Falstrú Ingunn Lára Kristjánsdóttir skrifar 4. október 2019 07:45 Efasemdamaðurinn Ebbi gengur hröðum skrefum eftir Aðalstræti og rykið þyrlast upp í loftið kringum hann. Konur með innkaupapoka horfa á eftir fallega manninum með fína hattinn. Þær hugsa: „En hve myndarlegur sá maður er, sem er með áfangastað í huga.“ Fyrir neðan skilti Fjallkonunnar, tímarits dagsins í dag og dagsins á morgun, situr heldri maður með olíulukt í fanginu. Það er Skúli úrsmiður sem reynir að selja mönnum og börnum svokölluð rafmagnsúr og bjöllur. Hvílík della, hugsar efasemdamaðurinn. Ebbi hefur engan tíma að missa og ber enga kveðju með sér, nei, hann gengur beinustu leið að dyrum, skellir á eftir sér, skellir niður hattinum á borðið og æpir á ritstjórann: „Ég er æpandi reiður og vil fá að tjá mig!“ „Já,“ svarar ritstjórinn og tæmir pípuna sína í tóbakstunnuna. „Um hvað snýst málið?“ „Eyðslusemi og falstrú borgarbúa,“ hnussar Ebbi. „Hvers kyns eyðslusemi og falstrú fær þig til að skella hér hurðum, móður og másandi?“ spyr ritstjórinn og fyllir á pípuna. „Eyðslusemin að lýsa upp stofur, anddyri og eldhús tífalt meira en vani hefur verið. Ljós! Ofbirta slík að ómögulegt er að lesa og skrifa. Jafnvel konur eru farnar að lýsa eldhús sín meira en danssalir forðum voru lýstir! Ég vil borða heima hjá mér en ekki í Breiðfjörðsleikhúsi!“ „Iss!“ svarar ritstjórinn. „Veistu ekki að framtíðin spillir ei?“ „O, jú víst,“ hugsar efasemdamaðurinn og kveður skrifstofu Fjallkonunnar. Efasemdamaðurinn veit vel að framtíðin mun spilla fyrir öllum og hvers vegna er henni hampað? Hvað hefur framtíðin gert fyrir hann! Ekkert! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingunn Lára Kristjánsdóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Efasemdamaðurinn Ebbi gengur hröðum skrefum eftir Aðalstræti og rykið þyrlast upp í loftið kringum hann. Konur með innkaupapoka horfa á eftir fallega manninum með fína hattinn. Þær hugsa: „En hve myndarlegur sá maður er, sem er með áfangastað í huga.“ Fyrir neðan skilti Fjallkonunnar, tímarits dagsins í dag og dagsins á morgun, situr heldri maður með olíulukt í fanginu. Það er Skúli úrsmiður sem reynir að selja mönnum og börnum svokölluð rafmagnsúr og bjöllur. Hvílík della, hugsar efasemdamaðurinn. Ebbi hefur engan tíma að missa og ber enga kveðju með sér, nei, hann gengur beinustu leið að dyrum, skellir á eftir sér, skellir niður hattinum á borðið og æpir á ritstjórann: „Ég er æpandi reiður og vil fá að tjá mig!“ „Já,“ svarar ritstjórinn og tæmir pípuna sína í tóbakstunnuna. „Um hvað snýst málið?“ „Eyðslusemi og falstrú borgarbúa,“ hnussar Ebbi. „Hvers kyns eyðslusemi og falstrú fær þig til að skella hér hurðum, móður og másandi?“ spyr ritstjórinn og fyllir á pípuna. „Eyðslusemin að lýsa upp stofur, anddyri og eldhús tífalt meira en vani hefur verið. Ljós! Ofbirta slík að ómögulegt er að lesa og skrifa. Jafnvel konur eru farnar að lýsa eldhús sín meira en danssalir forðum voru lýstir! Ég vil borða heima hjá mér en ekki í Breiðfjörðsleikhúsi!“ „Iss!“ svarar ritstjórinn. „Veistu ekki að framtíðin spillir ei?“ „O, jú víst,“ hugsar efasemdamaðurinn og kveður skrifstofu Fjallkonunnar. Efasemdamaðurinn veit vel að framtíðin mun spilla fyrir öllum og hvers vegna er henni hampað? Hvað hefur framtíðin gert fyrir hann! Ekkert!
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar