Hamilton: Erfiðasta keppnin á ferlinum Bragi Þórðarson skrifar 27. maí 2019 22:00 Hörkuslagur var um fyrsta sætið í Mónakó milli Lewis Hamilton og Max Verstappen. Getty Sjötta umferðin í Formúlu 1 fór fram á sögufrægum götum Mónakó um helgina. Kappaksturinn var æsispennandi frá fyrsta hring til hins síðasta. Fimmfaldi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, kom fyrstur í mark á sínum Mercedes eftir að hafa ræst á ráspól. Mercedes liðið gerði þó mistök er Hamilton kom inn á þjónustusvæðið á 11. hring er öryggisbíllinn var kallaður út. Þá setti liðið meðalhörðu dekkin undir bíl Hamilton á meðan að flestir aðrir settu hörðu dekkin undir. ,,Þessi dekk eru búin, það þarf kraftaverk til ef við ætlum okkur að vinna’’ sagði Lewis í talstöðinni til liðsins þegar um 20 hringir voru eftir. Max Verstappen sótti að Hamilton stanslaust síðustu 50 hringi kappakstursins. Bretinn vissi þó vel að erfitt er að taka framúr á þröngum götum Mónakó. Verstappen reyndi þó allt hvað hann gat, sem endaði með að bílarnir skullu saman þegar aðeins tveir hringir voru eftir. Sem betur fer urðu engar skemmdir á bílunum, en Verstappen þurfti þó að sætta sig við annað sætið. Hollendingurinn endaði þó fjórði eftir að hafa verið refsað um fimm sekúndur. Refsingin var fyrir glæfraakstur á þjónustusvæðinu er Max keyrði á Mercedes bíl Valtteri Bottas. Lewis Hamilton tileinkaði Niki Lauda sigurinnGettyMinnst var Niki Lauda um helgina,,Þessi sigur var fyrir Niki’’ sagði Hamilton eftir keppnina. ,,Hann hafði mikil áhrif á minn feril og þetta lið, aðal markmið mitt í dag var að gera hann stoltann’’. Hamilton keppti með rauðan hjálm á sunnudaginn í minningu Niki Lauda, sem lést á mánudaginn. Þá voru einnig öryggishlífar Mercedes bílanna málaðar rauðar til að minna á frægu rauðu derhúfuna sem Lauda var ávalt með. Sebastian Vettel kom annar í mark á sínum Ferrari og liðsfélagi Lewis, Valtteri Bottas, varð að sætta sig við þriðja sætið. Þetta var því í fyrsta skiptið á árinu sem að Mercedes ökuþórarnir enda ekki í fyrsta og öðru sæti. Úrslitin þýða að Hamilton eykur forskot sitt á toppi heimsmeistaramótsins í 17 stig. Liðsfélagi Vettel hjá Ferrari, Charles Leclerc, vill sennilega gleyma þessari helgi sem fyrst. Heimamaðurinn ræsti sexdándi eftir mistök Ferrari liðsins í tímatökum. Leclerc varð frá að hverfa á 15. hring eftir að hafa skemmd bíl sinn í árekstri. Næsta keppni fer fram í Kanada eftir tvær vikur. Hamilton hugsar sér gott til glóðarinnar því hann hefur alls unnið sex sinnum á Montreal brautinni. Formúla Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Sjötta umferðin í Formúlu 1 fór fram á sögufrægum götum Mónakó um helgina. Kappaksturinn var æsispennandi frá fyrsta hring til hins síðasta. Fimmfaldi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, kom fyrstur í mark á sínum Mercedes eftir að hafa ræst á ráspól. Mercedes liðið gerði þó mistök er Hamilton kom inn á þjónustusvæðið á 11. hring er öryggisbíllinn var kallaður út. Þá setti liðið meðalhörðu dekkin undir bíl Hamilton á meðan að flestir aðrir settu hörðu dekkin undir. ,,Þessi dekk eru búin, það þarf kraftaverk til ef við ætlum okkur að vinna’’ sagði Lewis í talstöðinni til liðsins þegar um 20 hringir voru eftir. Max Verstappen sótti að Hamilton stanslaust síðustu 50 hringi kappakstursins. Bretinn vissi þó vel að erfitt er að taka framúr á þröngum götum Mónakó. Verstappen reyndi þó allt hvað hann gat, sem endaði með að bílarnir skullu saman þegar aðeins tveir hringir voru eftir. Sem betur fer urðu engar skemmdir á bílunum, en Verstappen þurfti þó að sætta sig við annað sætið. Hollendingurinn endaði þó fjórði eftir að hafa verið refsað um fimm sekúndur. Refsingin var fyrir glæfraakstur á þjónustusvæðinu er Max keyrði á Mercedes bíl Valtteri Bottas. Lewis Hamilton tileinkaði Niki Lauda sigurinnGettyMinnst var Niki Lauda um helgina,,Þessi sigur var fyrir Niki’’ sagði Hamilton eftir keppnina. ,,Hann hafði mikil áhrif á minn feril og þetta lið, aðal markmið mitt í dag var að gera hann stoltann’’. Hamilton keppti með rauðan hjálm á sunnudaginn í minningu Niki Lauda, sem lést á mánudaginn. Þá voru einnig öryggishlífar Mercedes bílanna málaðar rauðar til að minna á frægu rauðu derhúfuna sem Lauda var ávalt með. Sebastian Vettel kom annar í mark á sínum Ferrari og liðsfélagi Lewis, Valtteri Bottas, varð að sætta sig við þriðja sætið. Þetta var því í fyrsta skiptið á árinu sem að Mercedes ökuþórarnir enda ekki í fyrsta og öðru sæti. Úrslitin þýða að Hamilton eykur forskot sitt á toppi heimsmeistaramótsins í 17 stig. Liðsfélagi Vettel hjá Ferrari, Charles Leclerc, vill sennilega gleyma þessari helgi sem fyrst. Heimamaðurinn ræsti sexdándi eftir mistök Ferrari liðsins í tímatökum. Leclerc varð frá að hverfa á 15. hring eftir að hafa skemmd bíl sinn í árekstri. Næsta keppni fer fram í Kanada eftir tvær vikur. Hamilton hugsar sér gott til glóðarinnar því hann hefur alls unnið sex sinnum á Montreal brautinni.
Formúla Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira