Blóð þarf ekki að renna Guðríður Arnardóttir skrifar 26. október 2018 11:00 Forysta stéttarfélaga á almennum og opinberum markaði býr sig undir samningagerð á komandi mánuðum. Það fer ekki fram hjá nokkrum manni að viðvarandi hræðsluáróður er nú rekinn í fjölmiðlum gagnvart þeirri vá að hækka laun umfram eitthvað smávegis sem hið ört kólnandi hagkerfi Íslands þolir. Við erum að þokast niður af toppi síðustu hagsveiflu, krónan veikist og ýmis merki á lofti um samdrátt í útflutningsgreinum á komandi misserum. Að þessu leyti er samningsumhverfi komandi kjarasamninga ólíkt síðustu samningum. Það átta allir sig á mikilvægi þess að launahækkanir fari ekki út fyrir það rými sem atvinnulífið þolir án verðbólgu. Hærri laun draga úr samkeppnishæfi þjóðarinnar og geta mögulega leitt til hærra verðlags sem kemur niður á almenningi. Og til að kóróna þetta allt saman gerir verðtryggingin það að verkum að ef verðlag hækkar þá hækka lánin okkar líka! Fjármagnseigendur á Íslandi eru nefnilega alltaf með bæði belti og axlabönd. En ekki halda að ég sé að tala væntanlega kjarabaráttu almennings niður. Þvert á móti er ég að benda á að bætt kjör felast í öðru en beinum launahækkunum. Það eru bætt kjör ef verðlag lækkar. Það eru bætt kjör ef húsnæðisverð lækkar og verðtrygging er endurskoðuð. Það eru bætt kjör ef persónuafsláttur hækkar ásamt barna- og vaxtabótum. Og það eru bætt kjör ef almenningi stendur til boða stöðugur gjaldmiðill og hagstæð lánakjör. Það er nóg til af peningum á Íslandi. Þeir bara dreifast með ósanngjörnum hætti. Það er sanngjarnt að þeir sem hafa gengið menntaveginn hafi hærri laun. Það er þeirra umbun fyrir fyrirhöfn, tekjutap og skuldsetningu sem langskólagöngu fylgir. Það er líka sanngjarnt að ábyrgð sé metin til launa og ekkert óeðlilegt við það að launasetning sé mismunandi fyrir ólíka hópa. Það er ekkert eðlilegt við það að sumir hafi ofgnótt af peningum á meðan aðrir ná varla endum saman. Með öðrum orðum: misskipting á Íslandi er mikil og hefur aukist á síðustu árum. Ríkustu 10% þjóðarinnar eiga 62% allra eigna. Skýringin á þessari vaxandi misskiptingu er fyrst og fremst sú að fjármagnstekjur hafa aukist á síðustu árum með vaxandi eignamyndun lítils hóps landsmanna. Á sama tíma hefur skattbyrði aukist á lág- og millitekjuhópa, t.d. vegna rýrnunar persónuafsláttar. Þeir ríkustu leggja hlutfallslega minna til samfélagsins á meðan framlag hins almenna launþega hefur stækkað. Stjórnvöld verða að greiða fyrir komandi kjarasamningum. Það er þeirra að búa svo um hnútana að þeir sem hafa lægst laun í þessu landi geti lifað mannsæmandi lífi. Það er þeirra að sjá til þess að skattbyrði sé með eðlilegum hætti, að sjá til þess að þeir leggi til sem það geta, svo þeir njóti sem þurfa. Blóð þarf ekki að renna til að koma þessum umbótum á. En það þarf að stokka upp í skattkerfinu. Það þarf að hækka fjármagnstekjuskatt og hækka persónuafslátt. Það þarf að tryggja þjóðinni arð af auðlindum sínum og við þurfum stöðugan gjaldmiðil. Flóknara er þetta nú ekki.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Forysta stéttarfélaga á almennum og opinberum markaði býr sig undir samningagerð á komandi mánuðum. Það fer ekki fram hjá nokkrum manni að viðvarandi hræðsluáróður er nú rekinn í fjölmiðlum gagnvart þeirri vá að hækka laun umfram eitthvað smávegis sem hið ört kólnandi hagkerfi Íslands þolir. Við erum að þokast niður af toppi síðustu hagsveiflu, krónan veikist og ýmis merki á lofti um samdrátt í útflutningsgreinum á komandi misserum. Að þessu leyti er samningsumhverfi komandi kjarasamninga ólíkt síðustu samningum. Það átta allir sig á mikilvægi þess að launahækkanir fari ekki út fyrir það rými sem atvinnulífið þolir án verðbólgu. Hærri laun draga úr samkeppnishæfi þjóðarinnar og geta mögulega leitt til hærra verðlags sem kemur niður á almenningi. Og til að kóróna þetta allt saman gerir verðtryggingin það að verkum að ef verðlag hækkar þá hækka lánin okkar líka! Fjármagnseigendur á Íslandi eru nefnilega alltaf með bæði belti og axlabönd. En ekki halda að ég sé að tala væntanlega kjarabaráttu almennings niður. Þvert á móti er ég að benda á að bætt kjör felast í öðru en beinum launahækkunum. Það eru bætt kjör ef verðlag lækkar. Það eru bætt kjör ef húsnæðisverð lækkar og verðtrygging er endurskoðuð. Það eru bætt kjör ef persónuafsláttur hækkar ásamt barna- og vaxtabótum. Og það eru bætt kjör ef almenningi stendur til boða stöðugur gjaldmiðill og hagstæð lánakjör. Það er nóg til af peningum á Íslandi. Þeir bara dreifast með ósanngjörnum hætti. Það er sanngjarnt að þeir sem hafa gengið menntaveginn hafi hærri laun. Það er þeirra umbun fyrir fyrirhöfn, tekjutap og skuldsetningu sem langskólagöngu fylgir. Það er líka sanngjarnt að ábyrgð sé metin til launa og ekkert óeðlilegt við það að launasetning sé mismunandi fyrir ólíka hópa. Það er ekkert eðlilegt við það að sumir hafi ofgnótt af peningum á meðan aðrir ná varla endum saman. Með öðrum orðum: misskipting á Íslandi er mikil og hefur aukist á síðustu árum. Ríkustu 10% þjóðarinnar eiga 62% allra eigna. Skýringin á þessari vaxandi misskiptingu er fyrst og fremst sú að fjármagnstekjur hafa aukist á síðustu árum með vaxandi eignamyndun lítils hóps landsmanna. Á sama tíma hefur skattbyrði aukist á lág- og millitekjuhópa, t.d. vegna rýrnunar persónuafsláttar. Þeir ríkustu leggja hlutfallslega minna til samfélagsins á meðan framlag hins almenna launþega hefur stækkað. Stjórnvöld verða að greiða fyrir komandi kjarasamningum. Það er þeirra að búa svo um hnútana að þeir sem hafa lægst laun í þessu landi geti lifað mannsæmandi lífi. Það er þeirra að sjá til þess að skattbyrði sé með eðlilegum hætti, að sjá til þess að þeir leggi til sem það geta, svo þeir njóti sem þurfa. Blóð þarf ekki að renna til að koma þessum umbótum á. En það þarf að stokka upp í skattkerfinu. Það þarf að hækka fjármagnstekjuskatt og hækka persónuafslátt. Það þarf að tryggja þjóðinni arð af auðlindum sínum og við þurfum stöðugan gjaldmiðil. Flóknara er þetta nú ekki.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun