Endalok hárra innlánsvaxta Skúli Hrafn Harðarson skrifar 2. október 2019 08:00 Undanfarin ár hafa verið fordæmalaus á íslenskum fjármálamarkaði. Í kjölfar falls bankakerfisins voru sett á höft sem lokuðu bæði sparifé landsmanna og hundruð milljarða af aflandskrónum inni í hagkerfinu og skekktu þar með verðlagningu á einstökum flokkum verðbréfa. Á haftatímabilinu rak hver búhnykkurinn annan og þar af vó vaxandi ferðaþjónusta líklega þyngst og bætti viðskiptakjör þjóðarbúsins hratt. Niðurgreiðsla ríkisskulda og risavaxinn gjaldeyrisvaraforði styrktu grunnstoðir hagkerfisins og áttu stóran þátt í að styrkja krónuna og draga úr sveiflum á gjaldeyrismarkaði. Gríðarmiklar kjarasamningshækkanir skiluðu sér því beint í vasa launþega sem aukinn kaupmáttur í stað þess að gufa upp í verðbólgu. Sparnaðarstig almennings hefur enn fremur farið stigvaxandi á síðustu misserum. Þrátt fyrir minnkandi hagvöxt helst viðskiptajöfnuður jákvæður sem að hluta útskýrist af breyttri neysluhegðun almennings. Rykið hefur hins vegar verið lengi að setjast á verðbréfamörkuðum eftir afnám hafta, og nettó útflæði erlendra fjárfesta hefur verið meira en almennt var búist við, hvort sem um ræðir aflandskrónueigendur eða erlenda spákaupmenn sem fjárfestu á Íslandi áður en útflæðishöft voru afnumin. Lífeyrissjóðir hafa hækkað hlutfall sitt í erlendum fjárfestingum hratt og fyrir vikið verið óvirkari en ella á innlendum markaði, sem skilar sér í minnkandi veltu og auknum verðsveiflum. Núverandi niðursveifla sem orsakast helst af samdrætti í ferðaþjónustu hefur aukið svartsýni og ýkt sveiflur á hlutabréfamarkaði. Verðbréfamarkaðurinn er mikil tilfinningavera og fer undantekningarlítið fram úr sér, hvort sem er í lækkunum eða hækkunum, sem endurspeglar líklega óskilvirkni markaðarins. Slíkar hreyfingar geta búið til tækifæri fyrir þá sem fara á móti straumnum, en almennt er talið að rétti tíminn til að fjárfesta í hlutabréfum sé í niðursveiflu, áður en uppsveiflan hefst að nýju. Verðmöt greiningaraðila benda enn fremur til þess að búið sé að verðleggja samdráttinn inn í flest félög kauphallarinnar og vegur þá þungt lægri ávöxtunarkrafa. Styrkur og trúverðugleiki þjóðarbúsins hefur aldrei verið meiri til að takast á við samdrátt. Vopnabúr Seðlabanka Íslands er sneisafullt, en auk mikils svigrúms til vaxtalækkana getur bankinn m.a. lækkað bindiskyldu, hætt við hagvaxtarauka bankanna og aukið peningamagn í umferð. Staða Íslands í þessu tilliti er ólíkt betri en annarra nágrannaríkja sem mörg hver eru þegar komin með vexti langleiðina niður í núll prósent og hafa auk þess beitt gríðarlegum magnbundnum íhlutunum (e. quantitative easing). Hlutfallslega sterkari staða Íslands hefur dregið úr áhættuálagi ríkisskulda gagnvart öðrum löndum og skýrir það að hluta aukið svigrúm til vaxtalækkana. Það sem hins vegar fær ekki mikla athygli í umbreytingu hagkerfisins eru hríðfallandi innlánsvextir sparifjáreigenda. Hávaxtaumhverfi síðustu áratuga, auk áhættufælni sem skapaðist við hrunið, hefur leitt til gríðarmikils innlánsvaxtar. Innlánsstaða heimila er nú í sögulegu hámarki, um 900 milljarðar, og hefur nánast tvöfaldast frá árinu 2007. Afleiðingin er of einsleit eignasöfn sem geta setið föst í lélegri ávöxtun fram á veginn. Umræðan um lækkandi ávöxtun innlána hefur ekki enn náð flugi þar sem sparifjáreigendur skortir framsýni og horfa gjarnan á ávöxtun aftur í tímann. Hins vegar er líklegt að á næstu misserum muni sparnaður í sívaxandi mæli færast yfir í aðra fjárfestingarkosti, svo sem hlutabréf og fasteignavarin skuldabréf sem eru enn hlutfallslega lágt verðlögð. Þá er hætt við hröðum viðsnúningi. Ef litið er út fyrir landsteinana má sjá sambærilega þróun og hér mun fyrirsjáanlega raungerast, hvort sem litið er til Evrópu eða til Bandaríkjanna. Ungverjaland hefur t.a.m. sjálfstæðan gjaldmiðil og hefur rekið hávaxtastefnu líkt og Ísland. Þar hefur hagvöxtur minnkað eins og annars staðar í Evrópu, sem hefur skilað sér í hratt lækkandi vöxtum, en á sama tíma hefur hlutabréfamarkaðurinn farið sífellt hækkandi. Sú hækkun virðist að miklu leyti drifin áfram af endurskoðun eignasafna, auk lægri fjármögnunarkostnaðar fyrirtækja. Af framansögðu tel ég líklegt að hlutabréfamarkaðurinn muni taka við sér á næstu misserum og að árið 2020 geti orðið gjöfulla þeim sem huga að eigna- og áhættudreifingu fyrr en síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Skúli Hrafn Harðarson Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun Skoðun Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa verið fordæmalaus á íslenskum fjármálamarkaði. Í kjölfar falls bankakerfisins voru sett á höft sem lokuðu bæði sparifé landsmanna og hundruð milljarða af aflandskrónum inni í hagkerfinu og skekktu þar með verðlagningu á einstökum flokkum verðbréfa. Á haftatímabilinu rak hver búhnykkurinn annan og þar af vó vaxandi ferðaþjónusta líklega þyngst og bætti viðskiptakjör þjóðarbúsins hratt. Niðurgreiðsla ríkisskulda og risavaxinn gjaldeyrisvaraforði styrktu grunnstoðir hagkerfisins og áttu stóran þátt í að styrkja krónuna og draga úr sveiflum á gjaldeyrismarkaði. Gríðarmiklar kjarasamningshækkanir skiluðu sér því beint í vasa launþega sem aukinn kaupmáttur í stað þess að gufa upp í verðbólgu. Sparnaðarstig almennings hefur enn fremur farið stigvaxandi á síðustu misserum. Þrátt fyrir minnkandi hagvöxt helst viðskiptajöfnuður jákvæður sem að hluta útskýrist af breyttri neysluhegðun almennings. Rykið hefur hins vegar verið lengi að setjast á verðbréfamörkuðum eftir afnám hafta, og nettó útflæði erlendra fjárfesta hefur verið meira en almennt var búist við, hvort sem um ræðir aflandskrónueigendur eða erlenda spákaupmenn sem fjárfestu á Íslandi áður en útflæðishöft voru afnumin. Lífeyrissjóðir hafa hækkað hlutfall sitt í erlendum fjárfestingum hratt og fyrir vikið verið óvirkari en ella á innlendum markaði, sem skilar sér í minnkandi veltu og auknum verðsveiflum. Núverandi niðursveifla sem orsakast helst af samdrætti í ferðaþjónustu hefur aukið svartsýni og ýkt sveiflur á hlutabréfamarkaði. Verðbréfamarkaðurinn er mikil tilfinningavera og fer undantekningarlítið fram úr sér, hvort sem er í lækkunum eða hækkunum, sem endurspeglar líklega óskilvirkni markaðarins. Slíkar hreyfingar geta búið til tækifæri fyrir þá sem fara á móti straumnum, en almennt er talið að rétti tíminn til að fjárfesta í hlutabréfum sé í niðursveiflu, áður en uppsveiflan hefst að nýju. Verðmöt greiningaraðila benda enn fremur til þess að búið sé að verðleggja samdráttinn inn í flest félög kauphallarinnar og vegur þá þungt lægri ávöxtunarkrafa. Styrkur og trúverðugleiki þjóðarbúsins hefur aldrei verið meiri til að takast á við samdrátt. Vopnabúr Seðlabanka Íslands er sneisafullt, en auk mikils svigrúms til vaxtalækkana getur bankinn m.a. lækkað bindiskyldu, hætt við hagvaxtarauka bankanna og aukið peningamagn í umferð. Staða Íslands í þessu tilliti er ólíkt betri en annarra nágrannaríkja sem mörg hver eru þegar komin með vexti langleiðina niður í núll prósent og hafa auk þess beitt gríðarlegum magnbundnum íhlutunum (e. quantitative easing). Hlutfallslega sterkari staða Íslands hefur dregið úr áhættuálagi ríkisskulda gagnvart öðrum löndum og skýrir það að hluta aukið svigrúm til vaxtalækkana. Það sem hins vegar fær ekki mikla athygli í umbreytingu hagkerfisins eru hríðfallandi innlánsvextir sparifjáreigenda. Hávaxtaumhverfi síðustu áratuga, auk áhættufælni sem skapaðist við hrunið, hefur leitt til gríðarmikils innlánsvaxtar. Innlánsstaða heimila er nú í sögulegu hámarki, um 900 milljarðar, og hefur nánast tvöfaldast frá árinu 2007. Afleiðingin er of einsleit eignasöfn sem geta setið föst í lélegri ávöxtun fram á veginn. Umræðan um lækkandi ávöxtun innlána hefur ekki enn náð flugi þar sem sparifjáreigendur skortir framsýni og horfa gjarnan á ávöxtun aftur í tímann. Hins vegar er líklegt að á næstu misserum muni sparnaður í sívaxandi mæli færast yfir í aðra fjárfestingarkosti, svo sem hlutabréf og fasteignavarin skuldabréf sem eru enn hlutfallslega lágt verðlögð. Þá er hætt við hröðum viðsnúningi. Ef litið er út fyrir landsteinana má sjá sambærilega þróun og hér mun fyrirsjáanlega raungerast, hvort sem litið er til Evrópu eða til Bandaríkjanna. Ungverjaland hefur t.a.m. sjálfstæðan gjaldmiðil og hefur rekið hávaxtastefnu líkt og Ísland. Þar hefur hagvöxtur minnkað eins og annars staðar í Evrópu, sem hefur skilað sér í hratt lækkandi vöxtum, en á sama tíma hefur hlutabréfamarkaðurinn farið sífellt hækkandi. Sú hækkun virðist að miklu leyti drifin áfram af endurskoðun eignasafna, auk lægri fjármögnunarkostnaðar fyrirtækja. Af framansögðu tel ég líklegt að hlutabréfamarkaðurinn muni taka við sér á næstu misserum og að árið 2020 geti orðið gjöfulla þeim sem huga að eigna- og áhættudreifingu fyrr en síðar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun