Þrefaldur skolli á næst síðustu holunni og Ólafía úr leik Anton Ingi Leifsson skrifar 26. maí 2018 00:15 Ólafía Þórunn verður í eldlínunni um helgina. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Volvik mótinu sem fram fer í Michigan fylki þessa helgina. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía spilaði mög stöðugt golf á fyrsta hringnum. Hún endaði á einu höggi undir pari og var í góðri stöðu er keppni fór af stað í dag. Hú hóf leik á tíundu holu vallarins og byrjaði á fjórum pörum áður en það komu tveir fuglar í röð. Svo kom eitt par áður en fyrsti skollinn leit dagsins ljós á sautjándu holu vallarins, áttundu holu Ólafíu í dag. Hún náði sér svo í fugl á þriðju síðustu holunni og allt stefndi í að hún væri að koma sér þægilega í gegnum niðurskurðinn. Á áttundu og næst síðustu holunni hrökk hins vegar allt í baklás og Ólafía fékk þrefaldan skolla. Þar kastaði hún frá sér virkilega góðum fyrsta hring og sautján góðum holum á hring númer tvö en hún fékk par á síðustu holunni. Hún endaði því á þremur höggum yfir pari í dag og samtals á tveimur undir pari. Grátleg niðurstaða en þeir sem enduðu á parinu og undir komust í gegnum niðurskurðinn. Þriðji hringurinn verður leikinn á morgun, laugardag, en bein útsending á Golfstöðinni hefst klukkan 19.00.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Volvik mótinu sem fram fer í Michigan fylki þessa helgina. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía spilaði mög stöðugt golf á fyrsta hringnum. Hún endaði á einu höggi undir pari og var í góðri stöðu er keppni fór af stað í dag. Hú hóf leik á tíundu holu vallarins og byrjaði á fjórum pörum áður en það komu tveir fuglar í röð. Svo kom eitt par áður en fyrsti skollinn leit dagsins ljós á sautjándu holu vallarins, áttundu holu Ólafíu í dag. Hún náði sér svo í fugl á þriðju síðustu holunni og allt stefndi í að hún væri að koma sér þægilega í gegnum niðurskurðinn. Á áttundu og næst síðustu holunni hrökk hins vegar allt í baklás og Ólafía fékk þrefaldan skolla. Þar kastaði hún frá sér virkilega góðum fyrsta hring og sautján góðum holum á hring númer tvö en hún fékk par á síðustu holunni. Hún endaði því á þremur höggum yfir pari í dag og samtals á tveimur undir pari. Grátleg niðurstaða en þeir sem enduðu á parinu og undir komust í gegnum niðurskurðinn. Þriðji hringurinn verður leikinn á morgun, laugardag, en bein útsending á Golfstöðinni hefst klukkan 19.00.
Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira