Sameinumst fyrir framtíðina Sigrún Jónsdóttir skrifar 19. september 2019 08:02 Greta Thunberg hefur mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum í 56 vikur. Frá því hún byrjaði einsömul með skilti í hönd fyrir framan sænska þingið hefur alþjóðleg alda ungs fólks slegist með henni í lið og mótmælt. Börnin hafa löngu áttað sig á alvarleikanum sem stafar af loftslagsvánni og eru áhyggjufull yfir því hvað framtíðin ber í skauti sér. Í stað þess að bera upp persónulegan vitnisburð um raunveruleika loftslagvánnar kýs Greta að vísa til skýrra skilaboða vísindanna. Þetta gerði hún nú síðast þegar hún stóð frammi fyrir kjörnum fulltrúum í bandaríska þinginu á þriðjudaginn: „I want you to unite behind the science. And then I want you to take real actions.” Þessi orð lét hún falla á þingi einnar valdamestu þjóðar heims. Þingi þar sem umræðan snýst enn ekki um hvernig skal bregðast við loftslagsvánni, heldur um hvort eigi að trúa tilvist hennar. Vísindin eru skýr og afdráttarlaus og orð Gretu segja allt sem segja þarf. Hér á Íslandi viljum við trúa því að umræðan er komin lengra. Að efasemdir um trúverðugleika málsins séu á bak og burt; Íslendingar trúa vísindunum. Eftir stendur spurningin um hvernig eigi að bregðast við. Aðgerða er þörf. Aðgerðir núna. Vegna þess að enn sem komið er þá eru farsæld, öryggi og stöðugleiki ekki orð sem er hægt að tengja við sjáanlega framtíð. Loftslagsverkföllin sækja innblástur sinn til Gretu. Hún hefur leitt hreyfinguna af miklum krafti og eldmóð sem sameinar börn og ungt fólk í baráttunni fyrir framtíð sinni. Næsta föstudag hefst alþjóðlegt verkfall fyrir loftslagið og er nú tími til kominn að fullorðna fólkið taki af skarið með okkur. Fyrir farsæla, örugga og stöðuga framtíð. Tökum höndum saman og fjölmennum á Allsherjarverkfall fyrir loftslagið klukkan 17:00 þann 20. september fyrir framan Hallgrímskirkju. Krefjumst öflugra aðgerða í loftslagsmálum, öll sem eitt.Höfundur er varaforseti Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). LÍS eru hluti af skipulagshóp loftslagsverkfallsins sem hafa skipulagt komandi Allsherjarverkfall fyrir loftslagið, ásamt Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Greta Thunberg hefur mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum í 56 vikur. Frá því hún byrjaði einsömul með skilti í hönd fyrir framan sænska þingið hefur alþjóðleg alda ungs fólks slegist með henni í lið og mótmælt. Börnin hafa löngu áttað sig á alvarleikanum sem stafar af loftslagsvánni og eru áhyggjufull yfir því hvað framtíðin ber í skauti sér. Í stað þess að bera upp persónulegan vitnisburð um raunveruleika loftslagvánnar kýs Greta að vísa til skýrra skilaboða vísindanna. Þetta gerði hún nú síðast þegar hún stóð frammi fyrir kjörnum fulltrúum í bandaríska þinginu á þriðjudaginn: „I want you to unite behind the science. And then I want you to take real actions.” Þessi orð lét hún falla á þingi einnar valdamestu þjóðar heims. Þingi þar sem umræðan snýst enn ekki um hvernig skal bregðast við loftslagsvánni, heldur um hvort eigi að trúa tilvist hennar. Vísindin eru skýr og afdráttarlaus og orð Gretu segja allt sem segja þarf. Hér á Íslandi viljum við trúa því að umræðan er komin lengra. Að efasemdir um trúverðugleika málsins séu á bak og burt; Íslendingar trúa vísindunum. Eftir stendur spurningin um hvernig eigi að bregðast við. Aðgerða er þörf. Aðgerðir núna. Vegna þess að enn sem komið er þá eru farsæld, öryggi og stöðugleiki ekki orð sem er hægt að tengja við sjáanlega framtíð. Loftslagsverkföllin sækja innblástur sinn til Gretu. Hún hefur leitt hreyfinguna af miklum krafti og eldmóð sem sameinar börn og ungt fólk í baráttunni fyrir framtíð sinni. Næsta föstudag hefst alþjóðlegt verkfall fyrir loftslagið og er nú tími til kominn að fullorðna fólkið taki af skarið með okkur. Fyrir farsæla, örugga og stöðuga framtíð. Tökum höndum saman og fjölmennum á Allsherjarverkfall fyrir loftslagið klukkan 17:00 þann 20. september fyrir framan Hallgrímskirkju. Krefjumst öflugra aðgerða í loftslagsmálum, öll sem eitt.Höfundur er varaforseti Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). LÍS eru hluti af skipulagshóp loftslagsverkfallsins sem hafa skipulagt komandi Allsherjarverkfall fyrir loftslagið, ásamt Landvernd.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar