Föst í fornöld Ólöf Skaftadóttir skrifar 14. nóvember 2018 07:00 Fáar ríkisstofnanir eru jafn óþarfar og fjölmiðlanefnd. Engum dylst erfitt ástand á íslenskum fjölmiðlamarkaði, nema helst fjölmiðlanefnd, sem ætlað er í orði „að efla fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum“. Á borði virðist hlutverk nefndarinnar felast í því að leggja stein í götu fjölmiðla með sektum, boðum og bönnum. Í umboði stjórnvalda. Nýlegt dæmi er þegar nefndin varði tíma og skattfé í að sekta íslenska tímaritið Glamour fyrir að birta áfengisauglýsingar í blaðinu. Í bókaverslunum er því þó raðað við hlið erlendra keppinauta á borð við amerísku útgáfu Glamour, sem virðist hafa fullt leyfi til að birta íslenskum lesendum áfengisauglýsingar. Íslenska Glamour er gefið út í bresku félagi. Með þeirri tilhögun var látið á það reyna hvort íslenska Glamour gæti notið jafnræðis á við erlend systurblöð án þess að eiga yfir höfði sér háar sektir frá fjölmiðlanefnd. Nefndin lét sér hins vegar ekki nægja að eltast við miðilinn á Íslandi, heldur brá sér til Bretlands og sektaði blaðið. Engar spurnir hafa borist af því að forsvarsmenn breskra, bandarískra eða danskra tímarita, sem seld eru hér á landi og birta sams konar auglýsingar, hafi fengið sambærilegar sektir. Þessi furðulega sektarákvörðun var staðfest fyrir íslenskum dómstólum í vikunni. Langt er síðan öllum varð ljóst að ekki er hægt að viðhalda banni við áfengisauglýsingum. Þær eru alls staðar, líkt og bent hefur verið á. Sá málflutningur virðist seint ætla að berast þeim til eyrna sem hafa með málið að gera. Meðal annars þess vegna lifir tilgangslaus stofnun á borð við fjölmiðlanefnd góðu lífi. Áfengisauglýsingar er að finna á Facebook og samfélagsmiðlareikningum íslenskra áhrifavalda, í útsendingum frá íþróttaleikjum og erlendum tímaritum sem flutt eru til landsins. Þótt þær séu bannaðar í íslenskum dagblöðum og meira að segja íslenskum tímaritum sem eru starfrækt frá Bretlandi verður ekkert við því gert að áfengi er og verður auglýst. Öll rök fyrir banninu féllu um sjálf sig þegar fólk áttaði sig á því fyrir löngu að internetið væri komið til að vera. Alþjóðlegir netrisar, eins og Google og Facebook, hafa beinlínis lögverndað forskot á íslensku miðlana, sem vitaskuld verða undir. Erlendu miðlarnir greiða ekki skatta hér á landi og lúta ekki sömu íþyngjandi reglum og þeir íslensku. Kannski er vandamálið einfaldlega að fjölmiðlanefnd talar ekki útlensku. Á meðan tapa íslenskir fjölmiðlar. Innlendir auglýsendur beina viðskiptum sínum tilneyddir til útlanda og alþjóðlegir netrisar græða á meðan íslenskir fjölmiðlar segja upp fólki. Hér er ekki verið að biðja um sérstaka fyrirgreiðslu, heldur að allir sitji við sama borð. Ekki veitir af í alþjóðavæddum heimi. Ef ætlun menntamálaráðherra er ekki að láta frjálsa fjölmiðla deyja út á sinni vakt þarf hún að minnsta kosti að búa þannig um hnútana að þeir fái að starfa í friði fyrir óþarfri nefnd um lög sem standast ekki tímans tönn. Það er lágmark. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Ólöf Skaftadóttir Tengdar fréttir Sekt fjölmiðlanefndar á 365 vegna Glamour stendur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlanefnd af kröfu fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að ógilda skyldi stjórnvaldssekt nefndarinnar á hendur fyrirtækinu vegna áfengisauglýsinga sem birtust í þremur tölublöðum tímaritsins Glamour haustið 2016. 13. nóvember 2018 15:18 Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Fáar ríkisstofnanir eru jafn óþarfar og fjölmiðlanefnd. Engum dylst erfitt ástand á íslenskum fjölmiðlamarkaði, nema helst fjölmiðlanefnd, sem ætlað er í orði „að efla fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum“. Á borði virðist hlutverk nefndarinnar felast í því að leggja stein í götu fjölmiðla með sektum, boðum og bönnum. Í umboði stjórnvalda. Nýlegt dæmi er þegar nefndin varði tíma og skattfé í að sekta íslenska tímaritið Glamour fyrir að birta áfengisauglýsingar í blaðinu. Í bókaverslunum er því þó raðað við hlið erlendra keppinauta á borð við amerísku útgáfu Glamour, sem virðist hafa fullt leyfi til að birta íslenskum lesendum áfengisauglýsingar. Íslenska Glamour er gefið út í bresku félagi. Með þeirri tilhögun var látið á það reyna hvort íslenska Glamour gæti notið jafnræðis á við erlend systurblöð án þess að eiga yfir höfði sér háar sektir frá fjölmiðlanefnd. Nefndin lét sér hins vegar ekki nægja að eltast við miðilinn á Íslandi, heldur brá sér til Bretlands og sektaði blaðið. Engar spurnir hafa borist af því að forsvarsmenn breskra, bandarískra eða danskra tímarita, sem seld eru hér á landi og birta sams konar auglýsingar, hafi fengið sambærilegar sektir. Þessi furðulega sektarákvörðun var staðfest fyrir íslenskum dómstólum í vikunni. Langt er síðan öllum varð ljóst að ekki er hægt að viðhalda banni við áfengisauglýsingum. Þær eru alls staðar, líkt og bent hefur verið á. Sá málflutningur virðist seint ætla að berast þeim til eyrna sem hafa með málið að gera. Meðal annars þess vegna lifir tilgangslaus stofnun á borð við fjölmiðlanefnd góðu lífi. Áfengisauglýsingar er að finna á Facebook og samfélagsmiðlareikningum íslenskra áhrifavalda, í útsendingum frá íþróttaleikjum og erlendum tímaritum sem flutt eru til landsins. Þótt þær séu bannaðar í íslenskum dagblöðum og meira að segja íslenskum tímaritum sem eru starfrækt frá Bretlandi verður ekkert við því gert að áfengi er og verður auglýst. Öll rök fyrir banninu féllu um sjálf sig þegar fólk áttaði sig á því fyrir löngu að internetið væri komið til að vera. Alþjóðlegir netrisar, eins og Google og Facebook, hafa beinlínis lögverndað forskot á íslensku miðlana, sem vitaskuld verða undir. Erlendu miðlarnir greiða ekki skatta hér á landi og lúta ekki sömu íþyngjandi reglum og þeir íslensku. Kannski er vandamálið einfaldlega að fjölmiðlanefnd talar ekki útlensku. Á meðan tapa íslenskir fjölmiðlar. Innlendir auglýsendur beina viðskiptum sínum tilneyddir til útlanda og alþjóðlegir netrisar græða á meðan íslenskir fjölmiðlar segja upp fólki. Hér er ekki verið að biðja um sérstaka fyrirgreiðslu, heldur að allir sitji við sama borð. Ekki veitir af í alþjóðavæddum heimi. Ef ætlun menntamálaráðherra er ekki að láta frjálsa fjölmiðla deyja út á sinni vakt þarf hún að minnsta kosti að búa þannig um hnútana að þeir fái að starfa í friði fyrir óþarfri nefnd um lög sem standast ekki tímans tönn. Það er lágmark.
Sekt fjölmiðlanefndar á 365 vegna Glamour stendur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlanefnd af kröfu fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að ógilda skyldi stjórnvaldssekt nefndarinnar á hendur fyrirtækinu vegna áfengisauglýsinga sem birtust í þremur tölublöðum tímaritsins Glamour haustið 2016. 13. nóvember 2018 15:18
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun