Stærsta áskorun okkar tíma Michael Nevin skrifar 17. júlí 2019 07:00 Bretland er staðráðið í því að aðstoða við að leiða heiminn í að takast á við stærsta viðfangsefni samtímans – loftslagsbreytingar. Bretland hefur frá árinu 1990 dregið úr kolefnisnotkun hraðar en öll önnur lönd G20, og dregið úr losun CO2 um 40%. Umhverfisvænn hagvöxtur er eitt af fjórum stóru langtíma markmiðunum sem sett eru fram í atvinnustefnu okkar til framtíðar. Við erum grænasta fjármálamiðstöð í heimi. Breska utanríkisþjónustan býr yfir fyrsta og stærsta neti loftslagsmálafulltrúa í heimi. Í júní tilkynntu bresk stjórnvöld að þau hafa sótt um að fá að halda 26. Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26) árið 2020, í samstarfi við Ítalíu. Bæði ríki hafa einsett sér að COP26 skili hámarksárangri. Á ráðstefnunni verður lögð höfuðáhersla á áþreifanlegar aðgerðir sem skili þeim breytingum sem eru nauðsynlegar til að það sem samið var um í Parísarsamningnum komist að fullu til framkvæmda. Bretland var fyrsta landið í heiminum til þess að setja í lög langtíma skuldbindandi markmið í loftslagsmálum. Í síðasta mánuði varð Bretland fyrsta stóra hagkerfið til að tilkynna löggjöf sem miðar að kolefnishlutleysi fyrir árið 2050, og er þar með komið í hóp með þeim tveim löndum öðrum sem áður höfðu stigið þetta skref, Noregi og Svíþjóð. Markmið okkar eru háleitari en hjá mörgum öðrum. Það felur í sér alla losun gróðurhúsalofttegunda, ekki einungis koltvíoxíðs, og á öllum sviðum hagkerfisins, þar á meðal skipaflutningum og flugi. Þetta tengist einnig baráttu á öðrum sviðum í umhverfismálum, svo sem gegn plastmengun í sjó. Þetta er kærkomið viðfangsefni formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og Norrænu ráðherranefndinni. Til viðbótar við það hversu mikið við erum að draga úr notkun á plastpokum, þá höfum við tilkynnt að á næsta ári verður bannað að nota einnota plast svo sem drykkjarrör, kaffihrærur og eyrnapinna. Bresk verslun er að draga úr notkun sinni á plasti og finna lausnir sem koma í stað þess, eins og að nota endurunnið plast við vegaframkvæmdir. Það hafa verið uppi ákveðnar áhyggjur af kostnaði við að bregðast við loftslagsbreytingum. En það er gríðarlegur kostnaður við það að bregðast ekki við. Einnig felur þetta í sér ýmis tækifæri fyrir hagkerfi til endurnýjunar og að dafna á nýjum og sjálfbærum forsendum. Bretland mun ýta undir tækifærin sem felast í græna hagkerfinu. Við munum auðvelda fyrirtækjum að fjárfesta og finna nýjar lausnir fyrir framtíðina. Bretland hefur fjárfest fyrir meira en 92 milljarða punda, andvirði 14.500 milljarða króna, í hreinni orku frá árinu 2010, og fjárfest 1,5 milljarða punda, um 238 milljarða króna, til að styðja við umbreytingu yfir í farartæki sem losa ekki gróðurhúsalofttegundir fram til ársins 2021. Frá 1990 hefur hagkerfi Bretlands stækkað um 70%, á sama tíma og það hefur dregið stórlega úr kolefnislosun. Við lítum á þetta sem áskorun okkar tíma en einnig sem spennandi tækifæri fyrir nýsköpun og nýtt hagkerfi. Við hvetjum önnur lönd, þar á meðal Ísland, til að setja sér álíka metnaðarfull markmið. Það mun þurfa alþjóðlegt samstarf til að ná fram þeim brýnu og stórfelldu breytingum sem eru nauðsynlegar. Og Bretland er ákveðið í því að vera þar í forystu.Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Loftslagsmál Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Bretland er staðráðið í því að aðstoða við að leiða heiminn í að takast á við stærsta viðfangsefni samtímans – loftslagsbreytingar. Bretland hefur frá árinu 1990 dregið úr kolefnisnotkun hraðar en öll önnur lönd G20, og dregið úr losun CO2 um 40%. Umhverfisvænn hagvöxtur er eitt af fjórum stóru langtíma markmiðunum sem sett eru fram í atvinnustefnu okkar til framtíðar. Við erum grænasta fjármálamiðstöð í heimi. Breska utanríkisþjónustan býr yfir fyrsta og stærsta neti loftslagsmálafulltrúa í heimi. Í júní tilkynntu bresk stjórnvöld að þau hafa sótt um að fá að halda 26. Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26) árið 2020, í samstarfi við Ítalíu. Bæði ríki hafa einsett sér að COP26 skili hámarksárangri. Á ráðstefnunni verður lögð höfuðáhersla á áþreifanlegar aðgerðir sem skili þeim breytingum sem eru nauðsynlegar til að það sem samið var um í Parísarsamningnum komist að fullu til framkvæmda. Bretland var fyrsta landið í heiminum til þess að setja í lög langtíma skuldbindandi markmið í loftslagsmálum. Í síðasta mánuði varð Bretland fyrsta stóra hagkerfið til að tilkynna löggjöf sem miðar að kolefnishlutleysi fyrir árið 2050, og er þar með komið í hóp með þeim tveim löndum öðrum sem áður höfðu stigið þetta skref, Noregi og Svíþjóð. Markmið okkar eru háleitari en hjá mörgum öðrum. Það felur í sér alla losun gróðurhúsalofttegunda, ekki einungis koltvíoxíðs, og á öllum sviðum hagkerfisins, þar á meðal skipaflutningum og flugi. Þetta tengist einnig baráttu á öðrum sviðum í umhverfismálum, svo sem gegn plastmengun í sjó. Þetta er kærkomið viðfangsefni formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og Norrænu ráðherranefndinni. Til viðbótar við það hversu mikið við erum að draga úr notkun á plastpokum, þá höfum við tilkynnt að á næsta ári verður bannað að nota einnota plast svo sem drykkjarrör, kaffihrærur og eyrnapinna. Bresk verslun er að draga úr notkun sinni á plasti og finna lausnir sem koma í stað þess, eins og að nota endurunnið plast við vegaframkvæmdir. Það hafa verið uppi ákveðnar áhyggjur af kostnaði við að bregðast við loftslagsbreytingum. En það er gríðarlegur kostnaður við það að bregðast ekki við. Einnig felur þetta í sér ýmis tækifæri fyrir hagkerfi til endurnýjunar og að dafna á nýjum og sjálfbærum forsendum. Bretland mun ýta undir tækifærin sem felast í græna hagkerfinu. Við munum auðvelda fyrirtækjum að fjárfesta og finna nýjar lausnir fyrir framtíðina. Bretland hefur fjárfest fyrir meira en 92 milljarða punda, andvirði 14.500 milljarða króna, í hreinni orku frá árinu 2010, og fjárfest 1,5 milljarða punda, um 238 milljarða króna, til að styðja við umbreytingu yfir í farartæki sem losa ekki gróðurhúsalofttegundir fram til ársins 2021. Frá 1990 hefur hagkerfi Bretlands stækkað um 70%, á sama tíma og það hefur dregið stórlega úr kolefnislosun. Við lítum á þetta sem áskorun okkar tíma en einnig sem spennandi tækifæri fyrir nýsköpun og nýtt hagkerfi. Við hvetjum önnur lönd, þar á meðal Ísland, til að setja sér álíka metnaðarfull markmið. Það mun þurfa alþjóðlegt samstarf til að ná fram þeim brýnu og stórfelldu breytingum sem eru nauðsynlegar. Og Bretland er ákveðið í því að vera þar í forystu.Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun