Hræsni Samfylkingarinnar Andrea Sigurðardóttir skrifar 8. mars 2019 15:30 Samfylkingin hefur gagnrýnt skattalækkunaráform ríkisstjórnarinnar fyrir að lækkunin skili sér ekki nægilega til lægri tekjuhópa, vitandi að staðgreiðsla hinna lægri launuðu rennur nær öll til sveitarfélaganna og lítið sem ekkert til ríkisins. Á sama tíma hafnar Samfylkingin, sem leiðir borgarstjórn, tillögum Sjálfstæðisflokks um lækkun útsvars og gjalda til að liðka fyrir kjaraviðræðum “því það er ekkert svigrúm”. Af staðgreiðslu einstaklings með 300 þúsund krónur í launatekjur renna tæplega 68 þúsund til sveitarfélagsins en aðeins 7 þúsund krónur til ríkisins. Allir með 750 þúsund krónur eða lægri launatekjur greiða meira til sveitar en ríkis. Hvar liggur svigrúmið spyr ég? Ríkisstjórnin er þó að lækka þetta litla sem hún fær af staðgreiðslu hinna lægst launuðu. Þar er bókstaflega ekki meira svigrúm, jafnvel með hærri hátekjusköttum. Lækki ríkið skatt meira á lægst launaða hópinn þarf ríkið bókstaflega að greiða með þeim til sveitarfélaganna, því sína sneið skulu þau fá óháð persónuafslætti. Hvað er Samfylkingin, sem leiðir borgarstjórn, að gera til að liðka fyrir kjaraviðræðum og bæta lífskjör hinna lægst launuðu? Svarið við því er ekkert. En þau hika ekki við að gagnrýna þá sem þó reyna að nýta sitt afar takmarkaða svigrúm, sem er ekkert annað en dæmigerð hræsni. Undanfarin misseri höfum við fengið fregnir af gegndarlausri og óábyrgri sóun Reykjavíkurborgar á skattfé borgarbúa. Í krafti stærðar sinnar ætti borgin að geta verið rekin með hagkvæmari hætti en minni sveitarfélög, sem borgarbúar gætu notið góðs af í formi lægra útsvars og betri þjónustu. Sú er ekki raunin. Borgin er eina sveitarfélag höfuðborgarsvæðisins sem innheimtir hámarksútsvar en kemur engu að síður svo illa út í þjónustukönnunum samanborið við önnur sveitarfélög. Borgin ákvað að leysa það með því að hætta þátttöku í stað þess að líta eigin barm. Í borginni eru sannarlega mikil tækifæri til hagræðingar. Í ljósi þessa spyr ég mig: Hvers vegna eru verkalýðsfélögin ekki brjáluð út í Reykjavíkurborg? Hvers vegna beinast kröfur verkalýðsfélaganna að ríkinu sem tekur nær ekkert af þeim hópi sem þau þykjast berjast fyrir, en ekki að þeim sem hirða aurinn og bera jafnframt ábyrgð á þeim framboðsskorti sem hefur leitt til fordæmalausra hækkana á íbúða- og leiguverði á höfuðborgarsvæðinu, sem er langþyngsti útgjaldaliður hinna lægst launuðu? Ég spyr einfaldlega, því ég botna hvorki upp né niður í þessari sturluðu umræðu.Höfundur er húsmóðir í Laugardalnum og viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur gagnrýnt skattalækkunaráform ríkisstjórnarinnar fyrir að lækkunin skili sér ekki nægilega til lægri tekjuhópa, vitandi að staðgreiðsla hinna lægri launuðu rennur nær öll til sveitarfélaganna og lítið sem ekkert til ríkisins. Á sama tíma hafnar Samfylkingin, sem leiðir borgarstjórn, tillögum Sjálfstæðisflokks um lækkun útsvars og gjalda til að liðka fyrir kjaraviðræðum “því það er ekkert svigrúm”. Af staðgreiðslu einstaklings með 300 þúsund krónur í launatekjur renna tæplega 68 þúsund til sveitarfélagsins en aðeins 7 þúsund krónur til ríkisins. Allir með 750 þúsund krónur eða lægri launatekjur greiða meira til sveitar en ríkis. Hvar liggur svigrúmið spyr ég? Ríkisstjórnin er þó að lækka þetta litla sem hún fær af staðgreiðslu hinna lægst launuðu. Þar er bókstaflega ekki meira svigrúm, jafnvel með hærri hátekjusköttum. Lækki ríkið skatt meira á lægst launaða hópinn þarf ríkið bókstaflega að greiða með þeim til sveitarfélaganna, því sína sneið skulu þau fá óháð persónuafslætti. Hvað er Samfylkingin, sem leiðir borgarstjórn, að gera til að liðka fyrir kjaraviðræðum og bæta lífskjör hinna lægst launuðu? Svarið við því er ekkert. En þau hika ekki við að gagnrýna þá sem þó reyna að nýta sitt afar takmarkaða svigrúm, sem er ekkert annað en dæmigerð hræsni. Undanfarin misseri höfum við fengið fregnir af gegndarlausri og óábyrgri sóun Reykjavíkurborgar á skattfé borgarbúa. Í krafti stærðar sinnar ætti borgin að geta verið rekin með hagkvæmari hætti en minni sveitarfélög, sem borgarbúar gætu notið góðs af í formi lægra útsvars og betri þjónustu. Sú er ekki raunin. Borgin er eina sveitarfélag höfuðborgarsvæðisins sem innheimtir hámarksútsvar en kemur engu að síður svo illa út í þjónustukönnunum samanborið við önnur sveitarfélög. Borgin ákvað að leysa það með því að hætta þátttöku í stað þess að líta eigin barm. Í borginni eru sannarlega mikil tækifæri til hagræðingar. Í ljósi þessa spyr ég mig: Hvers vegna eru verkalýðsfélögin ekki brjáluð út í Reykjavíkurborg? Hvers vegna beinast kröfur verkalýðsfélaganna að ríkinu sem tekur nær ekkert af þeim hópi sem þau þykjast berjast fyrir, en ekki að þeim sem hirða aurinn og bera jafnframt ábyrgð á þeim framboðsskorti sem hefur leitt til fordæmalausra hækkana á íbúða- og leiguverði á höfuðborgarsvæðinu, sem er langþyngsti útgjaldaliður hinna lægst launuðu? Ég spyr einfaldlega, því ég botna hvorki upp né niður í þessari sturluðu umræðu.Höfundur er húsmóðir í Laugardalnum og viðskiptafræðingur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun