Fagleg stjórnun grunnskóla? Hulda María Magnúsdóttir skrifar 26. október 2018 12:55 Nú á haustmánuðum voru liðin 5 ár frá því ég fór fyrst að taka virkan þátt í kjarabaráttu grunnskólakennara. Afskiptin hófust í grasrótinni og urðu síðar að formlegri þátttöku sem kjörinn fulltrúi en því tímabili lauk síðastliðið vor. Eins og með flest nýtt sem fólk tekur sér fyrir hendur reyndist þetta afar lærdómsríkur tími þar sem ég öðlaðist dýpri og betri skilning á kjaramálum. Hafandi verið á kafi í þessu síðustu ár var ég komin með kjarasamninginn minn alveg á hreint og því svolítil viðbrigði nú í haust að taka við starfi deildarstýru í skólanum mínum. Það þýddi nefnilega nýtt félag og nýr kjarasamningur, að læra eitthvað nýtt. Ekki hafði ég þó séð fyrir að ég yrði sett á bókstaflegan núllpunkt við það að taka að mér stjórnunarstöðu með tilheyrandi ábyrgð. Mér hafði jú verið boðin staðan, eftir viðtal, vegna margra ára kennslureynslu þar sem ég hafði sannað mig sem fær kennslukona. Það er nefnilega þannig að þegar kennari fer af „gólfinu“ og inn á skrifstofu þá skiptir kennslureynslan ekki lengur máli, allavega ekki launalega séð. 11 ár af kennslu ýmissa námsgreina, umsjón, valfög og skipulagning ýmiss konar er einskis virði í peningum. Fyrsta launahækkun fyrir reynslu kemur eftir 5 ár í stjórnunarstöðu. Sem þýðir að ef einhver kemur beint úr námi og fær sambærilega stöðu við mína strax eftir nám byrjum við með sömu laun. Viðkomandi hækkar líka jafn mikið og ég, á sama tíma og ég þrátt fyrir að hafa enga fyrri reynslu. Ég með reynsluna og manneskjan sem er ný inn fylgjumst því að í launum frá upphafi. Með þessu er mér því send þau skilaboð að það sé í raun algjör óþarfi að þekkja inn á skólakerfið eða vita í þaula hvernig skólastarf fer fram. Að mitt fyrra faglega starf til margra ára skipti ekki máli. Stjórnun hlýtur jú alltaf bara að vera stjórnun, rekum þetta eins og hvert annað fyrirtæki, horfum ekkert á faglegu hliðina, hverjum er ekki sama hvað hentar best fyrir börnin? Mögulega hefði þetta komið mér meira á óvart hefði ég ekki verið að hrærast í þessu samningaumhverfi undanfarin ár. Því miður þekki ég nefnilega of vel það skilningsleysi sem oft virðist ríkja hjá viðsemjandanum, þrátt fyrir nýtt félag er ég ennþá launþegi hjá sveitarfélögunum. Þar á bæ virðist fólk ekki alveg hafa skilning á því hvernig skólastarf gengur fyrir sig. Eða kannski hefur það skilning á því en hefur bara ekki áhuga á að spá í það. Eða kannski er því bara alveg sama hvort skólastjórnendur eru fagfólk með góða menntun og reynslu af kennslu. Á meðan tölurnar eru réttu megin við núllið og hægt er að taka stikkprufur úr samræmdum prófum og PÍSA. Restin er kannski bara aukaatriði í þeirra augum. Vonandi er það nú ekki raunin en þannig er samt mín upplifun. Ég er komin í nýja stöðu, þar sem ég ber meiri ábyrgð (deildin mín telur yfir 250 unglinga) og get mögulega haft meiri áhrif. Það er því að mínu mati algjörlega fáránlegt að ég byrji bara á núllpunkti hvað reynslu varðar, eins og ég hafi verið að ganga ný inn, því ég hef „bara“ verið að kenna en ekki að stjórna. Ef sveitarfélögin hafa áhuga á því að hafa reynslumikið skólafólk til að gegna faglegu starfi stjórnenda grunnskóla þurfa þau aðeins að hugsa sinn gang og meta fólk að verðleikum!Höfundur er deildarstýra í grunnskóla í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Nú á haustmánuðum voru liðin 5 ár frá því ég fór fyrst að taka virkan þátt í kjarabaráttu grunnskólakennara. Afskiptin hófust í grasrótinni og urðu síðar að formlegri þátttöku sem kjörinn fulltrúi en því tímabili lauk síðastliðið vor. Eins og með flest nýtt sem fólk tekur sér fyrir hendur reyndist þetta afar lærdómsríkur tími þar sem ég öðlaðist dýpri og betri skilning á kjaramálum. Hafandi verið á kafi í þessu síðustu ár var ég komin með kjarasamninginn minn alveg á hreint og því svolítil viðbrigði nú í haust að taka við starfi deildarstýru í skólanum mínum. Það þýddi nefnilega nýtt félag og nýr kjarasamningur, að læra eitthvað nýtt. Ekki hafði ég þó séð fyrir að ég yrði sett á bókstaflegan núllpunkt við það að taka að mér stjórnunarstöðu með tilheyrandi ábyrgð. Mér hafði jú verið boðin staðan, eftir viðtal, vegna margra ára kennslureynslu þar sem ég hafði sannað mig sem fær kennslukona. Það er nefnilega þannig að þegar kennari fer af „gólfinu“ og inn á skrifstofu þá skiptir kennslureynslan ekki lengur máli, allavega ekki launalega séð. 11 ár af kennslu ýmissa námsgreina, umsjón, valfög og skipulagning ýmiss konar er einskis virði í peningum. Fyrsta launahækkun fyrir reynslu kemur eftir 5 ár í stjórnunarstöðu. Sem þýðir að ef einhver kemur beint úr námi og fær sambærilega stöðu við mína strax eftir nám byrjum við með sömu laun. Viðkomandi hækkar líka jafn mikið og ég, á sama tíma og ég þrátt fyrir að hafa enga fyrri reynslu. Ég með reynsluna og manneskjan sem er ný inn fylgjumst því að í launum frá upphafi. Með þessu er mér því send þau skilaboð að það sé í raun algjör óþarfi að þekkja inn á skólakerfið eða vita í þaula hvernig skólastarf fer fram. Að mitt fyrra faglega starf til margra ára skipti ekki máli. Stjórnun hlýtur jú alltaf bara að vera stjórnun, rekum þetta eins og hvert annað fyrirtæki, horfum ekkert á faglegu hliðina, hverjum er ekki sama hvað hentar best fyrir börnin? Mögulega hefði þetta komið mér meira á óvart hefði ég ekki verið að hrærast í þessu samningaumhverfi undanfarin ár. Því miður þekki ég nefnilega of vel það skilningsleysi sem oft virðist ríkja hjá viðsemjandanum, þrátt fyrir nýtt félag er ég ennþá launþegi hjá sveitarfélögunum. Þar á bæ virðist fólk ekki alveg hafa skilning á því hvernig skólastarf gengur fyrir sig. Eða kannski hefur það skilning á því en hefur bara ekki áhuga á að spá í það. Eða kannski er því bara alveg sama hvort skólastjórnendur eru fagfólk með góða menntun og reynslu af kennslu. Á meðan tölurnar eru réttu megin við núllið og hægt er að taka stikkprufur úr samræmdum prófum og PÍSA. Restin er kannski bara aukaatriði í þeirra augum. Vonandi er það nú ekki raunin en þannig er samt mín upplifun. Ég er komin í nýja stöðu, þar sem ég ber meiri ábyrgð (deildin mín telur yfir 250 unglinga) og get mögulega haft meiri áhrif. Það er því að mínu mati algjörlega fáránlegt að ég byrji bara á núllpunkti hvað reynslu varðar, eins og ég hafi verið að ganga ný inn, því ég hef „bara“ verið að kenna en ekki að stjórna. Ef sveitarfélögin hafa áhuga á því að hafa reynslumikið skólafólk til að gegna faglegu starfi stjórnenda grunnskóla þurfa þau aðeins að hugsa sinn gang og meta fólk að verðleikum!Höfundur er deildarstýra í grunnskóla í Reykjavík.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun