Ekki á nástrái Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 18. ágúst 2018 07:00 Samfélagið er að vakna til lífs eftir vætusamt sumar. Stutt er þar til þing kemur saman. Mörg hitamál bíða afgreiðslu. Á síðustu metrum þingsins í vor ætlaði stjórnarmeirihlutinn að þvinga í gegn lækkun á veiðigjöldum. Gert var ráð fyrir 17 prósenta lækkun, innheimt veiðigjöld áttu að fara úr 10 milljörðum, í 8,3 milljarða. Stjórnarandstaðan mótmælti harðlega. Allt var þetta gert í miklum flýti. Skyndileg frestun málsins var í stíl við flumbrulegan undirbúninginn. Fyrirheit voru gefin um að málið yrði tekið upp að nýju í haust og þá fengi það almennilega umfjöllun. Leggi ríkisstjórnin í að setja málið á dagskrá á ný þarf að standa við fyrirheitin. Réttlætingin fyrir lækkunni hljómaði kunnuglega. Starfshæfni og samkeppnisburðum er að sögn ógnað vegna krónugengisins. Þetta harmakvein hefur skotið upp kollinum reglulega. Áður var kveininu svarað með því að fella gengið. Launafólkið bar hallann. Nú bíðum við spennt eftir rökum sem duga. Er óumflýjanlegt náttúrulögmál að útgerðin, sem ekki vill sjá nýjan gjaldmiðil, fái sjálfkrafa áheyrn hjá stjórnvöldum þegar gengi krónunnar, sem hún hefur svo mikla velþóknun á, hreyfist aðeins henni í óhag? Hver á framtíðarskipanin að vera? Hvert er eðlilegt endurgjald fyrir afnot af auðlindinni, sem þjóðin á? Því er kannski ekki auðvelt að svara, en menn verða að hafa í huga þá staðreynd að samkvæmt opinberum tölum er útgerðin ekki á nástrái – arðsemi eigna hennar er miklu meiri en í öðrum atvinnugreinum. Árið 2016 var hún 13 af hundraði. Til samanburðar var arðsemi eigna í viðskiptahagkerfinu, það er öllum fyrirtækjarekstri í landinu að opinberri starfsemi, lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi undanskilinni, rúmlega sex prósent. Þessar tölur eru teknar saman í lok þriggja ára samfellds samdráttarskeiðs í sjávarútvegi, en arðsemi eigna var 25% árið 2012. Lækkunin er til komin vegna styrkingar krónunnar. Ljóst er, að svigrúm er til staðar. Arðsemin er slík, að fyrirtæki í sjávarútvegi eru að gera sig gildandi á öðrum vígstöðvum. Ekki er endalaust hægt að finna fjármunum farveg í sjávarútvegsrekstri. Kvótakóngar og -drottningar eiga brátt hluti í stærsta smásölufyrirtæki landsins og nú þegar í umsvifamesta flutningafyrirtækinu. Morgunblaðið er að stærstum hluta í eigu stórfyrirtækis í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Það fyrirtæki á líka hluti í heildverslun, olíufyrirtæki og eflaust fleiri fyrirtækjum. Var ætlunin með kvótakerfinu að gefa ekki bara fiskinn í sjónum heldur nota arðinn af honum til að slá eign sinni á flest stærstu fyrirtæki landsins í kaupbæti? Þessi mál verða aldrei til lykta leidd meðan ekki ríkir sátt í samfélaginu um skipan fiskveiða. Sú sátt mun aldrei nást fyrr en sanngjarnt gjald er lagt á afnotin. Gjaldið á að nota til að byggja og reka skóla, sjúkrahús og menningarstarfsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagið er að vakna til lífs eftir vætusamt sumar. Stutt er þar til þing kemur saman. Mörg hitamál bíða afgreiðslu. Á síðustu metrum þingsins í vor ætlaði stjórnarmeirihlutinn að þvinga í gegn lækkun á veiðigjöldum. Gert var ráð fyrir 17 prósenta lækkun, innheimt veiðigjöld áttu að fara úr 10 milljörðum, í 8,3 milljarða. Stjórnarandstaðan mótmælti harðlega. Allt var þetta gert í miklum flýti. Skyndileg frestun málsins var í stíl við flumbrulegan undirbúninginn. Fyrirheit voru gefin um að málið yrði tekið upp að nýju í haust og þá fengi það almennilega umfjöllun. Leggi ríkisstjórnin í að setja málið á dagskrá á ný þarf að standa við fyrirheitin. Réttlætingin fyrir lækkunni hljómaði kunnuglega. Starfshæfni og samkeppnisburðum er að sögn ógnað vegna krónugengisins. Þetta harmakvein hefur skotið upp kollinum reglulega. Áður var kveininu svarað með því að fella gengið. Launafólkið bar hallann. Nú bíðum við spennt eftir rökum sem duga. Er óumflýjanlegt náttúrulögmál að útgerðin, sem ekki vill sjá nýjan gjaldmiðil, fái sjálfkrafa áheyrn hjá stjórnvöldum þegar gengi krónunnar, sem hún hefur svo mikla velþóknun á, hreyfist aðeins henni í óhag? Hver á framtíðarskipanin að vera? Hvert er eðlilegt endurgjald fyrir afnot af auðlindinni, sem þjóðin á? Því er kannski ekki auðvelt að svara, en menn verða að hafa í huga þá staðreynd að samkvæmt opinberum tölum er útgerðin ekki á nástrái – arðsemi eigna hennar er miklu meiri en í öðrum atvinnugreinum. Árið 2016 var hún 13 af hundraði. Til samanburðar var arðsemi eigna í viðskiptahagkerfinu, það er öllum fyrirtækjarekstri í landinu að opinberri starfsemi, lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi undanskilinni, rúmlega sex prósent. Þessar tölur eru teknar saman í lok þriggja ára samfellds samdráttarskeiðs í sjávarútvegi, en arðsemi eigna var 25% árið 2012. Lækkunin er til komin vegna styrkingar krónunnar. Ljóst er, að svigrúm er til staðar. Arðsemin er slík, að fyrirtæki í sjávarútvegi eru að gera sig gildandi á öðrum vígstöðvum. Ekki er endalaust hægt að finna fjármunum farveg í sjávarútvegsrekstri. Kvótakóngar og -drottningar eiga brátt hluti í stærsta smásölufyrirtæki landsins og nú þegar í umsvifamesta flutningafyrirtækinu. Morgunblaðið er að stærstum hluta í eigu stórfyrirtækis í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Það fyrirtæki á líka hluti í heildverslun, olíufyrirtæki og eflaust fleiri fyrirtækjum. Var ætlunin með kvótakerfinu að gefa ekki bara fiskinn í sjónum heldur nota arðinn af honum til að slá eign sinni á flest stærstu fyrirtæki landsins í kaupbæti? Þessi mál verða aldrei til lykta leidd meðan ekki ríkir sátt í samfélaginu um skipan fiskveiða. Sú sátt mun aldrei nást fyrr en sanngjarnt gjald er lagt á afnotin. Gjaldið á að nota til að byggja og reka skóla, sjúkrahús og menningarstarfsemi.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun