Sigurvegarar og lúserar Þórlindur Kjartansson skrifar 26. apríl 2019 07:00 Í minningargreinum er örugglega sjaldgæft að fólki sé hrósað sérstaklega fyrir suma af þeim eiginleikum sem þó virðast hafðir í miklum hávegum í samfélagi nútímans. „Afi var sannur sigurvegari í lífinu og lét ekki bjóða sér neina vitleysu. Hann sendi vínflöskur miskunnarlaust til baka á veitingastöðum þegar þær uppfylltu ekki gæðakröfur hans og það var regla frekar en undantekning að hann léti skipta að minnsta kosti tvisvar um hótelherbergi þegar hann ferðaðist. Hann var mjög veraldarvanur og lét þjónustufólk fá það óþvegið ef honum mislíkaði hvernig komið var fram við hann. Okkur barnabörnunum er sérlega minnistætt þegar hann kallaði þernuna sem hafði nýlokið við að „þrífa“ hótelherbergið okkar í New York aftur inn til okkar og klíndi svo með tilþrifum á nefið á henni rykskán sem hann hafði strokið ofan af myndaramma og sagðist mundu sjá til þess að hún yrði rekin ef hún tæki sig ekki saman í andlitinu. Seinna útskýrði hann fyrir okkur að hann hafi í raun verið að gera henni greiða því hún myndi læra af þessu dýrmæta lexíu um leið og hún hætti að grenja. Þetta fannst okkur fallega gert af honum. Hann átti aldrei neitt inni hjá neinum, lét aldrei plata sig, sýndi óvinum sínum enga miskunn og þótt hann væri forríkur eyddi hann hvorki tíma né peningum í að styðja einhverja aumingja—hvorki hér innanlands eða í útlöndum. Hans verður sárt saknað.“Gildin í daglega lífinu Það kann að vera að ég hafi ekki lesið nógu mikið af minningargreinum, en af því sem ég hef lesið þá virðist það vera ákveðið meginstef að lýsa frekar mýkri hliðum fólks, góðmennsku, elskulegheitum og hlýju heldur en veraldlegum sigrum, efnahagslegu bolmagni og kaupgetu. Uppskáldaða dæmið hér að ofan líkist engu af því sem ég hef séð hingað til. Þetta er í raun mjög skrýtið ef við lítum til þess hvers lags skilaboð eru almennt ríkjandi í dægurmenningunni. Þar er hið æðsta gildi sem hægt er að stefna að einmitt það að vera sigurvegari í lífinu—„winner“. En alls ekki undirtylla eða gólfmotta sem aðrir troða á, semsagt að vera „lúser“. Þessi tvískipting er líklega einna helst áberandi í bandarískri menningu, þar sem dýrkun á sigurvegurum er allsráðandi á öllum stigum samfélagsins. Sigurvegari er sá sem lætur engan eiga neitt inni hjá sér, lætur ekki plata sig, er alfadýrið í hjörðinni, biður engan afsökunar á sjálfum sér og keppist við að skilja eftir sig sem allra stærst og karlmannlegast kolefnisfótspor til marks um sigurgöngu sína í þessu jarðlífi. Ekki vera „lúser“ Þessi aðgreining á milli „sigurvegara“ og „lúsera“ endurspeglast ekki bara í bandarískri dægurmenningu heldur er hún hluti af allri pólitískri umræðu. Það að vera sigurvegari er mikilvægara en nokkur annar eiginleiki. „Looks like a winner“ eru einhver bestu meðmæli sem hægt er að gefa nokkrum manni þegar kemur að því að velja menn til forystu í bandarísku þjóðlífi—hvort sem það er í hernum, innan stórfyrirtækja eða í stjórnmálum. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta, eins og flest annað, fyrst og fremst um peninga og ytri fegurð. Þeir sem eiga nóg af peningum og lifa í vellystingum sýna þar með hina einu raunverulegu birtingarmynd velgengni sem einhver virðing er borin fyrir í bandarískri dægurmenningu. „Hver sá sem sagði að peningar gætu ekki leyst vandamálin hlýtur að hafa ekki átt nóg af peningum til að leysa þau,“ syngur söngkonan Ariana Grande í laginu „7 Rings“ sem var á toppi vinsældalista um heim allan í upphafi ársins. Í laginu notast Grande við lagið „Döggin á rósum“ (My Favourite Things) úr Söngvaseið—en snýr boðskap lagsins algjörlega á haus. Eins og flestir þekkja snýst hinn upphaflegi boðskapur textans um að fagna fegurð einfaldleikans—allt sem sungið er um er ódýrt eða ókeypis samanber „fjúkið úr snjónum á augnlokum mínum,“ eins og segir í meistaralegri þýðingu Flosa Ólafssonar. Lagið hennar Ariönu Grande er hins vegar lofsöngur um kampavínsdrykkju, skartgripi, innkaupafyllerí og óhefta kaupgetu með svarta kortinu frá American Express. „Ég sé það, mér líkar það, ég vil það, ég kaupi það,“ segir viðlagið. Neysludýrkun sigurvegarans Þessi kinnroðalausa og klámfengna neysludýrkun er tiltölulega ný af nálinni í dægurmenningunni. Sambærileg umfjöllunarefni og í lagi Aríönnu Grande eru nú til dags ríkjandi í vinsælli dægurtónlist—en hefðu verið óhugsandi fyrir örfáum áratugum hjá tónlistarfólki sem tók sig alvarlega. Og það er auðvitað ekki við tiltekna listamenn að sakast, þetta er einfaldlega birtingarmynd á þeim gildum sem virðast ráðandi á yfirborðinu. Það skiptir meira máli að vera „flottur“ heldur en góður—að sigra er gildi í sjálfu sér óháð því hvernig sá sigur er fenginn eða með hvaða ráðum hann er keyptur. Það er álitið betra að vera svindlari heldur en „lúser“. Þetta kann að skýra að einhverju leyti af hverju Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna. Hann hefur yfir sér áru sigurvegarans (enda er sú ára þaulhugsuð og æfð í hans tilviki). Trump svífst einskis til að sigra en í staðinn fyrir að vera vantreyst fyrir þær sakir er hann upphafinn og dýrkaður. Það hvort hann er „góður maður“ í hefðbundnum hversdagslegum skilningi þess hugtaks virðist engu máli skipta. Það sem skiptir máli er að hann er „sigurvegari“. Sigursælt samfélag Þótt veraldleg velgengni geti verið eftirsóknarverð og borið vitni um dugnað og metnað—þá segir hún oftast sáralitla sögu í heildarsamhenginu um hversu góðu lífi fólk lifir. Það er gott samfélag þar sem borin er virðing fyrir fólki á grundvelli þess hvort það lætur gott af sér leiða, sinnir verkefnum sínum af metnaði, kemur fram við meðborgara sína af alúð og stuðlar almennt að vellíðan í kringum sig. Þegar við minnumst góðs fólks og lærum af því þá er það sjaldnast á grundvelli þess hvort það flokkaðist sem „sigurvegari“ eða „lúser“—heldur einmitt á grundvelli þess hvort fólkið var hlýlegt, gott og heiðarlegt; og líka hvort það náði að upplifa fegurðina í einfaldleikanum. Það skiptir meira máli og er svo miklu varanlegra heldur en kaupgetan, kampavínsdrykkjan og skartgripirnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Í minningargreinum er örugglega sjaldgæft að fólki sé hrósað sérstaklega fyrir suma af þeim eiginleikum sem þó virðast hafðir í miklum hávegum í samfélagi nútímans. „Afi var sannur sigurvegari í lífinu og lét ekki bjóða sér neina vitleysu. Hann sendi vínflöskur miskunnarlaust til baka á veitingastöðum þegar þær uppfylltu ekki gæðakröfur hans og það var regla frekar en undantekning að hann léti skipta að minnsta kosti tvisvar um hótelherbergi þegar hann ferðaðist. Hann var mjög veraldarvanur og lét þjónustufólk fá það óþvegið ef honum mislíkaði hvernig komið var fram við hann. Okkur barnabörnunum er sérlega minnistætt þegar hann kallaði þernuna sem hafði nýlokið við að „þrífa“ hótelherbergið okkar í New York aftur inn til okkar og klíndi svo með tilþrifum á nefið á henni rykskán sem hann hafði strokið ofan af myndaramma og sagðist mundu sjá til þess að hún yrði rekin ef hún tæki sig ekki saman í andlitinu. Seinna útskýrði hann fyrir okkur að hann hafi í raun verið að gera henni greiða því hún myndi læra af þessu dýrmæta lexíu um leið og hún hætti að grenja. Þetta fannst okkur fallega gert af honum. Hann átti aldrei neitt inni hjá neinum, lét aldrei plata sig, sýndi óvinum sínum enga miskunn og þótt hann væri forríkur eyddi hann hvorki tíma né peningum í að styðja einhverja aumingja—hvorki hér innanlands eða í útlöndum. Hans verður sárt saknað.“Gildin í daglega lífinu Það kann að vera að ég hafi ekki lesið nógu mikið af minningargreinum, en af því sem ég hef lesið þá virðist það vera ákveðið meginstef að lýsa frekar mýkri hliðum fólks, góðmennsku, elskulegheitum og hlýju heldur en veraldlegum sigrum, efnahagslegu bolmagni og kaupgetu. Uppskáldaða dæmið hér að ofan líkist engu af því sem ég hef séð hingað til. Þetta er í raun mjög skrýtið ef við lítum til þess hvers lags skilaboð eru almennt ríkjandi í dægurmenningunni. Þar er hið æðsta gildi sem hægt er að stefna að einmitt það að vera sigurvegari í lífinu—„winner“. En alls ekki undirtylla eða gólfmotta sem aðrir troða á, semsagt að vera „lúser“. Þessi tvískipting er líklega einna helst áberandi í bandarískri menningu, þar sem dýrkun á sigurvegurum er allsráðandi á öllum stigum samfélagsins. Sigurvegari er sá sem lætur engan eiga neitt inni hjá sér, lætur ekki plata sig, er alfadýrið í hjörðinni, biður engan afsökunar á sjálfum sér og keppist við að skilja eftir sig sem allra stærst og karlmannlegast kolefnisfótspor til marks um sigurgöngu sína í þessu jarðlífi. Ekki vera „lúser“ Þessi aðgreining á milli „sigurvegara“ og „lúsera“ endurspeglast ekki bara í bandarískri dægurmenningu heldur er hún hluti af allri pólitískri umræðu. Það að vera sigurvegari er mikilvægara en nokkur annar eiginleiki. „Looks like a winner“ eru einhver bestu meðmæli sem hægt er að gefa nokkrum manni þegar kemur að því að velja menn til forystu í bandarísku þjóðlífi—hvort sem það er í hernum, innan stórfyrirtækja eða í stjórnmálum. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta, eins og flest annað, fyrst og fremst um peninga og ytri fegurð. Þeir sem eiga nóg af peningum og lifa í vellystingum sýna þar með hina einu raunverulegu birtingarmynd velgengni sem einhver virðing er borin fyrir í bandarískri dægurmenningu. „Hver sá sem sagði að peningar gætu ekki leyst vandamálin hlýtur að hafa ekki átt nóg af peningum til að leysa þau,“ syngur söngkonan Ariana Grande í laginu „7 Rings“ sem var á toppi vinsældalista um heim allan í upphafi ársins. Í laginu notast Grande við lagið „Döggin á rósum“ (My Favourite Things) úr Söngvaseið—en snýr boðskap lagsins algjörlega á haus. Eins og flestir þekkja snýst hinn upphaflegi boðskapur textans um að fagna fegurð einfaldleikans—allt sem sungið er um er ódýrt eða ókeypis samanber „fjúkið úr snjónum á augnlokum mínum,“ eins og segir í meistaralegri þýðingu Flosa Ólafssonar. Lagið hennar Ariönu Grande er hins vegar lofsöngur um kampavínsdrykkju, skartgripi, innkaupafyllerí og óhefta kaupgetu með svarta kortinu frá American Express. „Ég sé það, mér líkar það, ég vil það, ég kaupi það,“ segir viðlagið. Neysludýrkun sigurvegarans Þessi kinnroðalausa og klámfengna neysludýrkun er tiltölulega ný af nálinni í dægurmenningunni. Sambærileg umfjöllunarefni og í lagi Aríönnu Grande eru nú til dags ríkjandi í vinsælli dægurtónlist—en hefðu verið óhugsandi fyrir örfáum áratugum hjá tónlistarfólki sem tók sig alvarlega. Og það er auðvitað ekki við tiltekna listamenn að sakast, þetta er einfaldlega birtingarmynd á þeim gildum sem virðast ráðandi á yfirborðinu. Það skiptir meira máli að vera „flottur“ heldur en góður—að sigra er gildi í sjálfu sér óháð því hvernig sá sigur er fenginn eða með hvaða ráðum hann er keyptur. Það er álitið betra að vera svindlari heldur en „lúser“. Þetta kann að skýra að einhverju leyti af hverju Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna. Hann hefur yfir sér áru sigurvegarans (enda er sú ára þaulhugsuð og æfð í hans tilviki). Trump svífst einskis til að sigra en í staðinn fyrir að vera vantreyst fyrir þær sakir er hann upphafinn og dýrkaður. Það hvort hann er „góður maður“ í hefðbundnum hversdagslegum skilningi þess hugtaks virðist engu máli skipta. Það sem skiptir máli er að hann er „sigurvegari“. Sigursælt samfélag Þótt veraldleg velgengni geti verið eftirsóknarverð og borið vitni um dugnað og metnað—þá segir hún oftast sáralitla sögu í heildarsamhenginu um hversu góðu lífi fólk lifir. Það er gott samfélag þar sem borin er virðing fyrir fólki á grundvelli þess hvort það lætur gott af sér leiða, sinnir verkefnum sínum af metnaði, kemur fram við meðborgara sína af alúð og stuðlar almennt að vellíðan í kringum sig. Þegar við minnumst góðs fólks og lærum af því þá er það sjaldnast á grundvelli þess hvort það flokkaðist sem „sigurvegari“ eða „lúser“—heldur einmitt á grundvelli þess hvort fólkið var hlýlegt, gott og heiðarlegt; og líka hvort það náði að upplifa fegurðina í einfaldleikanum. Það skiptir meira máli og er svo miklu varanlegra heldur en kaupgetan, kampavínsdrykkjan og skartgripirnir.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun