkföll skólabarna fyrir loftslagið hafa dúkkað upp í fréttum hérlendis af og til. Þúsundir ungmenna um allan heim eru nú að skipuleggja allsherjarverkfall fyrir loftslagið á föstudaginn næsta og á það einnig við hér heima. Greta Thunberg var sú fyrsta til að fara í slíkt verkfall sem sumir myndu segja að hafi verið upphaf byltingar. Ákall verkfallsins er í þetta sinn að foreldrar, fullorðnir, frænkur, frændur, eldri kynslóðin og allir þeir sem hafa hingað til fylgst með skuli nú styðja baráttu ungs fólks fyrir framtíð sinni í verki. Þau sem eldri eru láti sig málið varða, mæti á verkfallið og taki undir kröfuna um áhrifameiri aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við loftslagsvánna. Amnesty International hefur veitt Gretu æðstu viðurkenningu samtakanna fyrir baráttu sína. Íslandsdeild Amnesty veitti í gær félögunum fjórum, SHÍ, LÍS, UU og SÍF, sem hafa staðið að skipulagningu loftslagsverkfallanna hérlendis, viðurkenningu ‘Samviskusendiherra’ fyrir sína forystu í báráttunni gegn loftslagsvánni. Það var mikill heiður að taka við þessari viðurkenningu fyrir hönd SHÍ en viðurkenninguna eiga auðvitað þau börn sem hafa notað eina úrræðið sem þau hafa til þess að láta í sér heyra með því að skrópa í skólanum og mæta á verkföllin á föstudögum. Nú er komið að þeim sem eldri eru að nota sín úrræði sem þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Margir telja ungt fólk vera full dramatískt og ákall þeirra borið saman við dómsdagsspár og endalok alheimsins. Ég lít frekar svo á að börn og ungt fólk eru þau einu sem hafa engu að tapa en samt öllu að tapa á sama tíma og hugarfar þeirra litast af því. Hugarfar þeirra er því í grundvallaratriðum ólíkt hugarfari þeirra sem eldri eru og eru við stjórn. Framtíð unga fólksins eins og þau höfðu ímyndað sér hana er í húfi og því hafa þau öllu að tapa. Á sama tíma hafa þau ekki kosningum, fjármunum eða félagslegri stöðu til að tapa og geta þar af leiðandi sagt hlutina eins og þeir eru. Þau geta sagt að nú ríki neyðarástand. Vistkerfi og strandsvæði séu í hættu, fiskveiði og sjávarlíf er í hættu og afleiðingar þess hafa þegar haft áhrif, heilsa milljóna manna er undir og ný tegund flóttamannavanda blasir við. Styðjir þú baráttu ungu kynslóðarinnar fyrir sinni framtíð er nauðsynlegt að taka þátt í verki og sýna samstöðu. Það dugar aðeins svo langt að dást unga fólkinu fyrir dugnaðinn og þróttinn. Auk þess er mikilvægt að láta vita að þú styðjir málsstaðinn með því að láta í þér heyra, hvort sem það er á samfélagsmiðlum eða í umræðu við fólk í kringum þig. Það mun einhver hlusta, einhver líta til þín og þess að þú látir þig málið varða. Á loftslagsverkföllunum hafa ávörp frá börnunum einkennt dagskrána hingað til. Skipuleggjendur loftslagsverkfallsins hafa nú leitað til þeirra sem eldri eru til að ljá málstaðnum rödd sína og svara kallinu um að fullorðnir styðji kröfur verkfallsins. Meðal þeirra sem ávarpa og koma fram föstudaginn 20. sept nk. eru Dr. Kári Stefánsson, Hildur Knútsdóttir, Sævar Helgi Bragason, Eydís Blöndal, Högni Egilsson, GDRN og Friðrik Dór. Þau verða á allsherjarverkfalli fyrir loftslagið föstudaginn 20. september nk. Hvar verður þú?Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2019-2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Loftslagsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Sjá meira
Verkföll skólabarna fyrir loftslagið hafa dúkkað upp í fréttum hérlendis af og til. Þúsundir ungmenna um allan heim eru nú að skipuleggja allsherjarverkfall fyrir loftslagið á föstudaginn næsta og á það einnig við hér heima. Greta Thunberg var sú fyrsta til að fara í slíkt verkfall sem sumir myndu segja að hafi verið upphaf byltingar. Ákall verkfallsins er í þetta sinn að foreldrar, fullorðnir, frænkur, frændur, eldri kynslóðin og allir þeir sem hafa hingað til fylgst með skuli nú styðja baráttu ungs fólks fyrir framtíð sinni í verki. Þau sem eldri eru láti sig málið varða, mæti á verkfallið og taki undir kröfuna um áhrifameiri aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við loftslagsvánna. Amnesty International hefur veitt Gretu æðstu viðurkenningu samtakanna fyrir baráttu sína. Íslandsdeild Amnesty veitti í gær félögunum fjórum, SHÍ, LÍS, UU og SÍF, sem hafa staðið að skipulagningu loftslagsverkfallanna hérlendis, viðurkenningu ‘Samviskusendiherra’ fyrir sína forystu í báráttunni gegn loftslagsvánni. Það var mikill heiður að taka við þessari viðurkenningu fyrir hönd SHÍ en viðurkenninguna eiga auðvitað þau börn sem hafa notað eina úrræðið sem þau hafa til þess að láta í sér heyra með því að skrópa í skólanum og mæta á verkföllin á föstudögum. Nú er komið að þeim sem eldri eru að nota sín úrræði sem þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Margir telja ungt fólk vera full dramatískt og ákall þeirra borið saman við dómsdagsspár og endalok alheimsins. Ég lít frekar svo á að börn og ungt fólk eru þau einu sem hafa engu að tapa en samt öllu að tapa á sama tíma og hugarfar þeirra litast af því. Hugarfar þeirra er því í grundvallaratriðum ólíkt hugarfari þeirra sem eldri eru og eru við stjórn. Framtíð unga fólksins eins og þau höfðu ímyndað sér hana er í húfi og því hafa þau öllu að tapa. Á sama tíma hafa þau ekki kosningum, fjármunum eða félagslegri stöðu til að tapa og geta þar af leiðandi sagt hlutina eins og þeir eru. Þau geta sagt að nú ríki neyðarástand. Vistkerfi og strandsvæði séu í hættu, fiskveiði og sjávarlíf er í hættu og afleiðingar þess hafa þegar haft áhrif, heilsa milljóna manna er undir og ný tegund flóttamannavanda blasir við. Styðjir þú baráttu ungu kynslóðarinnar fyrir sinni framtíð er nauðsynlegt að taka þátt í verki og sýna samstöðu. Það dugar aðeins svo langt að dást unga fólkinu fyrir dugnaðinn og þróttinn. Auk þess er mikilvægt að láta vita að þú styðjir málsstaðinn með því að láta í þér heyra, hvort sem það er á samfélagsmiðlum eða í umræðu við fólk í kringum þig. Það mun einhver hlusta, einhver líta til þín og þess að þú látir þig málið varða. Á loftslagsverkföllunum hafa ávörp frá börnunum einkennt dagskrána hingað til. Skipuleggjendur loftslagsverkfallsins hafa nú leitað til þeirra sem eldri eru til að ljá málstaðnum rödd sína og svara kallinu um að fullorðnir styðji kröfur verkfallsins. Meðal þeirra sem ávarpa og koma fram föstudaginn 20. sept nk. eru Dr. Kári Stefánsson, Hildur Knútsdóttir, Sævar Helgi Bragason, Eydís Blöndal, Högni Egilsson, GDRN og Friðrik Dór. Þau verða á allsherjarverkfalli fyrir loftslagið föstudaginn 20. september nk. Hvar verður þú?Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2019-2020.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar