Stóri samráðsfundurinn Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 14. nóvember 2018 08:00 Í gær fullyrðir mennta- og menningarmálaráðherra í forsíðufrétt Fréttablaðsins að ráðuneyti hennar og starfsmenn hafi átt samráð við ábyrgðaraðila í sviðslistum um drög að sviðslistafrumvarpi sem hún hyggst leggja fram á Alþingi. Það er ekki satt. „Stóri samráðsfundurinn“ sem hún kýs að kalla svo var haldinn í ráðuneytinu í janúar og þangað var boðið Ernu Ómarsdóttur, listrænum stjórnanda Íslenska dansflokksins, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, óperustjóra Íslensku óperunnar, Ara Matthíassyni þjóðleikhússtjóra, Birnu Hafstein, forseta Sviðslistasambandsins, og Kolbrúnu Halldórsdóttur, forseta Bandalags íslenskra listamanna, en hún var forfölluð og sat ég fundinn í hennar stað. Á fundinum sem stóð í eina og hálfa klukkustund kynntu höfundar frumvarpsins, verkefnisstjóri og starfsmaður lögfræðideildar vinnu sína við drögin sem voru þá enn á vinnslustigi. Voru þau ekki send út fyrir fundinn og gestir því ekki átt þess kost að kynna sér þau. Aðspurð sögðu þau drögin ekki til dreifingar og fengu gestir því ekki með sér plaggið frá fundinum til frekari skoðunar. Starfsmennirnir fóru yfir drögin og höfðu orðið en gestir höfðu fátt fram að færa þó Ari Matthíasson óskaði eftir að sá skilningur sinn væri réttur að starfssvið þjóðleikhússtjóra væri í drögunum fært að lögum um starfsmenn ríkisstofnana og ákvæðum laga um forstöðumenn. Lýst var vonbrigðum með stöðu óperunnar, ánægju með að Íslenski dansflokkurinn væri kominn í lög og varað við að innan fagfélaga sviðslistafólks yrði litið á kynntar breytingar á stjórnkerfi Þjóðleikhúss gagnrýnisaugum. Forseti BÍL fékk fáum dögum síðar send drögin og eru afrit þeirra frá janúar því í höndum hagsmunaaðila til samanburðar við það plagg sem kynnt var í samráðsgátt fyrir fáum dögum. Ósk um að frestur til athugasemda yrði lengdur sem send var ráðherra í síðustu viku var ekki svarað. Á opnum fundi Sviðslistasambandsins á mánudag upplýsti Ari Matthíason að ráðuneytið hafi ekki leitað til þjóðleikhússtjóra eða þjóðleikhúsráðs um samráð, ekki hefur ráðuneytið leitað til fagfélaga leikara, leikstjóra og annarra sviðslistamanna. Ekki til Sviðslistasambands Íslands, ekki félaga leikskálda eða rithöfunda. Ráðherra hefur kosið að halda vinnu sinna manna í lokuðum herbergjum ráðuneytis síns. Á lýðveldistímanum frá 1947 hefur menntamálaráðherra nokkrum sinnum haft forgöngu um breytingar á lögum um Þjóðleikhús og leikstarfsemi sem um síðir runnu inn í lagabálk sem nú á að endurskoða. Í hvert sinn sem ráðuneytið hefur hreyft lagabreytingum hafa ráðamenn átt náið samráð við sviðslistafólk. Það gerðist ekki nú og ber að harma. Nú ber að minnast þess að flokkur ráðherrans átti frá upphafi frumkvæði að stofnun Þjóðleikhúss með bandalagi Jónasar Jónssonar og Jakobs Möllers. Flokkurinn hreyfði fyrst breytingum á lögum um Þjóðleikhús að frumkvæði Einars Ágústssonar 1966-7. Vert er að minnast frumvarps Ingvars Gíslasonar í hans tíð sem ráðherra. Nú gefst ráðherra flokksins kostur á að kasta þessu copy/paste frumvarpi starfsmanna sinna, óska eftir tillögum sviðslistamanna um ný drög. Má byggja þau á lagafrumvarpi sem samstarfsnefnd sviðslistamanna vann 2013. Ekki er að efa að sviðslistamenn eru reiðubúnir að hlusta á sjónarmið embættismanna, meta þau og greina. Lög um fjármál ríkisins sem heimta langtímahugsun í rekstri menningarstofnana kalla á að ráðherrann gangi í lið þeirra sem vilja marka framtíðarsýn um hag sviðslistanna í landinu öllum þegnum til gleði og ánægju. Höndin er útrétt, Lilja. Við skulum vinna saman að því að smíða ný lög um sviðslistir til næstu áratuga. Sláðu ekki á útrétta hönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Í gær fullyrðir mennta- og menningarmálaráðherra í forsíðufrétt Fréttablaðsins að ráðuneyti hennar og starfsmenn hafi átt samráð við ábyrgðaraðila í sviðslistum um drög að sviðslistafrumvarpi sem hún hyggst leggja fram á Alþingi. Það er ekki satt. „Stóri samráðsfundurinn“ sem hún kýs að kalla svo var haldinn í ráðuneytinu í janúar og þangað var boðið Ernu Ómarsdóttur, listrænum stjórnanda Íslenska dansflokksins, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, óperustjóra Íslensku óperunnar, Ara Matthíassyni þjóðleikhússtjóra, Birnu Hafstein, forseta Sviðslistasambandsins, og Kolbrúnu Halldórsdóttur, forseta Bandalags íslenskra listamanna, en hún var forfölluð og sat ég fundinn í hennar stað. Á fundinum sem stóð í eina og hálfa klukkustund kynntu höfundar frumvarpsins, verkefnisstjóri og starfsmaður lögfræðideildar vinnu sína við drögin sem voru þá enn á vinnslustigi. Voru þau ekki send út fyrir fundinn og gestir því ekki átt þess kost að kynna sér þau. Aðspurð sögðu þau drögin ekki til dreifingar og fengu gestir því ekki með sér plaggið frá fundinum til frekari skoðunar. Starfsmennirnir fóru yfir drögin og höfðu orðið en gestir höfðu fátt fram að færa þó Ari Matthíasson óskaði eftir að sá skilningur sinn væri réttur að starfssvið þjóðleikhússtjóra væri í drögunum fært að lögum um starfsmenn ríkisstofnana og ákvæðum laga um forstöðumenn. Lýst var vonbrigðum með stöðu óperunnar, ánægju með að Íslenski dansflokkurinn væri kominn í lög og varað við að innan fagfélaga sviðslistafólks yrði litið á kynntar breytingar á stjórnkerfi Þjóðleikhúss gagnrýnisaugum. Forseti BÍL fékk fáum dögum síðar send drögin og eru afrit þeirra frá janúar því í höndum hagsmunaaðila til samanburðar við það plagg sem kynnt var í samráðsgátt fyrir fáum dögum. Ósk um að frestur til athugasemda yrði lengdur sem send var ráðherra í síðustu viku var ekki svarað. Á opnum fundi Sviðslistasambandsins á mánudag upplýsti Ari Matthíason að ráðuneytið hafi ekki leitað til þjóðleikhússtjóra eða þjóðleikhúsráðs um samráð, ekki hefur ráðuneytið leitað til fagfélaga leikara, leikstjóra og annarra sviðslistamanna. Ekki til Sviðslistasambands Íslands, ekki félaga leikskálda eða rithöfunda. Ráðherra hefur kosið að halda vinnu sinna manna í lokuðum herbergjum ráðuneytis síns. Á lýðveldistímanum frá 1947 hefur menntamálaráðherra nokkrum sinnum haft forgöngu um breytingar á lögum um Þjóðleikhús og leikstarfsemi sem um síðir runnu inn í lagabálk sem nú á að endurskoða. Í hvert sinn sem ráðuneytið hefur hreyft lagabreytingum hafa ráðamenn átt náið samráð við sviðslistafólk. Það gerðist ekki nú og ber að harma. Nú ber að minnast þess að flokkur ráðherrans átti frá upphafi frumkvæði að stofnun Þjóðleikhúss með bandalagi Jónasar Jónssonar og Jakobs Möllers. Flokkurinn hreyfði fyrst breytingum á lögum um Þjóðleikhús að frumkvæði Einars Ágústssonar 1966-7. Vert er að minnast frumvarps Ingvars Gíslasonar í hans tíð sem ráðherra. Nú gefst ráðherra flokksins kostur á að kasta þessu copy/paste frumvarpi starfsmanna sinna, óska eftir tillögum sviðslistamanna um ný drög. Má byggja þau á lagafrumvarpi sem samstarfsnefnd sviðslistamanna vann 2013. Ekki er að efa að sviðslistamenn eru reiðubúnir að hlusta á sjónarmið embættismanna, meta þau og greina. Lög um fjármál ríkisins sem heimta langtímahugsun í rekstri menningarstofnana kalla á að ráðherrann gangi í lið þeirra sem vilja marka framtíðarsýn um hag sviðslistanna í landinu öllum þegnum til gleði og ánægju. Höndin er útrétt, Lilja. Við skulum vinna saman að því að smíða ný lög um sviðslistir til næstu áratuga. Sláðu ekki á útrétta hönd.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun