Viðskipti innlent

900 starfs­menn Net­flix í skemmti­ferð til Ís­lands

Sylvía Hall skrifar
Samkvæmt heimildum fréttastofu er um hvataferð að ræða.
Samkvæmt heimildum fréttastofu er um hvataferð að ræða. Vísir/Getty
Um níu hundruð starfsmenn streymisveitunnar Netflix verða hér á landi í vikunni og um næstu helgi. Í hópnum eru einnig stjórnendur fyrirtækisins og verður engu til sparað í ferðinni.Samkvæmt heimildum fréttastofu er um hvataferð að ræða og verður meðal annars farið um hálendi Íslands og hefur fjöldinn allur af jeppum verið leigðir fyrir hópinn. True North sér um skipulagningu viðburða fyrir hópinn.Netflix varð aðgengilegt hér á landi í ársbyrjun árið 2016. Áður höfðu margir Íslendingar farið ýmsar krókaleiðir til þess að nýta þjónustuna en það er óhætt að segja að streymisveitan hafi slegið í gegn hér á landi og eru fjölmargir Íslendingar áskrifendur.Margir vinsælustu þættir Netflix hafa verið teknir upp hér á landi, til að mynda þættirnir Lost in Space og Sense 8. Þá var einn þáttur í fjórðu þáttaröð hinna geysivinsælu Black Mirror þátta tekinn upp að fullu hér á landi og vakti það athygli þegar kvikmyndagerðarmennirnir leituðu til Alþingis eftir aðstoð þegar sena við Ráðhús Reykjavíkur var tekin upp.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.