Rory Mcllroy er á tíu höggum yfir pari eftir fyrsta hring og Jason Day átti ekki mikið betri dag; fór fyrsta hring á níu höggum yfir pari. Þeir Tiger Woods, Adam Scott og Jordan Spieth fóru hringinn allir á átta höggum yfir pari og Phil Mickelson er á sjö höggum yfir pari.
Dustin Johnson er í forystu ásamt nokkrum öðrum eftir fyrsta hring en Dustin, Scott Piercy, Ian Poulter og Russell Henry eru jafnir í efsta sæti eftir að hafa farið fyrsta hringinn á einu höggi undir pari. Dustin er sá eini úr þessum hópi sem hefur unnið risamót því hann vann einmitt opna bandaríska árið 2016.
Sýnt er frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending dagsins klukkan 15:30.
The competitors made the most of the difficult playing conditions Thursday at Shinnecock Hills. Check out the top 9️⃣ shots from Round 1. #USOpen pic.twitter.com/jPS0KnluAa
— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 15, 2018