Gömlu félagar Arons töpuðu grannaslagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik dagsins.
Úr leik dagsins. vísir/getty
Bristol City vann 1-0 sigur á Cardiff City er liðin mættust í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag. Leikið var í Wales.

Þrátt fyrir að önnur borgin sé í Wales en hin í Englandi er ekki langt á milli og því talað um grannaslag Wales og Englands er liðin mætast.

Markalaust var í hálfleik en fyrsta og eina mark leiksins kom á 67. mínútu er Bristol komst yfir. Markið skoraði Josh Brownhill með þrumuskoti af löngu færi. Lokatölur 1-0.Fyrrum félagar Arons Einars Gunnarssonar í Cardiff eru í 14. sæti deildarinnar en Bristol City er í 6. sæti deildarinnar efir sigurinn.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.