Hetja Hauka frá því í gær, Daníel Þór Ingason, er á förum frá félaginu því hann hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg.
Daníel Þór skoraði sigurmark Hauka gegn Selfossi á lokasekúndum leiks tvö í úrslitaeinvíginu í Hleðsluhöllinni í gær. Þar með er staðan jöfn 1-1 í einvíginu.
Daníel er 23 ára og uppalinn Haukamaður en hann er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við danska liðið eftir því sem fram kemur á heimasíðu Ribe-Esbjerg.
„Eftir að hafa spilað í bestu deild á Íslandi í nokkur ár finnst mér kominn tími á nýjar áskoranir,“ er haft eftir Daníel á heimasíðu danska félagsins.
„Ribe-Esbjerg sýndi mikinn áhuga og bauð mér í heimsókn. Eftir hana var ég fullviss um að þetta væri rétta skrefið á mínum ferli.“
Hjá Ribe-Esbjerg spila þeir Rúnar Kárason og Gunnar Steinn Jónsson.
Leikur þrjú í einvígi Hauka og Selfyssinga um Íslandsmeistaratitilinn er í Schenkerhöllinni á morgun, sunnudag.
Daníel Þór búinn að semja við Ribe-Esbjerg
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
