Viðskipti innlent

Íslendingar straujuðu kortin á netinu í nóvember

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Verslun á netinu sækir á hefðbundnar verslanir.
Verslun á netinu sækir á hefðbundnar verslanir. Fréttablaðið/Eyþór
Í nóvembermánuði síðastliðnum jókst innlend kortavelta Íslendinga í netverslun um 15 prósent frá sama mánuði í fyrra. Velta innlendra greiðslukorta Íslendinga í verslun jókst um 5 prósent á sama tímabili. Svo segir í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar.„Jólaverslun fer að töluverðum hluta fram í nóvember en með stórum verslunardögum að erlendri fyrirmynd færist jólaverslunin sífellt meira fram í þann mánuð. Hér er átt við hinn Bandarískættaða Svarta föstudag, kínverska dag einhleypra og netmánudaginn, en allir falla þessir dagar í nóvember,“ segir í tilkynningunni.Verðbólga á tímabilinu, samkvæmt Hagstofu Íslands, mældist 3,3 prósent sem að einhverju leyti útskýrir hærri kortaveltu í verslun. Raunaukningin er samkvæmt því um 1,6 prósent.Nokkuð dró úr kortaveltu Íslendinga í verslun á haustmánuðum og var samdráttur í októbermánuði til að mynda 4 prósent samanborið við október í fyrra en líkt og áður sagði var aukning í nóvember. Þetta kunni að benda til þess að neytendur haldi í auknu mæli í sér með jólainnkaupin fram að þessum stóru afsláttardögum.„Nóvember er mikill netverslunarmánuður en kortavelta í innlendri netverslun Íslendinga var rúmlega 81 prósent meiri í nóvember síðastliðnum samanborið við október á undan.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
2,52
11
167.087
ICESEA
2,41
6
64.330
EIK
1,91
2
20.760
REGINN
1,81
6
19.314
TM
1,35
4
100.425

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,62
14
1.821
LEQ
-3,17
1
495
ORIGO
-0,98
2
878
ARION
-0,15
7
2.482
EIM
0
2
219
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.