Birgir Leifur: Stærsta endurkoma íþróttasögunnar Anton Ingi Leifsson skrifar 15. apríl 2019 20:30 Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur til margra ára, segir að endurkoma Tiger Woods sé ein stærsta endurkoma sögunnar í íþróttaheiminum. Tiger vann sinn fimmta græna jakka í gær er hann kom, sá og sigraði en ellefu ár voru liðin frá síðasta risatitli Tiger. „Maður var hrærður og það voru alls konar tilfinningar sem brutust í gegn að horfa á kallinn koma til baka. Þetta var engum orðum lýst og stærsta endurkoma íþróttasögunnar,“ „Það eru 22 ár síðan hann vann fyrsta græna jakkann. Það eru svo fjórtán ár á milli jakka, 2015 og 2019, og 2008 kom síðasti risatitill er hann var á annarri löppinni.“ Margt og mikið hefur gengið á hjá Tiger undanfarin ár og því er endurkoman fyrir vikið enn stærri. „Í kjölfarið verður fjölmiðlafár, skilnaður og ljótt dæmi í kringum hann. Svo koma meiðsli sem eru mjög erfið í golfinu og það voru margir búnir að afskrifa hann.“ „Þetta var dálítið skrifað í skýin er maður horfði á þetta á tímabili í gær. Það voru allir að tala um að nýa kynslóðin væri að taka við, sem er klárlega líka, en hann er ekki búinn að syngja sitt síðasta.“ „Við sáum það eftir átjándu að hann er kóngurinn,“ en hvað tekur við núna hjá Tiger? „Núna verður spurning hvort að tankurinn sé tómur eða hvort að hann geti byggt upp annað hugarfar til þess að ná þessum átján risatitlum Nicklaus. Það mun klárlega vera hans næsta markmi“ Golf Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur til margra ára, segir að endurkoma Tiger Woods sé ein stærsta endurkoma sögunnar í íþróttaheiminum. Tiger vann sinn fimmta græna jakka í gær er hann kom, sá og sigraði en ellefu ár voru liðin frá síðasta risatitli Tiger. „Maður var hrærður og það voru alls konar tilfinningar sem brutust í gegn að horfa á kallinn koma til baka. Þetta var engum orðum lýst og stærsta endurkoma íþróttasögunnar,“ „Það eru 22 ár síðan hann vann fyrsta græna jakkann. Það eru svo fjórtán ár á milli jakka, 2015 og 2019, og 2008 kom síðasti risatitill er hann var á annarri löppinni.“ Margt og mikið hefur gengið á hjá Tiger undanfarin ár og því er endurkoman fyrir vikið enn stærri. „Í kjölfarið verður fjölmiðlafár, skilnaður og ljótt dæmi í kringum hann. Svo koma meiðsli sem eru mjög erfið í golfinu og það voru margir búnir að afskrifa hann.“ „Þetta var dálítið skrifað í skýin er maður horfði á þetta á tímabili í gær. Það voru allir að tala um að nýa kynslóðin væri að taka við, sem er klárlega líka, en hann er ekki búinn að syngja sitt síðasta.“ „Við sáum það eftir átjándu að hann er kóngurinn,“ en hvað tekur við núna hjá Tiger? „Núna verður spurning hvort að tankurinn sé tómur eða hvort að hann geti byggt upp annað hugarfar til þess að ná þessum átján risatitlum Nicklaus. Það mun klárlega vera hans næsta markmi“
Golf Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira