Fleiri starfsmönnum sagt upp hjá Fríhöfninni Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2019 14:56 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Jói K. Fleiri starfsmönnum verður sagt upp hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli vegna vandræða íslensku flugfélaganna. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar við fréttastofu. Þegar hefur sex starfsmönnum verið sagt upp hjá Fríhöfninni vegna gjaldþrots WOW air. „Fríhöfnin sagði upp 6 starfsmönnum fyrir síðustu mánuði og því miður er staðan þannig að nauðsynlegt er að fækka starfsfólki enn frekar,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í dag.Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli.Vísir/GVAHún segir málið á viðkvæmu stigi og ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Þannig fáist ekki staðfest hversu mörgum til viðbótar verði sagt upp. Þorgerður tekur þó fram að ekki sé um hópuppsögn að ræða. Uppsagnirnar megi rekja til gjaldþrots flugfélagsins WOW air og Max-vandræða Icelandair. „Gjaldþrot WOW og kyrrsetning Max véla hefur töluverð áhrif á sætaframboð til og frá Íslandi og þar af leiðandi á fjölda farþega sem fara um flugstöðina. Önnur flugfélög virðast ekki vera að bæta við ferðum að neinu ráði, amk ekki næstu mánuðina,“ segir í svari Þorgerðar. Um 200 manns starfa hjá Fríhöfninni en Þorgerður sagði í samtali við Vísi í mars að koma þyrfti í ljós hvort grípa þyrfti til frekari uppsagna. Mörg fyrirtæki, einkum í ferðaþjónustu, sögðu upp starfsfólki eftir að WOW air varð gjaldþrota. Með þeim 900 starfsmönnum WOW sem misstu vinnuna urðu 1500 manns atvinnulausir á fáeinum sólarhringum í kringum gjaldþrotið. Icelandair Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða þúsund störf laus fyrstu þrjá mánuði ársins Um 1,5% starfa á íslenskum vinnumarkaði voru laus á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 8. apríl 2019 09:32 Rúmlega 470 misstu vinnuna í hópuppsögnum í mars Uppsagnir hjá Wow air og aðrar uppsagnir vegna gjaldþrota eru þó ekki í þessum hópuppsögnum. 2. apríl 2019 13:09 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Fleiri starfsmönnum verður sagt upp hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli vegna vandræða íslensku flugfélaganna. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar við fréttastofu. Þegar hefur sex starfsmönnum verið sagt upp hjá Fríhöfninni vegna gjaldþrots WOW air. „Fríhöfnin sagði upp 6 starfsmönnum fyrir síðustu mánuði og því miður er staðan þannig að nauðsynlegt er að fækka starfsfólki enn frekar,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í dag.Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli.Vísir/GVAHún segir málið á viðkvæmu stigi og ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Þannig fáist ekki staðfest hversu mörgum til viðbótar verði sagt upp. Þorgerður tekur þó fram að ekki sé um hópuppsögn að ræða. Uppsagnirnar megi rekja til gjaldþrots flugfélagsins WOW air og Max-vandræða Icelandair. „Gjaldþrot WOW og kyrrsetning Max véla hefur töluverð áhrif á sætaframboð til og frá Íslandi og þar af leiðandi á fjölda farþega sem fara um flugstöðina. Önnur flugfélög virðast ekki vera að bæta við ferðum að neinu ráði, amk ekki næstu mánuðina,“ segir í svari Þorgerðar. Um 200 manns starfa hjá Fríhöfninni en Þorgerður sagði í samtali við Vísi í mars að koma þyrfti í ljós hvort grípa þyrfti til frekari uppsagna. Mörg fyrirtæki, einkum í ferðaþjónustu, sögðu upp starfsfólki eftir að WOW air varð gjaldþrota. Með þeim 900 starfsmönnum WOW sem misstu vinnuna urðu 1500 manns atvinnulausir á fáeinum sólarhringum í kringum gjaldþrotið.
Icelandair Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða þúsund störf laus fyrstu þrjá mánuði ársins Um 1,5% starfa á íslenskum vinnumarkaði voru laus á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 8. apríl 2019 09:32 Rúmlega 470 misstu vinnuna í hópuppsögnum í mars Uppsagnir hjá Wow air og aðrar uppsagnir vegna gjaldþrota eru þó ekki í þessum hópuppsögnum. 2. apríl 2019 13:09 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Á fjórða þúsund störf laus fyrstu þrjá mánuði ársins Um 1,5% starfa á íslenskum vinnumarkaði voru laus á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 8. apríl 2019 09:32
Rúmlega 470 misstu vinnuna í hópuppsögnum í mars Uppsagnir hjá Wow air og aðrar uppsagnir vegna gjaldþrota eru þó ekki í þessum hópuppsögnum. 2. apríl 2019 13:09
Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40