Stóri samráðsfundurinn Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 14. nóvember 2018 08:00 Í gær fullyrðir mennta- og menningarmálaráðherra í forsíðufrétt Fréttablaðsins að ráðuneyti hennar og starfsmenn hafi átt samráð við ábyrgðaraðila í sviðslistum um drög að sviðslistafrumvarpi sem hún hyggst leggja fram á Alþingi. Það er ekki satt. „Stóri samráðsfundurinn“ sem hún kýs að kalla svo var haldinn í ráðuneytinu í janúar og þangað var boðið Ernu Ómarsdóttur, listrænum stjórnanda Íslenska dansflokksins, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, óperustjóra Íslensku óperunnar, Ara Matthíassyni þjóðleikhússtjóra, Birnu Hafstein, forseta Sviðslistasambandsins, og Kolbrúnu Halldórsdóttur, forseta Bandalags íslenskra listamanna, en hún var forfölluð og sat ég fundinn í hennar stað. Á fundinum sem stóð í eina og hálfa klukkustund kynntu höfundar frumvarpsins, verkefnisstjóri og starfsmaður lögfræðideildar vinnu sína við drögin sem voru þá enn á vinnslustigi. Voru þau ekki send út fyrir fundinn og gestir því ekki átt þess kost að kynna sér þau. Aðspurð sögðu þau drögin ekki til dreifingar og fengu gestir því ekki með sér plaggið frá fundinum til frekari skoðunar. Starfsmennirnir fóru yfir drögin og höfðu orðið en gestir höfðu fátt fram að færa þó Ari Matthíasson óskaði eftir að sá skilningur sinn væri réttur að starfssvið þjóðleikhússtjóra væri í drögunum fært að lögum um starfsmenn ríkisstofnana og ákvæðum laga um forstöðumenn. Lýst var vonbrigðum með stöðu óperunnar, ánægju með að Íslenski dansflokkurinn væri kominn í lög og varað við að innan fagfélaga sviðslistafólks yrði litið á kynntar breytingar á stjórnkerfi Þjóðleikhúss gagnrýnisaugum. Forseti BÍL fékk fáum dögum síðar send drögin og eru afrit þeirra frá janúar því í höndum hagsmunaaðila til samanburðar við það plagg sem kynnt var í samráðsgátt fyrir fáum dögum. Ósk um að frestur til athugasemda yrði lengdur sem send var ráðherra í síðustu viku var ekki svarað. Á opnum fundi Sviðslistasambandsins á mánudag upplýsti Ari Matthíason að ráðuneytið hafi ekki leitað til þjóðleikhússtjóra eða þjóðleikhúsráðs um samráð, ekki hefur ráðuneytið leitað til fagfélaga leikara, leikstjóra og annarra sviðslistamanna. Ekki til Sviðslistasambands Íslands, ekki félaga leikskálda eða rithöfunda. Ráðherra hefur kosið að halda vinnu sinna manna í lokuðum herbergjum ráðuneytis síns. Á lýðveldistímanum frá 1947 hefur menntamálaráðherra nokkrum sinnum haft forgöngu um breytingar á lögum um Þjóðleikhús og leikstarfsemi sem um síðir runnu inn í lagabálk sem nú á að endurskoða. Í hvert sinn sem ráðuneytið hefur hreyft lagabreytingum hafa ráðamenn átt náið samráð við sviðslistafólk. Það gerðist ekki nú og ber að harma. Nú ber að minnast þess að flokkur ráðherrans átti frá upphafi frumkvæði að stofnun Þjóðleikhúss með bandalagi Jónasar Jónssonar og Jakobs Möllers. Flokkurinn hreyfði fyrst breytingum á lögum um Þjóðleikhús að frumkvæði Einars Ágústssonar 1966-7. Vert er að minnast frumvarps Ingvars Gíslasonar í hans tíð sem ráðherra. Nú gefst ráðherra flokksins kostur á að kasta þessu copy/paste frumvarpi starfsmanna sinna, óska eftir tillögum sviðslistamanna um ný drög. Má byggja þau á lagafrumvarpi sem samstarfsnefnd sviðslistamanna vann 2013. Ekki er að efa að sviðslistamenn eru reiðubúnir að hlusta á sjónarmið embættismanna, meta þau og greina. Lög um fjármál ríkisins sem heimta langtímahugsun í rekstri menningarstofnana kalla á að ráðherrann gangi í lið þeirra sem vilja marka framtíðarsýn um hag sviðslistanna í landinu öllum þegnum til gleði og ánægju. Höndin er útrétt, Lilja. Við skulum vinna saman að því að smíða ný lög um sviðslistir til næstu áratuga. Sláðu ekki á útrétta hönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í gær fullyrðir mennta- og menningarmálaráðherra í forsíðufrétt Fréttablaðsins að ráðuneyti hennar og starfsmenn hafi átt samráð við ábyrgðaraðila í sviðslistum um drög að sviðslistafrumvarpi sem hún hyggst leggja fram á Alþingi. Það er ekki satt. „Stóri samráðsfundurinn“ sem hún kýs að kalla svo var haldinn í ráðuneytinu í janúar og þangað var boðið Ernu Ómarsdóttur, listrænum stjórnanda Íslenska dansflokksins, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, óperustjóra Íslensku óperunnar, Ara Matthíassyni þjóðleikhússtjóra, Birnu Hafstein, forseta Sviðslistasambandsins, og Kolbrúnu Halldórsdóttur, forseta Bandalags íslenskra listamanna, en hún var forfölluð og sat ég fundinn í hennar stað. Á fundinum sem stóð í eina og hálfa klukkustund kynntu höfundar frumvarpsins, verkefnisstjóri og starfsmaður lögfræðideildar vinnu sína við drögin sem voru þá enn á vinnslustigi. Voru þau ekki send út fyrir fundinn og gestir því ekki átt þess kost að kynna sér þau. Aðspurð sögðu þau drögin ekki til dreifingar og fengu gestir því ekki með sér plaggið frá fundinum til frekari skoðunar. Starfsmennirnir fóru yfir drögin og höfðu orðið en gestir höfðu fátt fram að færa þó Ari Matthíasson óskaði eftir að sá skilningur sinn væri réttur að starfssvið þjóðleikhússtjóra væri í drögunum fært að lögum um starfsmenn ríkisstofnana og ákvæðum laga um forstöðumenn. Lýst var vonbrigðum með stöðu óperunnar, ánægju með að Íslenski dansflokkurinn væri kominn í lög og varað við að innan fagfélaga sviðslistafólks yrði litið á kynntar breytingar á stjórnkerfi Þjóðleikhúss gagnrýnisaugum. Forseti BÍL fékk fáum dögum síðar send drögin og eru afrit þeirra frá janúar því í höndum hagsmunaaðila til samanburðar við það plagg sem kynnt var í samráðsgátt fyrir fáum dögum. Ósk um að frestur til athugasemda yrði lengdur sem send var ráðherra í síðustu viku var ekki svarað. Á opnum fundi Sviðslistasambandsins á mánudag upplýsti Ari Matthíason að ráðuneytið hafi ekki leitað til þjóðleikhússtjóra eða þjóðleikhúsráðs um samráð, ekki hefur ráðuneytið leitað til fagfélaga leikara, leikstjóra og annarra sviðslistamanna. Ekki til Sviðslistasambands Íslands, ekki félaga leikskálda eða rithöfunda. Ráðherra hefur kosið að halda vinnu sinna manna í lokuðum herbergjum ráðuneytis síns. Á lýðveldistímanum frá 1947 hefur menntamálaráðherra nokkrum sinnum haft forgöngu um breytingar á lögum um Þjóðleikhús og leikstarfsemi sem um síðir runnu inn í lagabálk sem nú á að endurskoða. Í hvert sinn sem ráðuneytið hefur hreyft lagabreytingum hafa ráðamenn átt náið samráð við sviðslistafólk. Það gerðist ekki nú og ber að harma. Nú ber að minnast þess að flokkur ráðherrans átti frá upphafi frumkvæði að stofnun Þjóðleikhúss með bandalagi Jónasar Jónssonar og Jakobs Möllers. Flokkurinn hreyfði fyrst breytingum á lögum um Þjóðleikhús að frumkvæði Einars Ágústssonar 1966-7. Vert er að minnast frumvarps Ingvars Gíslasonar í hans tíð sem ráðherra. Nú gefst ráðherra flokksins kostur á að kasta þessu copy/paste frumvarpi starfsmanna sinna, óska eftir tillögum sviðslistamanna um ný drög. Má byggja þau á lagafrumvarpi sem samstarfsnefnd sviðslistamanna vann 2013. Ekki er að efa að sviðslistamenn eru reiðubúnir að hlusta á sjónarmið embættismanna, meta þau og greina. Lög um fjármál ríkisins sem heimta langtímahugsun í rekstri menningarstofnana kalla á að ráðherrann gangi í lið þeirra sem vilja marka framtíðarsýn um hag sviðslistanna í landinu öllum þegnum til gleði og ánægju. Höndin er útrétt, Lilja. Við skulum vinna saman að því að smíða ný lög um sviðslistir til næstu áratuga. Sláðu ekki á útrétta hönd.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun