Síðbúin íhaldssemi Sigríður Á. Andersen skrifar 15. október 2018 07:00 Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar en núverandi borgarfulltrúi sama flokks, hefur gefið mér tilefni til þess rifja upp aðdragandann að breytingum á lagaákvæðum um uppreist æru og hvernig flokkur hans Viðreisn stuðlaði að þeim vinnubrögðum við lagabreytinguna sem Pawel nú gagnrýnir. Pawel gerði þessa lagabreytingu að umtalsefni í grein í þessu blaði síðastliðinn föstudag. Þar gerir hann mér upp skoðanir sem ekki eiga við rök að styðjast og segir ekki rétt frá afstöðu minni til þess að leggja fram hálfkarað frumvarp um afnám uppreistar æru haustið 2017. Björt framtíð sleit fyrirvaralaust ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í skjóli nætur þann 14. september 2017. Þar með var jafn snarlega bundinn endi á framgöngu þeirra mála sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar hugðust leggja fram á haustþingi sem þá var nýhafið. Þar á meðal var breyting á lögum er varðar uppreist æru og óflekkað mannorð. Um leið og mér barst fyrsta umsóknin um uppreist æru eftir að ég tók við sem dómsmálaráðherra tók ég ákvörðun vorið 2017, áður en gagnlegar umræður hófust um mál frá fyrri tíð, um að stöðva sjálfkrafa afgreiðslu slíkra umsókna í dómsmálaráðuneytinu og hefja allsherjarendurskoðun laga hvað varðaði veitingu á uppreist æru. Þá um sumarið boðaði ég breytingu á lögum þar að lútandi. Breytingin myndi fela í sér að horfið yrði frá þeirri framkvæmd að veita uppreist æru en um leið að tryggt yrði að dæmdir menn öðlist aftur með einhverjum hætti borgaraleg réttindi sem þeir missa við þá flekkun mannorðs sem í refsidómi felst. Ég lagði ávallt áherslu á að þessar breytingar yrðu unnar samhliða. Við stjórnarslitin ákváðu formenn allra flokka, þ.m.t. Viðreisnar, að leggja fram í sameiningu breytingu á lögum sem kvað aðeins á um afnám uppreistar æru og fengu í þeim tilgangi afnot af þeirri frumvarpsvinnu sem þegar hafði farið fram í dómsmálaráðuneytinu. Ákveðið var að láta það bíða nýrrar ríkisstjórnar að tryggja með lögum að dæmdir menn sem höfðu afplánað refsingu sína gætu sótt aftur borgaraleg réttindi sín. Þetta var miður – eins og ég lýsti í ræðu minni á Alþingi við afgreiðslu málsins þann 26. september 2017: „Ég játa það að mér hefði þótt meiri bragur að því og æskilegra ef það hefði náð fram að ganga, þ.e. ekki bara þetta frumvarp sem hér er til umfjöllunar heldur einnig þær lagabreytingar sem ég hef reifað að þurfi nauðsynlega að fara í ef þetta frumvarp nær fram að ganga. Þetta segi ég í ljósi þeirrar niðurstöðu sem ég komst að í sumar um heppilegustu leiðina að fara við endurskoðun á þessu fyrirkomulagi öllu.“ Það kemur fáum á óvart að borgarfulltrúinn kýs að gleyma með öllu þætti Viðreisnar í stjórnarslitunum sem settu málið í uppnám og komu í veg fyrir að ég gæti lagt það fram eins og ég gerði ráð fyrir um sumarið. Það vill nefnilega svo til að ég hafði einmitt gert það sem hann kallar eftir í grein sinni – talað um „nauðsyn þess að fara sér hægt og ígrunda vel“ og „standa vörð um klassíska íhaldssemi í þessum málum“. En miðnæturhlaup Bjartrar framtíðar frá ríkisstjórnarborðinu ásamt innanmeinum Viðreisnar í kjölfarið varð til þess að boðað var til kosninga. Lagafrumvarp flokksformannanna fékk flýtimeðferð í þinginu nánast án umræðu. Líkt og ég lýsti væntingum um við afgreiðslu frumvarpsins 26. september 2017 hefur vinna við málið haldið áfram í dómsmálaráðuneytinu. „Ég vil að það komi fram hér að ég hef óskað eftir því í dómsmálaráðuneytinu að sú vinna sem þegar er hafin við endurskoðun á allri þeirri löggjöf sem kveður á um óflekkað mannorð haldi áfram og ekkert gefið eftir í þeim efnum þannig að fyrir nýju þingi liggi vonandi einhver vinna sem hægt er að byggja á í framhaldinu.“ Í grein sinni kallar Pawel eftir lagafrumvarpi því sem nauðsynlegt er að til að tryggja dæmdum mönnum aftur réttindi sín eins og kjörgengi. Það er ánægjulegt að segja frá því að Pawel var bænheyrður áður en grein hans birtist því að frumvarp mitt um þetta var lagt fram á Alþingi í síðustu viku eftir að hafa verið til kynningar og umsagnar á opnum samráðsvef stjórnarráðsins í sumar. Engin umsögn barst um málið frá Pawel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigríður Á. Andersen Skoðun Uppreist æru Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Sjá meira
Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar en núverandi borgarfulltrúi sama flokks, hefur gefið mér tilefni til þess rifja upp aðdragandann að breytingum á lagaákvæðum um uppreist æru og hvernig flokkur hans Viðreisn stuðlaði að þeim vinnubrögðum við lagabreytinguna sem Pawel nú gagnrýnir. Pawel gerði þessa lagabreytingu að umtalsefni í grein í þessu blaði síðastliðinn föstudag. Þar gerir hann mér upp skoðanir sem ekki eiga við rök að styðjast og segir ekki rétt frá afstöðu minni til þess að leggja fram hálfkarað frumvarp um afnám uppreistar æru haustið 2017. Björt framtíð sleit fyrirvaralaust ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í skjóli nætur þann 14. september 2017. Þar með var jafn snarlega bundinn endi á framgöngu þeirra mála sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar hugðust leggja fram á haustþingi sem þá var nýhafið. Þar á meðal var breyting á lögum er varðar uppreist æru og óflekkað mannorð. Um leið og mér barst fyrsta umsóknin um uppreist æru eftir að ég tók við sem dómsmálaráðherra tók ég ákvörðun vorið 2017, áður en gagnlegar umræður hófust um mál frá fyrri tíð, um að stöðva sjálfkrafa afgreiðslu slíkra umsókna í dómsmálaráðuneytinu og hefja allsherjarendurskoðun laga hvað varðaði veitingu á uppreist æru. Þá um sumarið boðaði ég breytingu á lögum þar að lútandi. Breytingin myndi fela í sér að horfið yrði frá þeirri framkvæmd að veita uppreist æru en um leið að tryggt yrði að dæmdir menn öðlist aftur með einhverjum hætti borgaraleg réttindi sem þeir missa við þá flekkun mannorðs sem í refsidómi felst. Ég lagði ávallt áherslu á að þessar breytingar yrðu unnar samhliða. Við stjórnarslitin ákváðu formenn allra flokka, þ.m.t. Viðreisnar, að leggja fram í sameiningu breytingu á lögum sem kvað aðeins á um afnám uppreistar æru og fengu í þeim tilgangi afnot af þeirri frumvarpsvinnu sem þegar hafði farið fram í dómsmálaráðuneytinu. Ákveðið var að láta það bíða nýrrar ríkisstjórnar að tryggja með lögum að dæmdir menn sem höfðu afplánað refsingu sína gætu sótt aftur borgaraleg réttindi sín. Þetta var miður – eins og ég lýsti í ræðu minni á Alþingi við afgreiðslu málsins þann 26. september 2017: „Ég játa það að mér hefði þótt meiri bragur að því og æskilegra ef það hefði náð fram að ganga, þ.e. ekki bara þetta frumvarp sem hér er til umfjöllunar heldur einnig þær lagabreytingar sem ég hef reifað að þurfi nauðsynlega að fara í ef þetta frumvarp nær fram að ganga. Þetta segi ég í ljósi þeirrar niðurstöðu sem ég komst að í sumar um heppilegustu leiðina að fara við endurskoðun á þessu fyrirkomulagi öllu.“ Það kemur fáum á óvart að borgarfulltrúinn kýs að gleyma með öllu þætti Viðreisnar í stjórnarslitunum sem settu málið í uppnám og komu í veg fyrir að ég gæti lagt það fram eins og ég gerði ráð fyrir um sumarið. Það vill nefnilega svo til að ég hafði einmitt gert það sem hann kallar eftir í grein sinni – talað um „nauðsyn þess að fara sér hægt og ígrunda vel“ og „standa vörð um klassíska íhaldssemi í þessum málum“. En miðnæturhlaup Bjartrar framtíðar frá ríkisstjórnarborðinu ásamt innanmeinum Viðreisnar í kjölfarið varð til þess að boðað var til kosninga. Lagafrumvarp flokksformannanna fékk flýtimeðferð í þinginu nánast án umræðu. Líkt og ég lýsti væntingum um við afgreiðslu frumvarpsins 26. september 2017 hefur vinna við málið haldið áfram í dómsmálaráðuneytinu. „Ég vil að það komi fram hér að ég hef óskað eftir því í dómsmálaráðuneytinu að sú vinna sem þegar er hafin við endurskoðun á allri þeirri löggjöf sem kveður á um óflekkað mannorð haldi áfram og ekkert gefið eftir í þeim efnum þannig að fyrir nýju þingi liggi vonandi einhver vinna sem hægt er að byggja á í framhaldinu.“ Í grein sinni kallar Pawel eftir lagafrumvarpi því sem nauðsynlegt er að til að tryggja dæmdum mönnum aftur réttindi sín eins og kjörgengi. Það er ánægjulegt að segja frá því að Pawel var bænheyrður áður en grein hans birtist því að frumvarp mitt um þetta var lagt fram á Alþingi í síðustu viku eftir að hafa verið til kynningar og umsagnar á opnum samráðsvef stjórnarráðsins í sumar. Engin umsögn barst um málið frá Pawel.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar