Pólitískur ofsi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 15. janúar 2019 07:00 Braggamálið svonefnda er óskemmtilegt dæmi um óstjórnlegt bruðl og vítaverðan skort á eftirliti í stjórnsýslunni. Sem æðsti yfirmaður borgarinnar ber borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, ábyrgð í málinu, þótt langt í frá sé hægt að klína á hann allri sök. Engin ástæða er þó til að hann segi af sér vegna málsins, enda hefur hann ekki aðhafst nokkuð glæpsamlegt eða refsivert. Þáttur borgarstjórans er þó svo ríkur að það var bæði sjálfsögð og eðlileg krafa að hann viki úr þriggja manna hópi sem á að rýna í niðurstöður skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um braggamálið. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, sem sæti átti í hópnum, vildi að hlutlaus aðili tæki sæti borgarstjóra í nefndinni. Það var skynsamleg tillaga, eins og Dagur B. Eggertsson hefði átt að gera sér glögga grein fyrir. Hann hefði betur brugðist við samkvæmt því. Í staðinn neitaði hann að víkja og Hildur ákvað að hverfa úr nefndinni. Það kom ekki á óvart að borgarstjóri skyldi ekki sjá ástæðu til þess að draga sig úr hinum þriggja manni hópi. Alltaf geta kjósendur verið næsta vissir um að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, komi sér undan því að gangast við ábyrgð sinni og viðurkenna mistök. Dagur B. Eggertsson er engin undantekning frá því. Hann gerði ekki það sem hefði verið langskynsamlegast fyrir hann í stöðunni; að gangast við ábyrgð með því að víkja úr nefndinni. Það hefði orðið honum til álitsauka. Fjölda dæma má finna um að opinberar framkvæmdir hafi farið úr böndum og kostnaður reynst allur annar og mun meiri en lagt var upp með. Braggamálið er slæmt dæmi um slíkt og borgarstjórinn er í hópi þeirra sem þar gerðu mistök. Hildur Björnsdóttir sýndi þá sanngirni að benda á að það hefði ekki verið viljandi, hún sagði um óviljaverk að ræða. Alltof sjaldan er sanngirni við völd í íslenskum stjórnmálum, en þessi orð Hildar minna á að hún fyrirfinnst þar stundum Það er hins vegar enga sanngirni að finna í tillögu Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, og Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, um að vísa skýrslu Innri endurskoðunar um framkvæmdir við braggann til héraðssaksóknara. Sú gjörð lyktar langar leiðir af pólitískri heift. Offors og heift í garð pólitískra andstæðinga er ekkert nýtt. Í pólitík þykir sjálfsagt að höggva til andstæðingsins gefist á því færi. Ríkar ástæður þurfa ekki endilega að vera fyrir hendi, það nægir einfaldlega að andstæðingurinn liggi vel við höggi. Um leið er ekki tekið nokkurt tillit til þess sem er sanngjarnt eða rétt. Í hita leiksins er það ekki talið skipta neinu máli. Það á einmitt við um tillögu fulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins, sem byggist ekki á rökum og staðreyndum heldur á óskhyggju um misferli pólitískra andstæðinga sem þeir vilja ólmir koma frá völdum. Tillagan er þeim sem að henni standa til lítils sóma, enda ber hún fyrst og fremst vott um pólitískan ofsa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Braggamálið svonefnda er óskemmtilegt dæmi um óstjórnlegt bruðl og vítaverðan skort á eftirliti í stjórnsýslunni. Sem æðsti yfirmaður borgarinnar ber borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, ábyrgð í málinu, þótt langt í frá sé hægt að klína á hann allri sök. Engin ástæða er þó til að hann segi af sér vegna málsins, enda hefur hann ekki aðhafst nokkuð glæpsamlegt eða refsivert. Þáttur borgarstjórans er þó svo ríkur að það var bæði sjálfsögð og eðlileg krafa að hann viki úr þriggja manna hópi sem á að rýna í niðurstöður skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um braggamálið. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, sem sæti átti í hópnum, vildi að hlutlaus aðili tæki sæti borgarstjóra í nefndinni. Það var skynsamleg tillaga, eins og Dagur B. Eggertsson hefði átt að gera sér glögga grein fyrir. Hann hefði betur brugðist við samkvæmt því. Í staðinn neitaði hann að víkja og Hildur ákvað að hverfa úr nefndinni. Það kom ekki á óvart að borgarstjóri skyldi ekki sjá ástæðu til þess að draga sig úr hinum þriggja manni hópi. Alltaf geta kjósendur verið næsta vissir um að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, komi sér undan því að gangast við ábyrgð sinni og viðurkenna mistök. Dagur B. Eggertsson er engin undantekning frá því. Hann gerði ekki það sem hefði verið langskynsamlegast fyrir hann í stöðunni; að gangast við ábyrgð með því að víkja úr nefndinni. Það hefði orðið honum til álitsauka. Fjölda dæma má finna um að opinberar framkvæmdir hafi farið úr böndum og kostnaður reynst allur annar og mun meiri en lagt var upp með. Braggamálið er slæmt dæmi um slíkt og borgarstjórinn er í hópi þeirra sem þar gerðu mistök. Hildur Björnsdóttir sýndi þá sanngirni að benda á að það hefði ekki verið viljandi, hún sagði um óviljaverk að ræða. Alltof sjaldan er sanngirni við völd í íslenskum stjórnmálum, en þessi orð Hildar minna á að hún fyrirfinnst þar stundum Það er hins vegar enga sanngirni að finna í tillögu Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, og Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, um að vísa skýrslu Innri endurskoðunar um framkvæmdir við braggann til héraðssaksóknara. Sú gjörð lyktar langar leiðir af pólitískri heift. Offors og heift í garð pólitískra andstæðinga er ekkert nýtt. Í pólitík þykir sjálfsagt að höggva til andstæðingsins gefist á því færi. Ríkar ástæður þurfa ekki endilega að vera fyrir hendi, það nægir einfaldlega að andstæðingurinn liggi vel við höggi. Um leið er ekki tekið nokkurt tillit til þess sem er sanngjarnt eða rétt. Í hita leiksins er það ekki talið skipta neinu máli. Það á einmitt við um tillögu fulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins, sem byggist ekki á rökum og staðreyndum heldur á óskhyggju um misferli pólitískra andstæðinga sem þeir vilja ólmir koma frá völdum. Tillagan er þeim sem að henni standa til lítils sóma, enda ber hún fyrst og fremst vott um pólitískan ofsa.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar