Lögleiðing hópfjármögnunar með sölu hlutabréfa Baldur Thorlacius skrifar 19. september 2018 09:00 Fyrir um tveimur árum var gerð afar mikilvæg breyting á reglum um sölu verðbréfa til almennings, svokölluð almenn útboð, sem fáir hafa nýtt sér og furðu lítið hefur farið fyrir. Kalla mætti almenn útboð eins konar hópfjármögnun með sölu verðbréfa.Breytingin fól í sér að undanþágur frá kröfum sem gilda að jafnaði um almenn útboð, svo sem varðandi aðkomu fjármálafyrirtækis og gerð svokallaðrar lýsingar, voru rýmkaðar til muna.Umræddar kröfur eru til þess fallnar að hækka kostnað við almenn útboð að svo miklu leyti að smærri fyrirtæki, sem segja má að geti haft mestan hag af slíkri fjármögnun, voru því sem næst útilokuð frá því að nýta sér þennan möguleika án undanþágu.Áður fyrr áttu umræddar undanþáguheimildir einungis við ef fjárhæð þess sem aflað var í útboði var undir 100 þúsundum evra, jafnvirði um 12,8 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi. Var sú fjárhæð talin það lág að hún gæti tæplega gagnast neinum. Með áðurnefndum breytingum var fjárhæðin hækkuð í tvær og hálfa milljón evra, jafnvirði 320 milljóna króna, sem gjörbreytir þeirri stöðu.Höfundur bókarinnar „Equity Crowdfunding: The Complete Guide for Startups and Growing Companies“ hefur gengið svo langt að tala um „lögleiðingu“ hópfjármögnunar með sölu hlutabréfa (e. legalization of equity crowdfunding) þegar hann ræðir samsvarandi breytingar á regluverki annarra Evrópuþjóða, sem voru í flestum tilfellum gerðar talsvert fyrr.Endurspeglar þetta orðalag þá staðreynd að hópfjármögnun með sölu hlutabréfa er nú orðin að raunhæfum kosti við fjármögnun smærri fyrirtækja, svo sem í tengslum við skráningu þeirra á First North markaðinn.Það er því full ástæða til að vekja enn og aftur athygli á þessum möguleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Sjá meira
Fyrir um tveimur árum var gerð afar mikilvæg breyting á reglum um sölu verðbréfa til almennings, svokölluð almenn útboð, sem fáir hafa nýtt sér og furðu lítið hefur farið fyrir. Kalla mætti almenn útboð eins konar hópfjármögnun með sölu verðbréfa.Breytingin fól í sér að undanþágur frá kröfum sem gilda að jafnaði um almenn útboð, svo sem varðandi aðkomu fjármálafyrirtækis og gerð svokallaðrar lýsingar, voru rýmkaðar til muna.Umræddar kröfur eru til þess fallnar að hækka kostnað við almenn útboð að svo miklu leyti að smærri fyrirtæki, sem segja má að geti haft mestan hag af slíkri fjármögnun, voru því sem næst útilokuð frá því að nýta sér þennan möguleika án undanþágu.Áður fyrr áttu umræddar undanþáguheimildir einungis við ef fjárhæð þess sem aflað var í útboði var undir 100 þúsundum evra, jafnvirði um 12,8 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi. Var sú fjárhæð talin það lág að hún gæti tæplega gagnast neinum. Með áðurnefndum breytingum var fjárhæðin hækkuð í tvær og hálfa milljón evra, jafnvirði 320 milljóna króna, sem gjörbreytir þeirri stöðu.Höfundur bókarinnar „Equity Crowdfunding: The Complete Guide for Startups and Growing Companies“ hefur gengið svo langt að tala um „lögleiðingu“ hópfjármögnunar með sölu hlutabréfa (e. legalization of equity crowdfunding) þegar hann ræðir samsvarandi breytingar á regluverki annarra Evrópuþjóða, sem voru í flestum tilfellum gerðar talsvert fyrr.Endurspeglar þetta orðalag þá staðreynd að hópfjármögnun með sölu hlutabréfa er nú orðin að raunhæfum kosti við fjármögnun smærri fyrirtækja, svo sem í tengslum við skráningu þeirra á First North markaðinn.Það er því full ástæða til að vekja enn og aftur athygli á þessum möguleika.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar