Skrattinn í ferðaþjónustunni Bryndís Kristjánsdóttir skrifar 25. maí 2018 07:00 Óheillaþróun er að verða í auknum mæli í ferðaþjónustu á Íslandi sem mun án efa leiða til:minni gæðaminna öryggisatvinnuleysisminni skatttekna Það sem hér um ræðir er að enn frekar eykst að farið sé í hópferðir með erlenda ferðamenn um landið þar sem enginn innlendur leiðsögumaður er með í ferð heldur einungis erlendur hópstjóri. Hópstjórinn kemur þá gjarnan með hópnum til landsins eða frá skemmtiferðaskipinu sem liggur hér við bryggju. Kannski hefur hópstjórinn komið einu sinni áður til landsins, kannski aldrei og í besta falli nokkrum sinnum. Mýmörg dæmi eru um að þetta hafi viðgengist hér í nokkuð langan tíma en nú heyrist að þetta muni aukast verulega í sumar og halda áfram á komandi árum ef ekkert verður að gert. Nú þegar er það að gerast að erlendar ferðaskrifstofur eru að hætta að nota þjónustu innlendra ferðaskrifstofa við skipulagningu og umsjón ferða á Íslandi og ætla sjálfar að sjá um alla skipulagningu – þá eins og þeim hentar og væntanlega græða mest á. Og eitt af því sem þær virðast ætla sem sagt að gera er að flytja inn sína „leiðsögumenn“, þ.e. hópstjóra. Með þessu eru þeir að spara sér það rándýra vinnuafl á Íslandi sem nefnast leiðsögumenn. Launataxtar leiðsögumanna (frá 1.5.2018) sýna þau lágmarkslaun sem greiða skal fyrir starfið og hér er birtur dagvinnutaxti lægsta og hæsta launaflokks, án orlofs. 1. Flokkur: dagvinna 1.764 kr. á klst. (+ 220 kr. kostnaðarliður) 4. Flokkur: dagvinna 1.956 kr. á klst. (+ 260 kr. kostnaðarliður). Við hljótum þá að spyrja hvaða laun sé verið að greiða hópstjórunum? Kannski engin, þar sem þeir fengu fría ferð til Íslands í staðinn? Fái þeir einhver laun þá er alla vega ekki greiddur skattur af þeim á Íslandi, eins og gert er af launum innlendra leiðsögumanna, svo þjóðarbúið verður af þeim tekjum. Það versta er að nú heyrist líka að innlendar ferðaskrifstofur/ferðaskipuleggjendur séu farnir að stunda það sama, þ.e. eru með hópferðir á sínum vegum þar sem erlendur aðili (hópstjóri) stýrir ferð. Um leið er óskað eftir enskumælandi bílstjóra og því miður hafa sumir þeirra aðstoðað erlendu aðilana við að útrýma innlendum leiðsögumönnum úr starfi. Hér má svo spyrja hvort að ferðþjónustuaðilarnir séu að starfa undir merkjum VAKANS - gæðastýringakerfi ferðaþjónustunnar – og hvort nokkur sé að fylgjast með að þeir séu að vinna samkvæmt kerfinu? Fagmenntaðir leiðsögumenn hafa í áratugi barist fyrir viðurkenningu starfs síns en án árangurs; „hver sem er“ getur leiðsagt á Íslandi. Umræddir erlendir hópstjórar eru að taka störf frá þessum sérmenntaða starfskrafti en munu þó aldrei geta komið í þeirra stað. Leiðsögumenn bera þá von í brjósti að nýi ráðherra ferðamála sjái mikilvægi þess að tryggja að leiðsögn í hópferðum á Íslandi sé eingöngu í höndum innlendra leiðsögumanna og komið þannig í veg fyrir að ofangreind þróun haldi áfram óáreitt.Höfundur er leiðsögumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Sjá meira
Óheillaþróun er að verða í auknum mæli í ferðaþjónustu á Íslandi sem mun án efa leiða til:minni gæðaminna öryggisatvinnuleysisminni skatttekna Það sem hér um ræðir er að enn frekar eykst að farið sé í hópferðir með erlenda ferðamenn um landið þar sem enginn innlendur leiðsögumaður er með í ferð heldur einungis erlendur hópstjóri. Hópstjórinn kemur þá gjarnan með hópnum til landsins eða frá skemmtiferðaskipinu sem liggur hér við bryggju. Kannski hefur hópstjórinn komið einu sinni áður til landsins, kannski aldrei og í besta falli nokkrum sinnum. Mýmörg dæmi eru um að þetta hafi viðgengist hér í nokkuð langan tíma en nú heyrist að þetta muni aukast verulega í sumar og halda áfram á komandi árum ef ekkert verður að gert. Nú þegar er það að gerast að erlendar ferðaskrifstofur eru að hætta að nota þjónustu innlendra ferðaskrifstofa við skipulagningu og umsjón ferða á Íslandi og ætla sjálfar að sjá um alla skipulagningu – þá eins og þeim hentar og væntanlega græða mest á. Og eitt af því sem þær virðast ætla sem sagt að gera er að flytja inn sína „leiðsögumenn“, þ.e. hópstjóra. Með þessu eru þeir að spara sér það rándýra vinnuafl á Íslandi sem nefnast leiðsögumenn. Launataxtar leiðsögumanna (frá 1.5.2018) sýna þau lágmarkslaun sem greiða skal fyrir starfið og hér er birtur dagvinnutaxti lægsta og hæsta launaflokks, án orlofs. 1. Flokkur: dagvinna 1.764 kr. á klst. (+ 220 kr. kostnaðarliður) 4. Flokkur: dagvinna 1.956 kr. á klst. (+ 260 kr. kostnaðarliður). Við hljótum þá að spyrja hvaða laun sé verið að greiða hópstjórunum? Kannski engin, þar sem þeir fengu fría ferð til Íslands í staðinn? Fái þeir einhver laun þá er alla vega ekki greiddur skattur af þeim á Íslandi, eins og gert er af launum innlendra leiðsögumanna, svo þjóðarbúið verður af þeim tekjum. Það versta er að nú heyrist líka að innlendar ferðaskrifstofur/ferðaskipuleggjendur séu farnir að stunda það sama, þ.e. eru með hópferðir á sínum vegum þar sem erlendur aðili (hópstjóri) stýrir ferð. Um leið er óskað eftir enskumælandi bílstjóra og því miður hafa sumir þeirra aðstoðað erlendu aðilana við að útrýma innlendum leiðsögumönnum úr starfi. Hér má svo spyrja hvort að ferðþjónustuaðilarnir séu að starfa undir merkjum VAKANS - gæðastýringakerfi ferðaþjónustunnar – og hvort nokkur sé að fylgjast með að þeir séu að vinna samkvæmt kerfinu? Fagmenntaðir leiðsögumenn hafa í áratugi barist fyrir viðurkenningu starfs síns en án árangurs; „hver sem er“ getur leiðsagt á Íslandi. Umræddir erlendir hópstjórar eru að taka störf frá þessum sérmenntaða starfskrafti en munu þó aldrei geta komið í þeirra stað. Leiðsögumenn bera þá von í brjósti að nýi ráðherra ferðamála sjái mikilvægi þess að tryggja að leiðsögn í hópferðum á Íslandi sé eingöngu í höndum innlendra leiðsögumanna og komið þannig í veg fyrir að ofangreind þróun haldi áfram óáreitt.Höfundur er leiðsögumaður
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun