Fleiri starfsmönnum sagt upp hjá Fríhöfninni Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2019 14:56 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Jói K. Fleiri starfsmönnum verður sagt upp hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli vegna vandræða íslensku flugfélaganna. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar við fréttastofu. Þegar hefur sex starfsmönnum verið sagt upp hjá Fríhöfninni vegna gjaldþrots WOW air. „Fríhöfnin sagði upp 6 starfsmönnum fyrir síðustu mánuði og því miður er staðan þannig að nauðsynlegt er að fækka starfsfólki enn frekar,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í dag.Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli.Vísir/GVAHún segir málið á viðkvæmu stigi og ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Þannig fáist ekki staðfest hversu mörgum til viðbótar verði sagt upp. Þorgerður tekur þó fram að ekki sé um hópuppsögn að ræða. Uppsagnirnar megi rekja til gjaldþrots flugfélagsins WOW air og Max-vandræða Icelandair. „Gjaldþrot WOW og kyrrsetning Max véla hefur töluverð áhrif á sætaframboð til og frá Íslandi og þar af leiðandi á fjölda farþega sem fara um flugstöðina. Önnur flugfélög virðast ekki vera að bæta við ferðum að neinu ráði, amk ekki næstu mánuðina,“ segir í svari Þorgerðar. Um 200 manns starfa hjá Fríhöfninni en Þorgerður sagði í samtali við Vísi í mars að koma þyrfti í ljós hvort grípa þyrfti til frekari uppsagna. Mörg fyrirtæki, einkum í ferðaþjónustu, sögðu upp starfsfólki eftir að WOW air varð gjaldþrota. Með þeim 900 starfsmönnum WOW sem misstu vinnuna urðu 1500 manns atvinnulausir á fáeinum sólarhringum í kringum gjaldþrotið. Icelandair Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða þúsund störf laus fyrstu þrjá mánuði ársins Um 1,5% starfa á íslenskum vinnumarkaði voru laus á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 8. apríl 2019 09:32 Rúmlega 470 misstu vinnuna í hópuppsögnum í mars Uppsagnir hjá Wow air og aðrar uppsagnir vegna gjaldþrota eru þó ekki í þessum hópuppsögnum. 2. apríl 2019 13:09 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira
Fleiri starfsmönnum verður sagt upp hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli vegna vandræða íslensku flugfélaganna. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar við fréttastofu. Þegar hefur sex starfsmönnum verið sagt upp hjá Fríhöfninni vegna gjaldþrots WOW air. „Fríhöfnin sagði upp 6 starfsmönnum fyrir síðustu mánuði og því miður er staðan þannig að nauðsynlegt er að fækka starfsfólki enn frekar,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í dag.Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli.Vísir/GVAHún segir málið á viðkvæmu stigi og ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Þannig fáist ekki staðfest hversu mörgum til viðbótar verði sagt upp. Þorgerður tekur þó fram að ekki sé um hópuppsögn að ræða. Uppsagnirnar megi rekja til gjaldþrots flugfélagsins WOW air og Max-vandræða Icelandair. „Gjaldþrot WOW og kyrrsetning Max véla hefur töluverð áhrif á sætaframboð til og frá Íslandi og þar af leiðandi á fjölda farþega sem fara um flugstöðina. Önnur flugfélög virðast ekki vera að bæta við ferðum að neinu ráði, amk ekki næstu mánuðina,“ segir í svari Þorgerðar. Um 200 manns starfa hjá Fríhöfninni en Þorgerður sagði í samtali við Vísi í mars að koma þyrfti í ljós hvort grípa þyrfti til frekari uppsagna. Mörg fyrirtæki, einkum í ferðaþjónustu, sögðu upp starfsfólki eftir að WOW air varð gjaldþrota. Með þeim 900 starfsmönnum WOW sem misstu vinnuna urðu 1500 manns atvinnulausir á fáeinum sólarhringum í kringum gjaldþrotið.
Icelandair Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða þúsund störf laus fyrstu þrjá mánuði ársins Um 1,5% starfa á íslenskum vinnumarkaði voru laus á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 8. apríl 2019 09:32 Rúmlega 470 misstu vinnuna í hópuppsögnum í mars Uppsagnir hjá Wow air og aðrar uppsagnir vegna gjaldþrota eru þó ekki í þessum hópuppsögnum. 2. apríl 2019 13:09 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira
Á fjórða þúsund störf laus fyrstu þrjá mánuði ársins Um 1,5% starfa á íslenskum vinnumarkaði voru laus á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 8. apríl 2019 09:32
Rúmlega 470 misstu vinnuna í hópuppsögnum í mars Uppsagnir hjá Wow air og aðrar uppsagnir vegna gjaldþrota eru þó ekki í þessum hópuppsögnum. 2. apríl 2019 13:09
Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40