Þetta er hennar fyrsti Íslandsmeistaratitill, Valdís Þóra Jónsdóttir varð Íslandsmeistari í fyrra en hún var ekki á meðal þáttakanda í Eyjum.
Sigur Guðrúnar var mjög öruggur en hún var 11 höggum á undan Sögu Traustadóttur sem lenti í öðru sæti. Helga Kristín Einarsdóttir varð þriðja.
Guðrún fór hringinn í dag á höggi yfir pari og var samtals á átta höggum yfir pari í mótinu. Guðrún er úr Golfklúbbnum Keili.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK)Íslandsmeistar í golfi 2018 til hamingju #eyjargolf18
— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) July 29, 2018
