Íþróttastarf er forvarnarstarf Ingvar Mar Jónsson skrifar 23. apríl 2018 19:19 Íþróttafélag Reykjavíkur er eitt öflugasta íþróttafélag borgarinnar. Félagið sem er orðið rúmlega aldar gamalt starfar í Breiðholti og hefur á að skipa um 2800 iðkendum og starfar í tíu deildum. Undanfarið hafa staðið yfir talsverðar framkvæmdir á svæði félagsins í Mjóddinni og er það vonum seinna – vegna seinagangs borgaryfirvalda síðustu ár. Félagið hefur þurft að starfa víðsvegar í borginni vegna aðstöðuleysis en framtíðaráform um uppbyggingu í Mjóddinni lofa góðu. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi íþróttastarfs í samfélagi nútímans. Þar byggja iðkendur upp líkamsstyrk sinn og færni sem nýtist þeim oft á tíðum ævilangt bæði heilsufarslega og félagslega. Það er ekki langt á milli íþróttastarfs í nútíma íþróttafélögum og mannræktarstarfsins sem ungmennafélögin voru stofnuð til fyrir yfir 100 árum. Þá var hugsunin að nota þann aga og þrautseigju sem allir sem ná langt í íþróttum þurfa að búa yfir, til að þjálfa félagslega færni einnig. Kenna ungu fólki ræðumennsku og framsögn, funda- og félagsmálastarf, samskiptafærni og félagsþroska. Íþróttafélögin í borginni þurfa að stíga betur inní þennan þátt í starfsemi sinni og verða bæði íþrótta- og mannræktarfélög. Þau geta lyft Grettistaki í því að örva ungt fólk á félagssvæðum sínum til dáða og þroska. Þau geta með því móti unnið kraftmikið forvarnarstarf með ungu fólki - haldið því frá fíkniefnum, hjálpað þeim við að stækka vinahóp sinn og aukið færni þeirra í mannlegum samskiptum. Í þessum efnum gæti t.d. hið öfluga Íþróttafélag Reykjavíkur unnið eftirtektarvert tilraunastarf með ungu fólki í Breiðholti sem er af erlendu bergi brotið. Mikið brottfall þessara einstaklinga úr framhaldsskólum er verulegt áhyggjuefni. Líkur eru á að einstaklingar í þessum hópi einangrist meðal þeirra sem eru svipað staddir fái þau ekki tækifæri til að stíga út á nýjan vettvang. Það er þeim nauðsynlegt til að verða dugandi einstaklingar í íslensku samfélagi – sem þau flest óska heitt. Ég legg til að Reykjavíkurborg fjármagni a.m.k. eina stöðu forvarnarfulltrúa hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur til tveggja ára, sem fengi það hlutverk að móta samstarf félagsþjónustunnar í hverfinu, grunnskólanna og FB og íþróttastarfsins, með það að markmiði að kalla erlend ungmenni til þátttöku í félagsstarfinu sem fram fer á vegum ÍR. Hafi einstaklingar ekki áhuga á umfangsmikinni íþróttaiðkun eiga íþróttafélögin að skapa önnur tækifæri og aðra möguleika til félagsstarfs í kringum félögin. Slíkt starf kemur að jafngóðu gagni við að byggja einstaklingana upp og skapa þeim ný og spennandi tækifæri til aðlögunar að samfélaginu. Þetta yrði m.a. verkefni forvarnarfulltrúans. Svona vill Framsóknarflokkurinn í borginni vinna. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningum 2018. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Íþróttafélag Reykjavíkur er eitt öflugasta íþróttafélag borgarinnar. Félagið sem er orðið rúmlega aldar gamalt starfar í Breiðholti og hefur á að skipa um 2800 iðkendum og starfar í tíu deildum. Undanfarið hafa staðið yfir talsverðar framkvæmdir á svæði félagsins í Mjóddinni og er það vonum seinna – vegna seinagangs borgaryfirvalda síðustu ár. Félagið hefur þurft að starfa víðsvegar í borginni vegna aðstöðuleysis en framtíðaráform um uppbyggingu í Mjóddinni lofa góðu. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi íþróttastarfs í samfélagi nútímans. Þar byggja iðkendur upp líkamsstyrk sinn og færni sem nýtist þeim oft á tíðum ævilangt bæði heilsufarslega og félagslega. Það er ekki langt á milli íþróttastarfs í nútíma íþróttafélögum og mannræktarstarfsins sem ungmennafélögin voru stofnuð til fyrir yfir 100 árum. Þá var hugsunin að nota þann aga og þrautseigju sem allir sem ná langt í íþróttum þurfa að búa yfir, til að þjálfa félagslega færni einnig. Kenna ungu fólki ræðumennsku og framsögn, funda- og félagsmálastarf, samskiptafærni og félagsþroska. Íþróttafélögin í borginni þurfa að stíga betur inní þennan þátt í starfsemi sinni og verða bæði íþrótta- og mannræktarfélög. Þau geta lyft Grettistaki í því að örva ungt fólk á félagssvæðum sínum til dáða og þroska. Þau geta með því móti unnið kraftmikið forvarnarstarf með ungu fólki - haldið því frá fíkniefnum, hjálpað þeim við að stækka vinahóp sinn og aukið færni þeirra í mannlegum samskiptum. Í þessum efnum gæti t.d. hið öfluga Íþróttafélag Reykjavíkur unnið eftirtektarvert tilraunastarf með ungu fólki í Breiðholti sem er af erlendu bergi brotið. Mikið brottfall þessara einstaklinga úr framhaldsskólum er verulegt áhyggjuefni. Líkur eru á að einstaklingar í þessum hópi einangrist meðal þeirra sem eru svipað staddir fái þau ekki tækifæri til að stíga út á nýjan vettvang. Það er þeim nauðsynlegt til að verða dugandi einstaklingar í íslensku samfélagi – sem þau flest óska heitt. Ég legg til að Reykjavíkurborg fjármagni a.m.k. eina stöðu forvarnarfulltrúa hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur til tveggja ára, sem fengi það hlutverk að móta samstarf félagsþjónustunnar í hverfinu, grunnskólanna og FB og íþróttastarfsins, með það að markmiði að kalla erlend ungmenni til þátttöku í félagsstarfinu sem fram fer á vegum ÍR. Hafi einstaklingar ekki áhuga á umfangsmikinni íþróttaiðkun eiga íþróttafélögin að skapa önnur tækifæri og aðra möguleika til félagsstarfs í kringum félögin. Slíkt starf kemur að jafngóðu gagni við að byggja einstaklingana upp og skapa þeim ný og spennandi tækifæri til aðlögunar að samfélaginu. Þetta yrði m.a. verkefni forvarnarfulltrúans. Svona vill Framsóknarflokkurinn í borginni vinna. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningum 2018.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar