Það er kosið um þetta! Skúli Helgason skrifar 25. maí 2018 14:26 Það er kosið um nýja borgarstjórn á morgun laugardag og þó framboðin hafi aldrei verið fleiri eru valkostirnir í raun mjög skýrir: spennandi framtíð í fjölbreyttri og nútímalegri borg sem leggur áherslu á húsnæðisuppbyggingu, vistvænar samgöngur og almannaþjónustu á forsendum jafnaðarstefnu eða afturhvarf til fortíðar með mislægum gatnamótum, útþenslu borgarinnar, markaðslausnum í húsnæðis- og skólamálum og sérhagsmunagæslu í þágu þeirra sem best mega sín. Húsnæðismál Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst allra verið við völd á Íslandi. Í nær 90 ár hefur flokkurinn haldið lengur um stjórnartaumana hjá ríki og borg en nokkur annar stjórnmálaflokkur með þeim afleiðingum að hér hefur byggst upp húsnæðismarkaður með ofuráherslu á séreignastefnu en leigumarkaður alla tíð verið veikur og óstöðugur. Oftrú stjórnvalda en vantrú allra annarra á krónunni sem gjaldmiðli hefur haldið uppi svimandi háum vöxtum sem hafa sligað ungt fólk og íbúðakaupendur sem hafa mátt bera miklu þyngri vaxtabyrðar en þekkist annars staðar í Evrópu. Til að bæta gráu ofan á svart hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft forgöngu um að lækka vaxtabætur og barnabætur á undanförnum árum og þannig hrifsað til baka stóran hluta af þeim kjarabótum sem ungt barnafólk átti að fá með hærri launum á undanförnum árum. Samfylkingin hefur haldið á lofti skýrum valkosti við þessa stefnu með því að leggja áherslu á fjölbreyttan húsnæðismarkað með sérstakri áherslu á að fjölga leigu- og búseturéttaríbúðum á viðráðanlegu verði fyrir venjulegt fólk. Við lofuðum því árið 2014 að setja af stað byggingu á 2500-3000 slíkum íbúðum fram til 2019 og það mun takast því nú er ljóst að fjöldinn mun fara yfir 3000 og áform byggingafélaga sem starfa án hagnaðarsjónarmiða eru um rúmlega 4000 íbúðir. Nú er verið að byggja íbúðir um alla borg og þarf að leita lengra en 40 ár aftur í tímann til að finna jafnlangt tímabil þar sem bygging nýrra íbúða er í hámarki. Nýjar fullbúnar íbúðir koma nú hratt inn á markaðinn, bara í janúar voru skráðar 300 nýjar íbúðir í borginni og það er byrjað að hafa þau áhrif að hægt hefur á verðhækkunum húsnæðis og í sumum hverfum er verð þegar farið að lækka í takt við aukið framboð. Kjaramál Fyrst eftir hrunið 2008 var sett í forgang að verja störfin og þegar Samfylkingin komst aftur til valda í borginni lögðum við mikla áherslu á að hækka laun kennara og annarra hópa sem dregist höfðu aftur úr á vinnumarkaði. Það hefur skilað talsverðum árangri í að skapa meiri jöfnuð t.d. milli háskólamenntaðra í störfum hjá borginni en markmið okkar er að gera þar enn betur því störf í menntageiranum og velferðarþjónustu eru undirstaða þess að við getum kallað okkur raunverulegt velferðarsamfélag. Einn mikilvægasti árangur borgarinnar hefur svo falist í að minnka verulega launamun kynjanna í störfum hjá borginni sem hefur lækkað í ríflega 2% á sama tíma og hann var 13% hjá ríkinu og fór hækkandi í síðustu launakönnun meðal ríkisstarfsmanna. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á launakerfinu í landinu er mikil. Enginn flokkur hefur stjórnað jafnoft eða jafnlengi í fjármálaráðuneytinu, sem gefur tóninn varðandi launastefnu hins opinbera og getur haft veruleg áhrif á kjaraþróun á vinnumarkaðnum í heild. Þessi ábyrgð endurspeglast m.a. í því brenglaða verðmætamati sem hér hefur viðgengist í áratugi og skilað okkur í miklu hærri launum fólks sem vinnur í fjármálageiranum en þeirra sem starfa að menntun og uppeldi barna og umönnun sjúkra, aldraðra og fólks með fötlun. Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á því að hafa skipað sitt fólk í Kjararáð, sem lagði fram tillögu um 45% launahækkun til þingmanna og ráðherra, ákvörðun sem hleypti öllu í uppnám á vinnumarkaði enda skýr vísbending um að allt tal fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og fleiri um mikilvægi SALEK samkomulags um hófstilltar launahækkanir var hræsnin ein. Samfylkingin í borgarstjórn hafði forgöngu um að hafna þessari fráleitu launahækkun Kjararáðs og aftengja laun borgarfulltrúa við laun þingmanna. Í stað þess hækkuðu laun borgarfulltrúa um 11% og eru nú tengd við almenna launaþróun á vinnumarkaði. Almannahagsmunir eða einkarekstur Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa lagt áherslu á að halda á lofti mikilvægi staðlaðra prófa eins og PISA og samræmdra prófa, að auka og vernda sérstaklega einkarekstur í skólakerfinu og samkeppni milli skóla. Þessi stefna hefur víða á Vesturlöndum leitt þjóðir í ógöngur eins og reynsla Bandaríkjamanna, Breta og fleiri þjóða kennir okkur. Samfylkingin leggur áherslu á menntun fyrir alla, með áherslu á snemmtæka íhlutun og öflugt stuðningskerfi fyrir börn með sérstakar þarfir. Við viljum sérstaklega auka stuðning við börn sem búa við krefjandi aðstæður eða koma frá heimilum sem ekki hafa úr miklu að spila, því þar getur skólinn skipt sköpum við að skapa þessum börnum tækifæri og aðstæður sem geta gjörbreytt framtíðarhorfum þess til hins betra. Við höfum lagt sérstaka áherslu á aðgerðir til að minnka álag og bæta starfsumhverfi kennara og annars starfsfólks. Samhliða því höfum við stýrt vinnu við menntastefnu til 2030 sem fagfólk á vettvangi hefur átt mestan heiður af að móta og vísar veginn til nútímalegs, framsækins og skapandi skóla- og frístundastarfs. Mikilvæg fjárfesting í leikskólum Samfylkingin hefur farið fyrir styrkri fjármálastjórn samhents meirihluta á kjörtímabilinu og það hefur skilað sér í traustri rekstrarstöðu sem batnað hefur ár frá ári og lagt grunn að því að hægt verður að bæta almannaþjónustuna í borginni en líka ráðast í mikilvægar fjárfestingar eins og uppbyggingu leikskólaþjónustu fyrir börn á aldrinum 12-18 mánaða. Þar er nú tilbúin aðgerðaáætlun um fjölgun leikskólaplássa um 800 á næstu 4 árum, opnun ungbarnadeilda í öllum borgarhlutum og viðbótarhúsnæði við leikskóla þar sem eftirspurn frá foreldrum er met. Lengi hefur verið beðið eftir þessari uppbyggingu en við getum með sanni staðið við þessi áform því góður fjárhagur borgarinnar tryggir að við munum hafa efni á því að setja rúmlega 3 milljarða króna í uppbygginguna á næstu árum. Skýrt val Á morgun laugardag verður ekki síst kosið um það hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn leiði nýjan meirihluta borgarstjórnar á næstu 4 árum. Þá ræðst hvort Dagur B. Eggertsson verður áfram borgarstjóri í Reykjavík eða hvort Eyþór Arnalds kemst til valda. Valið er skýrt – nú má enginn sitja heima.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Skúli Helgason Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er kosið um nýja borgarstjórn á morgun laugardag og þó framboðin hafi aldrei verið fleiri eru valkostirnir í raun mjög skýrir: spennandi framtíð í fjölbreyttri og nútímalegri borg sem leggur áherslu á húsnæðisuppbyggingu, vistvænar samgöngur og almannaþjónustu á forsendum jafnaðarstefnu eða afturhvarf til fortíðar með mislægum gatnamótum, útþenslu borgarinnar, markaðslausnum í húsnæðis- og skólamálum og sérhagsmunagæslu í þágu þeirra sem best mega sín. Húsnæðismál Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst allra verið við völd á Íslandi. Í nær 90 ár hefur flokkurinn haldið lengur um stjórnartaumana hjá ríki og borg en nokkur annar stjórnmálaflokkur með þeim afleiðingum að hér hefur byggst upp húsnæðismarkaður með ofuráherslu á séreignastefnu en leigumarkaður alla tíð verið veikur og óstöðugur. Oftrú stjórnvalda en vantrú allra annarra á krónunni sem gjaldmiðli hefur haldið uppi svimandi háum vöxtum sem hafa sligað ungt fólk og íbúðakaupendur sem hafa mátt bera miklu þyngri vaxtabyrðar en þekkist annars staðar í Evrópu. Til að bæta gráu ofan á svart hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft forgöngu um að lækka vaxtabætur og barnabætur á undanförnum árum og þannig hrifsað til baka stóran hluta af þeim kjarabótum sem ungt barnafólk átti að fá með hærri launum á undanförnum árum. Samfylkingin hefur haldið á lofti skýrum valkosti við þessa stefnu með því að leggja áherslu á fjölbreyttan húsnæðismarkað með sérstakri áherslu á að fjölga leigu- og búseturéttaríbúðum á viðráðanlegu verði fyrir venjulegt fólk. Við lofuðum því árið 2014 að setja af stað byggingu á 2500-3000 slíkum íbúðum fram til 2019 og það mun takast því nú er ljóst að fjöldinn mun fara yfir 3000 og áform byggingafélaga sem starfa án hagnaðarsjónarmiða eru um rúmlega 4000 íbúðir. Nú er verið að byggja íbúðir um alla borg og þarf að leita lengra en 40 ár aftur í tímann til að finna jafnlangt tímabil þar sem bygging nýrra íbúða er í hámarki. Nýjar fullbúnar íbúðir koma nú hratt inn á markaðinn, bara í janúar voru skráðar 300 nýjar íbúðir í borginni og það er byrjað að hafa þau áhrif að hægt hefur á verðhækkunum húsnæðis og í sumum hverfum er verð þegar farið að lækka í takt við aukið framboð. Kjaramál Fyrst eftir hrunið 2008 var sett í forgang að verja störfin og þegar Samfylkingin komst aftur til valda í borginni lögðum við mikla áherslu á að hækka laun kennara og annarra hópa sem dregist höfðu aftur úr á vinnumarkaði. Það hefur skilað talsverðum árangri í að skapa meiri jöfnuð t.d. milli háskólamenntaðra í störfum hjá borginni en markmið okkar er að gera þar enn betur því störf í menntageiranum og velferðarþjónustu eru undirstaða þess að við getum kallað okkur raunverulegt velferðarsamfélag. Einn mikilvægasti árangur borgarinnar hefur svo falist í að minnka verulega launamun kynjanna í störfum hjá borginni sem hefur lækkað í ríflega 2% á sama tíma og hann var 13% hjá ríkinu og fór hækkandi í síðustu launakönnun meðal ríkisstarfsmanna. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á launakerfinu í landinu er mikil. Enginn flokkur hefur stjórnað jafnoft eða jafnlengi í fjármálaráðuneytinu, sem gefur tóninn varðandi launastefnu hins opinbera og getur haft veruleg áhrif á kjaraþróun á vinnumarkaðnum í heild. Þessi ábyrgð endurspeglast m.a. í því brenglaða verðmætamati sem hér hefur viðgengist í áratugi og skilað okkur í miklu hærri launum fólks sem vinnur í fjármálageiranum en þeirra sem starfa að menntun og uppeldi barna og umönnun sjúkra, aldraðra og fólks með fötlun. Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á því að hafa skipað sitt fólk í Kjararáð, sem lagði fram tillögu um 45% launahækkun til þingmanna og ráðherra, ákvörðun sem hleypti öllu í uppnám á vinnumarkaði enda skýr vísbending um að allt tal fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og fleiri um mikilvægi SALEK samkomulags um hófstilltar launahækkanir var hræsnin ein. Samfylkingin í borgarstjórn hafði forgöngu um að hafna þessari fráleitu launahækkun Kjararáðs og aftengja laun borgarfulltrúa við laun þingmanna. Í stað þess hækkuðu laun borgarfulltrúa um 11% og eru nú tengd við almenna launaþróun á vinnumarkaði. Almannahagsmunir eða einkarekstur Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa lagt áherslu á að halda á lofti mikilvægi staðlaðra prófa eins og PISA og samræmdra prófa, að auka og vernda sérstaklega einkarekstur í skólakerfinu og samkeppni milli skóla. Þessi stefna hefur víða á Vesturlöndum leitt þjóðir í ógöngur eins og reynsla Bandaríkjamanna, Breta og fleiri þjóða kennir okkur. Samfylkingin leggur áherslu á menntun fyrir alla, með áherslu á snemmtæka íhlutun og öflugt stuðningskerfi fyrir börn með sérstakar þarfir. Við viljum sérstaklega auka stuðning við börn sem búa við krefjandi aðstæður eða koma frá heimilum sem ekki hafa úr miklu að spila, því þar getur skólinn skipt sköpum við að skapa þessum börnum tækifæri og aðstæður sem geta gjörbreytt framtíðarhorfum þess til hins betra. Við höfum lagt sérstaka áherslu á aðgerðir til að minnka álag og bæta starfsumhverfi kennara og annars starfsfólks. Samhliða því höfum við stýrt vinnu við menntastefnu til 2030 sem fagfólk á vettvangi hefur átt mestan heiður af að móta og vísar veginn til nútímalegs, framsækins og skapandi skóla- og frístundastarfs. Mikilvæg fjárfesting í leikskólum Samfylkingin hefur farið fyrir styrkri fjármálastjórn samhents meirihluta á kjörtímabilinu og það hefur skilað sér í traustri rekstrarstöðu sem batnað hefur ár frá ári og lagt grunn að því að hægt verður að bæta almannaþjónustuna í borginni en líka ráðast í mikilvægar fjárfestingar eins og uppbyggingu leikskólaþjónustu fyrir börn á aldrinum 12-18 mánaða. Þar er nú tilbúin aðgerðaáætlun um fjölgun leikskólaplássa um 800 á næstu 4 árum, opnun ungbarnadeilda í öllum borgarhlutum og viðbótarhúsnæði við leikskóla þar sem eftirspurn frá foreldrum er met. Lengi hefur verið beðið eftir þessari uppbyggingu en við getum með sanni staðið við þessi áform því góður fjárhagur borgarinnar tryggir að við munum hafa efni á því að setja rúmlega 3 milljarða króna í uppbygginguna á næstu árum. Skýrt val Á morgun laugardag verður ekki síst kosið um það hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn leiði nýjan meirihluta borgarstjórnar á næstu 4 árum. Þá ræðst hvort Dagur B. Eggertsson verður áfram borgarstjóri í Reykjavík eða hvort Eyþór Arnalds kemst til valda. Valið er skýrt – nú má enginn sitja heima.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun