Fram valtaði yfir ÍBV í annarri umferð Olísdeildar kvenna í dag.
Það gekk illa hjá Eyjakonum að skora í Safamýrinni í dag en eftir fyrsta skotið, sem Sunna Jónsdóttir gerði á þriðju mínútu leiksins, skoraði ÍBV ekki fyrr en á 15. mínútu.
Á meðan skoraði Fram níu mörk og heimakonur því komnar í þægilega stöðu.
Eyjakonur náðu aðeins að auka í markaskorunina en það dugði þó lítið til og var staðan 17-7 í hálfleik.
Seinni hálfleikur varð því aðeins formsatriði, var munurinn í kringum tíu mörk lengst af. Framarar sigldu hægt og rólega stærra fram úr þegar leið á hálfleikinn og lauk leiknum með fimmtán marka sigri Fram, 32-17.
Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í liði Fram með 7 mörk. Steinunn Björnsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir skoruðu fimm hvor. Hjá ÍBV voru Ásta Björt Júlíusdóttir og Ksenija Dzaferovic markahæstar með fjögur mörk hvor.
Fimmtán marka sigur Fram
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti

Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn


Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn


„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“
Íslenski boltinn