Viðskipti innlent

Eldsneytis- og bílakaup dragast saman

Jakob Bjarnar skrifar
Velta hefur dregist hlutfallslega mest saman í þeim lið sem tengist bifreiðum, sem eru kaup á eldsneyti og viðgerðarþjónustu bifreiða, alls um 13 prósent að raunvirði.
Velta hefur dregist hlutfallslega mest saman í þeim lið sem tengist bifreiðum, sem eru kaup á eldsneyti og viðgerðarþjónustu bifreiða, alls um 13 prósent að raunvirði. visir/vilhelm
Samkvæmt nýrri úttekt Hagsjár, sem hagfræðideild Landsbankans stendur að, á kortaveltu landsmanna fer stærstur hluti veltu í ágúst til verslunar eða rúmlega helmingur.Þetta ætti ekki að koma á óvart en það vekur athygli að næst stærsti liðurinn, eða 18 prósent veltunnar í ágúst, eru kaupa á ýmissi þjónustu hvar fjármála- og tryggingarstarfsemi var fyrirferðamest.

Bílaflotinn að yngjast

Þá kunna að felast í því jákvæðar vísbendingar að þriðji stærsti útgjaldaliður Íslendinga í ágúst var kaup á eldsneyti og útgjöld tengd viðhaldi og viðgerðum bifreiða. Sé litið til ársins í fyrra hefur velta dregist hlutfallslega mest saman í þeim lið sem tengist bifreiðum, sem eru kaup á eldsneyti og viðgerðarþjónustu bifreiða, alls um 13 prósent að raunvirði.„Eldsneytiskaup drógust saman um 3% en viðgerðir og viðhald bifreiða um 24%. Minna viðhald bifreiðar er ef til vill vísbending um að bílaflotinn sé að yngjast,“ segir fjármálasérfræðingar Landsbankans í samantekt.

 

Aukning í fatakaupum

Ýmislegt annað má lesa í upplýsingar tengdum krotaveltunni. Þannig hafa aðrir liðir einnig dregist saman, þó ekki jafn mikið, voru útgjöld til verslunar og þjónustu.„Mesti samdráttur einstakra undirliða verslunarinnar var í tollfrjálsri verslun sem dróst saman um 7% að raunvirði milli ára í ágúst. Þetta kemur ekki á óvart þar sem brottfarir Íslendinga um Leifsstöð í ágústmánuði voru 14% færri en á sama tíma fyrir ári síðan og má gera ráð fyrir að megnið af tollfrjálsri verslun fari fram á Keflavíkurflugvelli.“Velta í fataverslunum jókst að raunvirði um 14 prósent milli ára sem er mesti vöxtur á meðal undirliða verslunar milli tímabila.„Færri utanlandsferðir gætu haft hér áhrif þar sem landsmenn eru ef til vill að kaupa í auknum mæli föt hér á landi sem annars hefðu verið keypt í verslunarferðum erlendis.“

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Íslendingar straujuðu kortin á netinu í nóvember

Í nóvembermánuði síðastliðnum jókst innlend kortavelta Íslendinga í netverslun um 15 prósent frá sama mánuði í fyrra. Velta innlendra greiðslukorta Íslendinga í verslun jókst um 5 prósent á sama tímabili.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.