Áhrif skatta á vaxtakjör Katrín Júlíusdóttir skrifar 4. september 2019 07:00 Eitt af meginmarkmiðum lífskjarasamninganna var að leita leiða til þess að lækka vaxtastig í landinu. Fjölmörg tækifæri er að finna í rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja til að ná fram því markmiði og mikilvægt að allir leggist á eitt í því verkefni. Í þessu samhengi má benda á að Bankasýsla ríkisins hefur bent á skilvirkar leiðir til þess að ná fram minni vaxtamun. Í minnisblaði Bankasýslunnar sem fylgdi hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er bent á að hófleg lækkun á eftirlitsgjaldi fjármálafyrirtækja ásamt helmingslækkun á fjársýsluskatti á laun annars vegar og hagnað umfram milljarð hins vegar geta minnkað vaxtamun vaxtaberandi eigna og skulda úr 2,6 prósent niður í 2,3 prósent. Þessi útreikningur miðast við að stjórnvöld standi við áform ríkisfjármálaáætlunar um að lækka gjaldhlutfall bankaskattsins úr 0,376 prósent í 0,145 prósent í jöfnum skrefum á árunum 2020 til 2023. Því miður ákváðu stjórnvöld að fresta þeirri lækkun fyrr á þessu ári. Til viðbótar telur Bankasýslan að lækkun eiginfjárkrafna og hagræðing sem skilar sér í lægri rekstrarkostnaði í tengslum við samstarf um rekstur sameiginlegra fjármálainnviða gæti leitt til þess að vaxtamunurinn færi niður í 2,1 prósent.Ná þarf tökum á kostnaði Í nýjustu útgáfu Fjármála, tímarits Fjármálaeftirlitsins, fjalla þeir Finnur Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri bankasviðs, Elmar Ásbjörnsson, forstöðumaður áhættugreiningar á bankasviði, og Skúli Magnússon, sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti, um þær áskoranir sem íslenska bankakerfið stendur frammi fyrir um þessar mundir. Sérfræðingar FME draga fram sterka stöðu íslensku bankanna en benda á sama tíma á að þeir standi frammi fyrir krefjandi aðstæðum. Styrkurinn felst meðal annars í háum eiginfjárhlutföllum og sterkum efnahagsreikningi. Helstu áskoranirnar í rekstri bankanna snúa hins vegar að því að auka arðsemi og ná tökum á rekstrarkostnaði og annars vegar að gera þá betur í stakk búna til þess að takast á við breyttar aðstæður í efnahagslífinu. Í greininni er bent á að arðsemi íslensku bankanna sé ekki fullnægjandi. Þannig var arðsemi Arion banka, Landsbankans og Íslandsbanka að meðaltali 6,1 prósent í fyrra og 6,8 prósent fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Til samanburðar er bent á að í gögn frá Evrópska bankaeftirlitinu sýni að meðaltal arðsemi ríflega 150 evrópskra banka var 7,1 prósent árið 2018. Sérfræðingar FME segja að það sé ólíklegt að hluthafar íslensku bankanna muni til lengdar sætta sig við svona lága arðsemi. Þeir sem fara með eignarhlut ríkisins í bankakerfinu ættu að taka þessi orð til sín en sem kunnugt er þá eru Íslandsbanki og Landsbanki enn í ríkiseigu.Í minnisblaði Bankasýslu ríkisins sem fylgdi hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið var bent á skilvirkar leiðir til að minnka vaxtamun.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari20 milljarðar í ótekjutengd gjöld og skatta Það sem einkennir rekstrarumhverfi íslenskra banka í samanburði við aðra banka á Vesturlöndum er séríslensk álagning opinberra gjalda. Um er að ræða sérstakan bankaskatt en álagning hans er um um 12 prósent af rekstrarkostnaði bankanna. Þá er lagður fjársýsluskattur á launagreiðslur fjármálafyrirtækja og sérstakur fjársýsluskattur á hagnað fjármálafyrirtækja umfram 1 milljarð. Íslenskir bankar hafa á undanförnum árum verið að borga um 40 milljarða í opinber gjöld á ári. Helmingurinn af þessari upphæð, eða um 20 milljarðar, er ótekjutengdur. Heildarvaxtatekjur stóru viðskiptabankanna hafa á undanförnum árum verið í kringum 100 milljarðar og eru því ótekjutengd gjöld um fimmtungur af þeirri upphæð. Þessi skattlagning er fordæmalaus í evrópsku samhengi og ljóst er að arðsemi íslensku bankanna myndi batna umtalsvert ef skattaumhverfi þeirra væri fært í sambærilegt horf og þekkist á meginlandinu. Að sama skapi myndi virði eignarhlutar ríkisins í bankakerfinu aukast við slíkar breytingar.Allir hagnast á bættu rekstrarumhverfi Þung skattlagning sem ekki á sér hliðstæðu í nágrannalöndunum og er ótengd tekjum eða hagnaði dregur úr getu fjármálafyrirtækja til að þjóna efnahagslífinu og verður til þess að auka kostnað við fjármálaþjónustu. Það eykur kostnað sem bitnar á þeim vaxtakjörum sem fjármálafyrirtæki geta boðið heimilum og fyrirtækjum og skerðir þannig samkeppnishæfni efnahagslífsins. Fjármálafyrirtæki eru mikilvægur hluti samfélagsins og þátttakendur í flestum af stærstu fjárhagslegu ákvörðunum heimila og fyrirtækja. Því er nauðsynlegt að gagnger endurskoðun fari fram á skattaumhverfi fjármálafyrirtækja með það að markmiði að tryggja að þau geti fjármagnað fjárfestingar einstaklinga og fyrirtækja og ávaxtað sparnað með sem skilvirkustum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Eitt af meginmarkmiðum lífskjarasamninganna var að leita leiða til þess að lækka vaxtastig í landinu. Fjölmörg tækifæri er að finna í rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja til að ná fram því markmiði og mikilvægt að allir leggist á eitt í því verkefni. Í þessu samhengi má benda á að Bankasýsla ríkisins hefur bent á skilvirkar leiðir til þess að ná fram minni vaxtamun. Í minnisblaði Bankasýslunnar sem fylgdi hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er bent á að hófleg lækkun á eftirlitsgjaldi fjármálafyrirtækja ásamt helmingslækkun á fjársýsluskatti á laun annars vegar og hagnað umfram milljarð hins vegar geta minnkað vaxtamun vaxtaberandi eigna og skulda úr 2,6 prósent niður í 2,3 prósent. Þessi útreikningur miðast við að stjórnvöld standi við áform ríkisfjármálaáætlunar um að lækka gjaldhlutfall bankaskattsins úr 0,376 prósent í 0,145 prósent í jöfnum skrefum á árunum 2020 til 2023. Því miður ákváðu stjórnvöld að fresta þeirri lækkun fyrr á þessu ári. Til viðbótar telur Bankasýslan að lækkun eiginfjárkrafna og hagræðing sem skilar sér í lægri rekstrarkostnaði í tengslum við samstarf um rekstur sameiginlegra fjármálainnviða gæti leitt til þess að vaxtamunurinn færi niður í 2,1 prósent.Ná þarf tökum á kostnaði Í nýjustu útgáfu Fjármála, tímarits Fjármálaeftirlitsins, fjalla þeir Finnur Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri bankasviðs, Elmar Ásbjörnsson, forstöðumaður áhættugreiningar á bankasviði, og Skúli Magnússon, sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti, um þær áskoranir sem íslenska bankakerfið stendur frammi fyrir um þessar mundir. Sérfræðingar FME draga fram sterka stöðu íslensku bankanna en benda á sama tíma á að þeir standi frammi fyrir krefjandi aðstæðum. Styrkurinn felst meðal annars í háum eiginfjárhlutföllum og sterkum efnahagsreikningi. Helstu áskoranirnar í rekstri bankanna snúa hins vegar að því að auka arðsemi og ná tökum á rekstrarkostnaði og annars vegar að gera þá betur í stakk búna til þess að takast á við breyttar aðstæður í efnahagslífinu. Í greininni er bent á að arðsemi íslensku bankanna sé ekki fullnægjandi. Þannig var arðsemi Arion banka, Landsbankans og Íslandsbanka að meðaltali 6,1 prósent í fyrra og 6,8 prósent fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Til samanburðar er bent á að í gögn frá Evrópska bankaeftirlitinu sýni að meðaltal arðsemi ríflega 150 evrópskra banka var 7,1 prósent árið 2018. Sérfræðingar FME segja að það sé ólíklegt að hluthafar íslensku bankanna muni til lengdar sætta sig við svona lága arðsemi. Þeir sem fara með eignarhlut ríkisins í bankakerfinu ættu að taka þessi orð til sín en sem kunnugt er þá eru Íslandsbanki og Landsbanki enn í ríkiseigu.Í minnisblaði Bankasýslu ríkisins sem fylgdi hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið var bent á skilvirkar leiðir til að minnka vaxtamun.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari20 milljarðar í ótekjutengd gjöld og skatta Það sem einkennir rekstrarumhverfi íslenskra banka í samanburði við aðra banka á Vesturlöndum er séríslensk álagning opinberra gjalda. Um er að ræða sérstakan bankaskatt en álagning hans er um um 12 prósent af rekstrarkostnaði bankanna. Þá er lagður fjársýsluskattur á launagreiðslur fjármálafyrirtækja og sérstakur fjársýsluskattur á hagnað fjármálafyrirtækja umfram 1 milljarð. Íslenskir bankar hafa á undanförnum árum verið að borga um 40 milljarða í opinber gjöld á ári. Helmingurinn af þessari upphæð, eða um 20 milljarðar, er ótekjutengdur. Heildarvaxtatekjur stóru viðskiptabankanna hafa á undanförnum árum verið í kringum 100 milljarðar og eru því ótekjutengd gjöld um fimmtungur af þeirri upphæð. Þessi skattlagning er fordæmalaus í evrópsku samhengi og ljóst er að arðsemi íslensku bankanna myndi batna umtalsvert ef skattaumhverfi þeirra væri fært í sambærilegt horf og þekkist á meginlandinu. Að sama skapi myndi virði eignarhlutar ríkisins í bankakerfinu aukast við slíkar breytingar.Allir hagnast á bættu rekstrarumhverfi Þung skattlagning sem ekki á sér hliðstæðu í nágrannalöndunum og er ótengd tekjum eða hagnaði dregur úr getu fjármálafyrirtækja til að þjóna efnahagslífinu og verður til þess að auka kostnað við fjármálaþjónustu. Það eykur kostnað sem bitnar á þeim vaxtakjörum sem fjármálafyrirtæki geta boðið heimilum og fyrirtækjum og skerðir þannig samkeppnishæfni efnahagslífsins. Fjármálafyrirtæki eru mikilvægur hluti samfélagsins og þátttakendur í flestum af stærstu fjárhagslegu ákvörðunum heimila og fyrirtækja. Því er nauðsynlegt að gagnger endurskoðun fari fram á skattaumhverfi fjármálafyrirtækja með það að markmiði að tryggja að þau geti fjármagnað fjárfestingar einstaklinga og fyrirtækja og ávaxtað sparnað með sem skilvirkustum hætti.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun