Nýsköpunar- og frumkvöðlastarf innan Háskóla Íslands Isabel Alejandra Díaz og Þórhildur Hlín Oddgeirsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 09:00 Nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi gerir ungu fólki kleift að spreyta sig á raunverulegum verkefnum og að öðlast reynslu á þeim sviðum. Í verkefnum á borð við þau sem boðið er upp á á vegum Stúdentaráðs Háskóla Íslands eiga sér stað samskipti og tengslamyndun fólks úr ólíkum áttum. Tækifæri eru til að læra af hvort öðru og veita stúdentum stökkpall út í atvinnulífið þannig að stúdentar verði betur undirbúnir fyrir áskoranir nýs samfélags utan veggja skólans. Slíkt ráðrúm er ótrúlega verðmætt. Í háskólanum er starfandi nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd undir Stúdentaráði, stofnuð af Icelandic Startup, og er meginhlutverk hennar að efla nýsköpunar- og frumkvöðlastarf meðal stúdenta Háskóla Íslands. Fyrir tveimur árum tók nefndin í fyrsta skipti þátt í verkefnastjórn Gulleggsins sem Icelandic Startup hefur staðið fyrir síðan 2009. Gulleggið er keppni sem hefur það markmið að gefa ungum frumkvöðlum vettvang til þess að þróa eigin hugmyndir, öðlast reynslu og þekkingar í viðskiptum og fyrirtækjarekstri. Í ár voru veitt sérverðlaun í fjórum flokkum: sjálfbærni og grænum lausnum, heilsu og heilbrigði, vöru og stafrænum lausnum. Eins og fyrri ár var boðið upp á námskeið og ráðgjöf frá sérfræðingum úr atvinnulífinu og þar með mættust einstaklingar sem ekki þekktu hvorn annan til að vinna að sameiginlegu markmiði. Rými til sköpunar er mikilvægur þáttur sem á við í hvaða námi sem er og því er mikilvægt að frekara samstarf við t.d. Icelandic Startup og FabLab myndi ýta undir frumkvöðlastarf í skólanum. Við nemendur og starfsfólk háskólans erum svo ótrúlega heppin að hafa sérfræðinga á sínu sviði í kringum okkur alla daga sem eru tilbúnir að hjálpa og við ættum að nýta okkur það. Á háskólasvæðinu er nú verið að byggja vísindagarða sem gætu verið partur af þeirri þróun. Sama starfsár og Gulleggið kom inn á borð nýsköpunar- og frumkvöðlanefndar var Student Talks einnig haldið í fyrsta skipti hérlendis í samstarfi við nefndina. Eins og nafnið gefur til kynna er það vettvangur í líkingu við Ted Talks sem gefur ungum háskólanemum tækifæri til þess að koma fram og miðla reynslu sinni til fleiri háskólanema. Student Talks eru samtök sem eiga höfuðstöðvar í Danmörku og eru stofnuð að frumkvæði nemenda í Copenhagen Business School. Það er haldið í þeirri von að hvetja nemendur til þess að hrinda sínum eigin hugmyndum í framkvæmd og hafa þar með áhrif á nærsamfélagið og heiminn í heild sinni á jákvæðan hátt. Fyrsta árið var yfirskrift ráðstefnunnar „Women Take the Lead“ sem snerist um konur í leiðtogastöðum og héldu þrjár ungar og upprennandi konur örfyrirlestra. Okkar eigin Elísabet Brynjarsdóttir og Ragna Sigurðardóttir, Röskvuliðar og fyrrverandi forsetar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, komu báðar fram og deildu með áhorfendum sínar upplifanir og árangri í m.a. stjórnmálum, félagsstörfum og baráttu sinni fyrir betri úrræðum í geðheilbrigðisþjónustu. Í ár var yfirskriftin „Averting the Global Warming Crisis’“ og voru fjórir örfyrirlestrar um umhverfismálefni sem sneru að því hvað við sem einstaklingar gætum gert til þess að sporna gegn stærsta vandamáli okkar tíma. Rebekka Karlsdóttir, forseti Röskvu, var einn gestafyrirlesarinn og fjallaði hún um neyslu einstaklingsins og ruslið sem honum fylgir. Annar fyrirlestur var upp úr BA ritgerð annars fyrirlesara, Rakelar Guðmundsdóttur, sem fjallaði um umhverfisstjórnmál með áherslu á áhrif neysluhegðunar á umhverfið. Þykir okkur það mjög gott dæmi um hvernig hægt er að nýta þekkingu okkar úr náminu í að greina eða fjalla um ýmis brýn málefni. Ef við tökum einmitt umhverfis- og samgöngumál sem dæmi þá felast tugir möguleika í að rannsaka hættuástandið út frá mörgum og jafnvel ófyrirsjáanleg sjónarhornum til vitundarvakningar og ekki síst til þess að sporna þar með gegn þeim hættum sem munu og geta orðið. Á undanförnum árum hefur nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd einnig sótt nýsköpunarráðstefnuna Slush í Helsinki þar sem gestir rúma á við 17.500 manns. Um er að ræða fólk alls staðar að með fjölbreyttan og sérhæfðan bakgrunn. Þess má geta að Slush er einmitt ráðstefna rekin af stúdentum, nánar tiltekið Startup Sauna. Tengslanetið sem myndast þar, sem og í t.d. Student Talks, er lykillinn fyrir unga frumkvöðla að bættu samstarfi í frumkvöðla- og nýsköpunarheiminum. Þátttakendur þessa heims er fólk sem er með lausnir við vandamálum og þekkingu sem nýtist í að koma þeim lausnum áfram. Það er ljóst að stúdentadrifin verkefni geta veitt jafn dýrmæta reynslu og námið sjálft sem nýtist í atvinnulífi. Isabel Alejandra Díaz, fulltrúi í málefnanefnd Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði Þórhildur Hlín Oddgeirsdóttir, Röskvuliði og nefndarmeðlimur nýsköpunar- og frumkvöðlanefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Skóla - og menntamál Isabel Alejandra Díaz Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Sjá meira
Nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi gerir ungu fólki kleift að spreyta sig á raunverulegum verkefnum og að öðlast reynslu á þeim sviðum. Í verkefnum á borð við þau sem boðið er upp á á vegum Stúdentaráðs Háskóla Íslands eiga sér stað samskipti og tengslamyndun fólks úr ólíkum áttum. Tækifæri eru til að læra af hvort öðru og veita stúdentum stökkpall út í atvinnulífið þannig að stúdentar verði betur undirbúnir fyrir áskoranir nýs samfélags utan veggja skólans. Slíkt ráðrúm er ótrúlega verðmætt. Í háskólanum er starfandi nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd undir Stúdentaráði, stofnuð af Icelandic Startup, og er meginhlutverk hennar að efla nýsköpunar- og frumkvöðlastarf meðal stúdenta Háskóla Íslands. Fyrir tveimur árum tók nefndin í fyrsta skipti þátt í verkefnastjórn Gulleggsins sem Icelandic Startup hefur staðið fyrir síðan 2009. Gulleggið er keppni sem hefur það markmið að gefa ungum frumkvöðlum vettvang til þess að þróa eigin hugmyndir, öðlast reynslu og þekkingar í viðskiptum og fyrirtækjarekstri. Í ár voru veitt sérverðlaun í fjórum flokkum: sjálfbærni og grænum lausnum, heilsu og heilbrigði, vöru og stafrænum lausnum. Eins og fyrri ár var boðið upp á námskeið og ráðgjöf frá sérfræðingum úr atvinnulífinu og þar með mættust einstaklingar sem ekki þekktu hvorn annan til að vinna að sameiginlegu markmiði. Rými til sköpunar er mikilvægur þáttur sem á við í hvaða námi sem er og því er mikilvægt að frekara samstarf við t.d. Icelandic Startup og FabLab myndi ýta undir frumkvöðlastarf í skólanum. Við nemendur og starfsfólk háskólans erum svo ótrúlega heppin að hafa sérfræðinga á sínu sviði í kringum okkur alla daga sem eru tilbúnir að hjálpa og við ættum að nýta okkur það. Á háskólasvæðinu er nú verið að byggja vísindagarða sem gætu verið partur af þeirri þróun. Sama starfsár og Gulleggið kom inn á borð nýsköpunar- og frumkvöðlanefndar var Student Talks einnig haldið í fyrsta skipti hérlendis í samstarfi við nefndina. Eins og nafnið gefur til kynna er það vettvangur í líkingu við Ted Talks sem gefur ungum háskólanemum tækifæri til þess að koma fram og miðla reynslu sinni til fleiri háskólanema. Student Talks eru samtök sem eiga höfuðstöðvar í Danmörku og eru stofnuð að frumkvæði nemenda í Copenhagen Business School. Það er haldið í þeirri von að hvetja nemendur til þess að hrinda sínum eigin hugmyndum í framkvæmd og hafa þar með áhrif á nærsamfélagið og heiminn í heild sinni á jákvæðan hátt. Fyrsta árið var yfirskrift ráðstefnunnar „Women Take the Lead“ sem snerist um konur í leiðtogastöðum og héldu þrjár ungar og upprennandi konur örfyrirlestra. Okkar eigin Elísabet Brynjarsdóttir og Ragna Sigurðardóttir, Röskvuliðar og fyrrverandi forsetar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, komu báðar fram og deildu með áhorfendum sínar upplifanir og árangri í m.a. stjórnmálum, félagsstörfum og baráttu sinni fyrir betri úrræðum í geðheilbrigðisþjónustu. Í ár var yfirskriftin „Averting the Global Warming Crisis’“ og voru fjórir örfyrirlestrar um umhverfismálefni sem sneru að því hvað við sem einstaklingar gætum gert til þess að sporna gegn stærsta vandamáli okkar tíma. Rebekka Karlsdóttir, forseti Röskvu, var einn gestafyrirlesarinn og fjallaði hún um neyslu einstaklingsins og ruslið sem honum fylgir. Annar fyrirlestur var upp úr BA ritgerð annars fyrirlesara, Rakelar Guðmundsdóttur, sem fjallaði um umhverfisstjórnmál með áherslu á áhrif neysluhegðunar á umhverfið. Þykir okkur það mjög gott dæmi um hvernig hægt er að nýta þekkingu okkar úr náminu í að greina eða fjalla um ýmis brýn málefni. Ef við tökum einmitt umhverfis- og samgöngumál sem dæmi þá felast tugir möguleika í að rannsaka hættuástandið út frá mörgum og jafnvel ófyrirsjáanleg sjónarhornum til vitundarvakningar og ekki síst til þess að sporna þar með gegn þeim hættum sem munu og geta orðið. Á undanförnum árum hefur nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd einnig sótt nýsköpunarráðstefnuna Slush í Helsinki þar sem gestir rúma á við 17.500 manns. Um er að ræða fólk alls staðar að með fjölbreyttan og sérhæfðan bakgrunn. Þess má geta að Slush er einmitt ráðstefna rekin af stúdentum, nánar tiltekið Startup Sauna. Tengslanetið sem myndast þar, sem og í t.d. Student Talks, er lykillinn fyrir unga frumkvöðla að bættu samstarfi í frumkvöðla- og nýsköpunarheiminum. Þátttakendur þessa heims er fólk sem er með lausnir við vandamálum og þekkingu sem nýtist í að koma þeim lausnum áfram. Það er ljóst að stúdentadrifin verkefni geta veitt jafn dýrmæta reynslu og námið sjálft sem nýtist í atvinnulífi. Isabel Alejandra Díaz, fulltrúi í málefnanefnd Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði Þórhildur Hlín Oddgeirsdóttir, Röskvuliði og nefndarmeðlimur nýsköpunar- og frumkvöðlanefndar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar