MSN - Skilaboð til Alþingis Sigrún Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 10:15 Á síðastliðnum tíu árum hafa þrjú lánasjóðsfrumvörp verið lögð fyrir Alþingi, enn sem komið er hefur ekkert þeirra verið samþykkt. Í gær fór fram fyrsta umræða á Alþingi um frumvarp til laga um Menntasjóð námsmanna (MSN) sem ætlað er að koma í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Stúdentar hafa lengi beðið eftir styrkjakerfi sem er byggt upp að norrænni fyrirmynd. Ljóst er að núverandi kerfi þjónar ekki tilgangi sínum og er löngu tímabært að nýtt og betrumbætt kerfi líti dagsins ljós. Eins og mennta- og menningarmálaráðherra hefur sjálf sagt þá er menntakerfið eitt mikilvægasta jöfnunartæki sem við höfum. Aðgengi allra að háskólanámi á að vera tryggt og spilar lánasjóðurinn þar lykilhlutverk. Markmiðið með lögum um MSN er að tryggja þeim sem falla undir lögin, tækifæri til náms án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. Með MSN eru lagðar fram talsverðar breytingar frá núverandi kerfi. Veigamestu breytingarnar felast í innleiðingu beins styrkjakerfis og breyttum vaxtakjörum. Lánþegar sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma geta fengið námsstyrk sem nemur 30% af höfuðstóli námsláns þeirra og sömuleiðis verða veittir styrkir fyrir framfærslu barna sem er mikil kjarabót. Á móti kemur að vextir verða breytilegir markaðsvextir og því verða kjörin afar ólík núverandi vaxtakjörum, þar sem vextir hafa verið fastir í 1% frá árinu 1992. Það er útgefið markmið ríkisstjórnarinnar að blása til stórsóknar í menntamálum, enda skilar hver króna sem stjórnvöld greiða til náms á háskólastigi sér áttfalt til baka. Vandfundnir eru þeir fjárfestingarmöguleikar sem ríkið hefur sem skila betri ávöxtun en fjárfesting í menntun. Alþingi fær hér eftirsóknarvert tækifæri til að auka enn á fjárfestingu í menntakerfinu og framtíðarkynslóðum landsins með því að setja þak á vaxtastig lána hjá Menntasjóði námsmanna. Íslenskt hagkerfi á ekki fallega sögu að baki sér þegar kemur að efnahagslegum stöðugleika, sem veldur því að háværar viðvörunarbjöllur hljóma í eyrum stúdenta, nú þegar ætlunin er að í fyrsta lagi hækka vexti og í öðru lagi gefa þá í hendur markaðsins. Ljóst er að þjóðhagslegur ávinningur af frumvarpinu er mikill, enda heildarmyndin góð, en hækkun vaxtastigs er óásættanleg og hefur sú afstaða stúdenta ætíð legið fyrir.Greinarhöfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS og er greinin hluti af herferð samtakanna um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum tíu árum hafa þrjú lánasjóðsfrumvörp verið lögð fyrir Alþingi, enn sem komið er hefur ekkert þeirra verið samþykkt. Í gær fór fram fyrsta umræða á Alþingi um frumvarp til laga um Menntasjóð námsmanna (MSN) sem ætlað er að koma í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Stúdentar hafa lengi beðið eftir styrkjakerfi sem er byggt upp að norrænni fyrirmynd. Ljóst er að núverandi kerfi þjónar ekki tilgangi sínum og er löngu tímabært að nýtt og betrumbætt kerfi líti dagsins ljós. Eins og mennta- og menningarmálaráðherra hefur sjálf sagt þá er menntakerfið eitt mikilvægasta jöfnunartæki sem við höfum. Aðgengi allra að háskólanámi á að vera tryggt og spilar lánasjóðurinn þar lykilhlutverk. Markmiðið með lögum um MSN er að tryggja þeim sem falla undir lögin, tækifæri til náms án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. Með MSN eru lagðar fram talsverðar breytingar frá núverandi kerfi. Veigamestu breytingarnar felast í innleiðingu beins styrkjakerfis og breyttum vaxtakjörum. Lánþegar sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma geta fengið námsstyrk sem nemur 30% af höfuðstóli námsláns þeirra og sömuleiðis verða veittir styrkir fyrir framfærslu barna sem er mikil kjarabót. Á móti kemur að vextir verða breytilegir markaðsvextir og því verða kjörin afar ólík núverandi vaxtakjörum, þar sem vextir hafa verið fastir í 1% frá árinu 1992. Það er útgefið markmið ríkisstjórnarinnar að blása til stórsóknar í menntamálum, enda skilar hver króna sem stjórnvöld greiða til náms á háskólastigi sér áttfalt til baka. Vandfundnir eru þeir fjárfestingarmöguleikar sem ríkið hefur sem skila betri ávöxtun en fjárfesting í menntun. Alþingi fær hér eftirsóknarvert tækifæri til að auka enn á fjárfestingu í menntakerfinu og framtíðarkynslóðum landsins með því að setja þak á vaxtastig lána hjá Menntasjóði námsmanna. Íslenskt hagkerfi á ekki fallega sögu að baki sér þegar kemur að efnahagslegum stöðugleika, sem veldur því að háværar viðvörunarbjöllur hljóma í eyrum stúdenta, nú þegar ætlunin er að í fyrsta lagi hækka vexti og í öðru lagi gefa þá í hendur markaðsins. Ljóst er að þjóðhagslegur ávinningur af frumvarpinu er mikill, enda heildarmyndin góð, en hækkun vaxtastigs er óásættanleg og hefur sú afstaða stúdenta ætíð legið fyrir.Greinarhöfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS og er greinin hluti af herferð samtakanna um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun