Hyundai setur upp flugbíladeild Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. október 2019 14:00 Hyundai Kona, skyldi hann vera væntanlegur í flugútgáfu? Huyndai, bílaframleiðandi sem hingað til hefur einbeitt sér að götubílum hefur sett upp flugbíladeild. Markmiðið er að draga úr umferðahnútum og koma á flugsamgöngum innan þéttbýlis. Fyrrum rannsóknarstjóri hjá NASA (Geimferðastofnun Bandaríkjanna), Dr. Jaiwon Shin hefur verið ráðinn yfirmaður flugbíladeildar Hyundai. „Eftir að hafa unnið með nýjustu tækni í flugrannsóknum og þróun hjá NASA í 30 ár, er ég mjög spenntur og auðmjúkur vegna þess tækifærist sem ég hef fengið til að skapa flugflutninga hjá Hyundai Motor Group,“ sagði Dr. Shin í tilkynningu um ráðningu hans. „Nýja teymið mun þróa kjarna þeirrar tækni sem mun setja Hyundai í bílstjórasætið í flugsamgöngum innan þéttbýlis, markaður sem mun vaxa upp í að verða virði 1,5 trilljarðs dollara á næstu 20 árum,“ að sögn Dr. Shin. Hyundai er fyrsti bílaframleiðandinn til að vera með sérstaka flugbíladeild innanhúss. Aðrir framleiðendur hafa þó fiktað við hugmyndina um fljúgandi bíla. Toyota hefur til að mynda sett sér markmið um að kveikja á Ólympíukyndlinum á næsta ári með einstakling í fljúgandi farartæki. Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó, Japan á næsta ári. Bílar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent
Huyndai, bílaframleiðandi sem hingað til hefur einbeitt sér að götubílum hefur sett upp flugbíladeild. Markmiðið er að draga úr umferðahnútum og koma á flugsamgöngum innan þéttbýlis. Fyrrum rannsóknarstjóri hjá NASA (Geimferðastofnun Bandaríkjanna), Dr. Jaiwon Shin hefur verið ráðinn yfirmaður flugbíladeildar Hyundai. „Eftir að hafa unnið með nýjustu tækni í flugrannsóknum og þróun hjá NASA í 30 ár, er ég mjög spenntur og auðmjúkur vegna þess tækifærist sem ég hef fengið til að skapa flugflutninga hjá Hyundai Motor Group,“ sagði Dr. Shin í tilkynningu um ráðningu hans. „Nýja teymið mun þróa kjarna þeirrar tækni sem mun setja Hyundai í bílstjórasætið í flugsamgöngum innan þéttbýlis, markaður sem mun vaxa upp í að verða virði 1,5 trilljarðs dollara á næstu 20 árum,“ að sögn Dr. Shin. Hyundai er fyrsti bílaframleiðandinn til að vera með sérstaka flugbíladeild innanhúss. Aðrir framleiðendur hafa þó fiktað við hugmyndina um fljúgandi bíla. Toyota hefur til að mynda sett sér markmið um að kveikja á Ólympíukyndlinum á næsta ári með einstakling í fljúgandi farartæki. Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó, Japan á næsta ári.
Bílar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent