Hommar og kellingar Skúli Ólafsson skrifar 26. mars 2019 15:45 Nú á dögunum upphófst nokkur umræða vegna orða fréttakonunnar Eddu Sifjar Pálsdóttur þess efnis að helgarfrí væru „bara fyrir homma og kellingar“. Ekki er að undra að marga hafi rekið í rogastans við þessa yfirlýsingu því hún er ekki alveg í takt við tíðarandann. Einhvern tímann þótti fyndið að taka svona til orða en það á, held ég, ekki við lengur. Menningin hefur breyst og þær breytingar hafa ekki komið fyrirhafnarlaust. Ég held einmitt að hommar og kellingar séu dæmi um fólk sem hefur barist hefur af hörku fyrir réttindum sínum og um leið bættu samfélagi. Til skamms tíma þurfti margur að fara í felur með kynhneigð sína og sjálfsvíg meðal samkynheigðra voru tíðari en tárum taki. Hugrakkt fólk úr þeirra röðum þurfti að takast á við forpokun og illsku sem gegnsýrði samfélag okkar. Það hefur uppskorið ríkulega fyrir þrautseigju sína og elju. Ef ég skil orðið „kelling“ rétt, þá er það sá helmingur þjóðarinnar sem hefur jafnt og þétt risið upp og bætt kjör sín og stöðu á undanförnum áratugum. Konur eru nú í meirihluta í háskólasamfélaginu og breytingar í jafnræðisátt eru örar þegar litið er til stjórnsýslu og viðskiptalífs. Þá er #metoo vakningin ótalin. Hún er lýsandi dæmi um baráttu kvenna og harðfylgi. Það hefði svo sem ekki verið ástæða til að teygja meira á umræðunni um téð orð Eddu Sifjar, hún ætti að hafa runnið sitt skeið. Þó má fullyrða að orðalag sem þetta, sé hluti af því sem undirokaðir hópar hafa þurft að berjast gegn. Það má svo alveg vekja athygli á því að þetta er ekki besta dæmið um fólkið sem tekur sér helgarfrí! Það mætti þvert á móti halda að hommar og kellingar hafi ekki unnað sér hvíldar, allt frá þeim árum þegar það þótti sniðugt að tala með niðrandi hætti um þessa hópa. Blessunarlega eru þeir tímar liðnir, þökk sé þrotlausri vinnu þeirra.Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Edda Sif veldur uppnámi með glannalegum ummælum Segir helgarfrí bara fyrir homma og kerlingar. 23. mars 2019 16:44 Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nú á dögunum upphófst nokkur umræða vegna orða fréttakonunnar Eddu Sifjar Pálsdóttur þess efnis að helgarfrí væru „bara fyrir homma og kellingar“. Ekki er að undra að marga hafi rekið í rogastans við þessa yfirlýsingu því hún er ekki alveg í takt við tíðarandann. Einhvern tímann þótti fyndið að taka svona til orða en það á, held ég, ekki við lengur. Menningin hefur breyst og þær breytingar hafa ekki komið fyrirhafnarlaust. Ég held einmitt að hommar og kellingar séu dæmi um fólk sem hefur barist hefur af hörku fyrir réttindum sínum og um leið bættu samfélagi. Til skamms tíma þurfti margur að fara í felur með kynhneigð sína og sjálfsvíg meðal samkynheigðra voru tíðari en tárum taki. Hugrakkt fólk úr þeirra röðum þurfti að takast á við forpokun og illsku sem gegnsýrði samfélag okkar. Það hefur uppskorið ríkulega fyrir þrautseigju sína og elju. Ef ég skil orðið „kelling“ rétt, þá er það sá helmingur þjóðarinnar sem hefur jafnt og þétt risið upp og bætt kjör sín og stöðu á undanförnum áratugum. Konur eru nú í meirihluta í háskólasamfélaginu og breytingar í jafnræðisátt eru örar þegar litið er til stjórnsýslu og viðskiptalífs. Þá er #metoo vakningin ótalin. Hún er lýsandi dæmi um baráttu kvenna og harðfylgi. Það hefði svo sem ekki verið ástæða til að teygja meira á umræðunni um téð orð Eddu Sifjar, hún ætti að hafa runnið sitt skeið. Þó má fullyrða að orðalag sem þetta, sé hluti af því sem undirokaðir hópar hafa þurft að berjast gegn. Það má svo alveg vekja athygli á því að þetta er ekki besta dæmið um fólkið sem tekur sér helgarfrí! Það mætti þvert á móti halda að hommar og kellingar hafi ekki unnað sér hvíldar, allt frá þeim árum þegar það þótti sniðugt að tala með niðrandi hætti um þessa hópa. Blessunarlega eru þeir tímar liðnir, þökk sé þrotlausri vinnu þeirra.Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju.
Edda Sif veldur uppnámi með glannalegum ummælum Segir helgarfrí bara fyrir homma og kerlingar. 23. mars 2019 16:44
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar