Fjórmenninga- klíkan Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 08:30 Það hefur lengi legið fyrir að fjórmenningaklíkan, Sólveig, Ragnar, Gunnar Smári og Vilhjálmur, ætlar ekki að semja. Markmiðið er átök, þau vilja breyta samfélaginu og til þess ætla þau að beita verkalýðsfélögunum. Það verður ekki gert með skynsamlegum samningum sem skila launafólki auknum kaupmætti, lágri verðbólgu og fullri atvinnu. Ekkert fútt í því. Fjórmenningarnir hafa tileinkað sér orðræðu og slagorð úr stéttabaráttu þriðja og fjórða áratugar síðustu aldar með áberandi hætti. En þrátt fyrir slagorðin, vaxandi reiði, sívaxandi hneykslan, úthlaup af fundum og annað slíkt þá er augljós munurinn á þessum hópi og verkalýðsleiðtogum eins og til dæmis Guðmundi Jaka. Allir skynjuðu heilindi Jakans, fyrir hverju hann barðist af hörku og þáttur hans í þjóðarsáttinni skilaði launafólki gríðarlegri kjarabót. Gunnar Smári er enginn Jaki, nýuppfundinn sósíalismi hans væri hlægilegur ef afleiðingar væru ekki alvarlegar. Hver skyldi þurfa að borga fyrir stjórnmálabrölt fjórmenningaklíkunnar? Verður það „auðstéttin“ sem Sólveigu Önnu verður svo tíðrætt um? Nei, ekki aldeilis. Það fólk er búið að breyta lánunum sínum í óverðtryggð lán og það fólk mun ekki missa vinnuna þegar harðnar á dalnum. Við höfum nefnilega séð þetta allt áður, oft. Laun hækka langt umfram framleiðni, verðlag hækkar og gengið fellur, fyrirtækin fækka starfsfólki. Það er hægt að fletta upp á þessari sögu t.d. í Öldinni okkar, ef maður nennir ekki að hlusta á hagfræðingana. En það er láglaunafólkið sem skuldar verðtryggt og það er láglaunafólkið sem missir fyrst vinnuna. Ríka liðið sleppur. Herkostnaðurinn af stjórnmálabaráttu fjórmenningana mun falla á launafólk. En hva, það þarf að færa fórnir fyrir byltinguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það hefur lengi legið fyrir að fjórmenningaklíkan, Sólveig, Ragnar, Gunnar Smári og Vilhjálmur, ætlar ekki að semja. Markmiðið er átök, þau vilja breyta samfélaginu og til þess ætla þau að beita verkalýðsfélögunum. Það verður ekki gert með skynsamlegum samningum sem skila launafólki auknum kaupmætti, lágri verðbólgu og fullri atvinnu. Ekkert fútt í því. Fjórmenningarnir hafa tileinkað sér orðræðu og slagorð úr stéttabaráttu þriðja og fjórða áratugar síðustu aldar með áberandi hætti. En þrátt fyrir slagorðin, vaxandi reiði, sívaxandi hneykslan, úthlaup af fundum og annað slíkt þá er augljós munurinn á þessum hópi og verkalýðsleiðtogum eins og til dæmis Guðmundi Jaka. Allir skynjuðu heilindi Jakans, fyrir hverju hann barðist af hörku og þáttur hans í þjóðarsáttinni skilaði launafólki gríðarlegri kjarabót. Gunnar Smári er enginn Jaki, nýuppfundinn sósíalismi hans væri hlægilegur ef afleiðingar væru ekki alvarlegar. Hver skyldi þurfa að borga fyrir stjórnmálabrölt fjórmenningaklíkunnar? Verður það „auðstéttin“ sem Sólveigu Önnu verður svo tíðrætt um? Nei, ekki aldeilis. Það fólk er búið að breyta lánunum sínum í óverðtryggð lán og það fólk mun ekki missa vinnuna þegar harðnar á dalnum. Við höfum nefnilega séð þetta allt áður, oft. Laun hækka langt umfram framleiðni, verðlag hækkar og gengið fellur, fyrirtækin fækka starfsfólki. Það er hægt að fletta upp á þessari sögu t.d. í Öldinni okkar, ef maður nennir ekki að hlusta á hagfræðingana. En það er láglaunafólkið sem skuldar verðtryggt og það er láglaunafólkið sem missir fyrst vinnuna. Ríka liðið sleppur. Herkostnaðurinn af stjórnmálabaráttu fjórmenningana mun falla á launafólk. En hva, það þarf að færa fórnir fyrir byltinguna.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar