Körfubolti

Finnur blóðgaði Kristófer: Trúi ekki að þetta hafi verið viljaverk

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kristófer er hér að jafna sig eftir olnbogaskotið og það má sjá blóð á parketinu.
Kristófer er hér að jafna sig eftir olnbogaskotið og það má sjá blóð á parketinu.
Blóðið streymdi á Ásvöllum í gær í þriðja leik Hauka og KR í undaúrslitum Dominos-deildar karla. Einn leikmaður úr hvoru liði lá eftir blóðugur í parketinu.

Vísir er búinn að greina frá því er Haukamaðurinn Emil Barja lá eftir blóðugur í kjölfar þess að hann fékk högg frá Brynjari Þór Björnssyni, leikmanni KR. Viljaverk að mati Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka.

KR-ingurinn Kristófer Acox fékk einn á lúðurinn í leiknum og lá eftir blóðugur.

Það atvik átti sér stað í fyrri hálfleik. Haukamaðurinn, og fyrrum KR-ingurinn, Finnur Atli Magnússon, fór þá með olnbogann ansi fast í andlitið á Kristófer.

„Þetta var nú ekkert viljaverk ef ég þekki minn mann Finn Atla rétt. Þetta var óheppilegt. Það er samt mikið verið að tala um Brynjar en enginn að tala um þetta. Þetta er bara partur af föstum leik,“ segir Kristófer sem lá eftir blóðgaður eins og áður segir.

„Ég fékk blóðnasir en það er í góðu lagi með mig. Ég er töluvert aumur í nefinu en ekkert brotinn þannig að ég er bara brattur. Það kom mikið blóð þannig að ég fór af velli. Þetta kveikti svo bara í mér ef eitthvað er.“

Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Finnur Atli sýnir KR-ingunum olnbogana í leikjum liðanna eins og sjá má hér að neðan.

Fjórði leikur liðanna fer fram í DHL-höllinni klukkan 20.00 á laugardag. KR fer í úrslitaeinvígið með sigri og má búast við hörkuleik miðað við það sem á undan er gengið.


Tengdar fréttir

Ívar: Þetta var viljandi hjá Brynjari

Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, sér ekki eftir orðum sínum efir annan leik KR og Hauka og er enn fremur mjög ósáttur við KR-inginn Brynjar Þór Björnsson.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.