Nauðsynleg styrking innviða Svandís Svavarsdóttir skrifar 15. október 2018 07:30 Fjárlög ársins 2019 endurspegla þær áherslur sem lagðar eru í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um eflingu heilbrigðiskerfisins og uppbyggingu innviða. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2019 hækka framlög til heilbrigðismála umtalsvert en hækkunin nemur samtals 12,6 milljörðum króna, að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. Innviðir allra helstu þátta heilbrigðiskerfisins verða styrktir verulega. Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga er forgangsmál í mínum huga og unnið er að því að lækka hana. Við innleiðingu nýs greiðsluþátttökukerfis heilbrigðisþjónustu árið 2016 var bætt 1,5 milljarði króna inn í kerfið á ársgrundvelli til að lækka kostnað sjúklinga. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2019 verður bætt við tæpum 400 milljónum króna til viðbótar í þessu skyni. Auk þess bætast við 500 milljónir króna vegna nýs rammasamnings um tannlækningar aldraðra og öryrkja. Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga stuðlar að auknum jöfnuði og tryggir að enginn sé tilneyddur til þess að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Ég hef einnig lagt áherslu á eflingu geðheilbrigðisþjónustunnar og fjárlögin endurspegla það. Geðheilbrigðisþjónusta á landsvísu innan heilsugæslunnar verður efld sérstaklega, með 650 milljóna króna framlagi til að fjölga geðheilsuteymum og fjölga stöðugildum sálfræðinga sem starfa á heilsugæslum. Þessi styrking geðheilbrigðisþjónustunnar innan heilsugæslunnar er nauðsynleg og tímabær. Uppbygging Landspítalans við Hringbraut er stærsta og flóknasta byggingaframkvæmd næstu ára. Gert er ráð fyrir auknum framlögum til þeirra framkvæmda sem nema tæpum 4,5 milljörðum króna. Framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna sjúkrahússins hefjast nú í haust en skóflustunga verður tekin að meðferðarkjarnanum næstkomandi laugardag, 13. október. Fullnaðarhönnun rannsóknahúss hefst á næsta ári. Þá verður nýtt sjúkrahótel tekið í notkun en árlegur rekstrarkostnaður þess er áætlaður rúmar 400 m.kr. Mönnun á Landspítala verður einnig styrkt, m.a. viðvera sérfræðilækna sem mun bæta þjónustu við sjúklinga. Til þessa verkefnis renna 250 milljónir króna. Enn fremur verður veitt 200 milljóna króna viðbótarframlag til að efla göngudeildarþjónustu sjúkrahússins. Samkvæmt fjárlögum ársins 2019 verða mörg önnur mikilvæg verkefni styrkt. Sem dæmi má nefna að 200 milljónir króna verða veittar til sjúkraflutninga, 100 milljónir til að efla heimahjúkrun og 100 milljónir til fjölgunar dagdvalarrýma. Auk þess má nefna 50 milljónir króna sem renna til þess að koma á fót neyslurými fyrir langt leidda fíkla, framlög til framkvæmdaáætlunar um uppbyggingu hjúkrunarrýma verða aukin um 440 milljónir króna og framlög til innleiðingar nýrra S-merktra lyfja verða aukin um 200 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Aukin fjárframlög til ofangreindra verkefna eru til þess fallin að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins. Sú styrking er nauðsynleg svo íslenska heilbrigðiskerfið standist samanburð við það sem best gerist í heiminum og allir landsmenn fái notið góðrar þjónustu, óháð efnahag og búsetu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Fjárlög ársins 2019 endurspegla þær áherslur sem lagðar eru í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um eflingu heilbrigðiskerfisins og uppbyggingu innviða. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2019 hækka framlög til heilbrigðismála umtalsvert en hækkunin nemur samtals 12,6 milljörðum króna, að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. Innviðir allra helstu þátta heilbrigðiskerfisins verða styrktir verulega. Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga er forgangsmál í mínum huga og unnið er að því að lækka hana. Við innleiðingu nýs greiðsluþátttökukerfis heilbrigðisþjónustu árið 2016 var bætt 1,5 milljarði króna inn í kerfið á ársgrundvelli til að lækka kostnað sjúklinga. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2019 verður bætt við tæpum 400 milljónum króna til viðbótar í þessu skyni. Auk þess bætast við 500 milljónir króna vegna nýs rammasamnings um tannlækningar aldraðra og öryrkja. Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga stuðlar að auknum jöfnuði og tryggir að enginn sé tilneyddur til þess að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Ég hef einnig lagt áherslu á eflingu geðheilbrigðisþjónustunnar og fjárlögin endurspegla það. Geðheilbrigðisþjónusta á landsvísu innan heilsugæslunnar verður efld sérstaklega, með 650 milljóna króna framlagi til að fjölga geðheilsuteymum og fjölga stöðugildum sálfræðinga sem starfa á heilsugæslum. Þessi styrking geðheilbrigðisþjónustunnar innan heilsugæslunnar er nauðsynleg og tímabær. Uppbygging Landspítalans við Hringbraut er stærsta og flóknasta byggingaframkvæmd næstu ára. Gert er ráð fyrir auknum framlögum til þeirra framkvæmda sem nema tæpum 4,5 milljörðum króna. Framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna sjúkrahússins hefjast nú í haust en skóflustunga verður tekin að meðferðarkjarnanum næstkomandi laugardag, 13. október. Fullnaðarhönnun rannsóknahúss hefst á næsta ári. Þá verður nýtt sjúkrahótel tekið í notkun en árlegur rekstrarkostnaður þess er áætlaður rúmar 400 m.kr. Mönnun á Landspítala verður einnig styrkt, m.a. viðvera sérfræðilækna sem mun bæta þjónustu við sjúklinga. Til þessa verkefnis renna 250 milljónir króna. Enn fremur verður veitt 200 milljóna króna viðbótarframlag til að efla göngudeildarþjónustu sjúkrahússins. Samkvæmt fjárlögum ársins 2019 verða mörg önnur mikilvæg verkefni styrkt. Sem dæmi má nefna að 200 milljónir króna verða veittar til sjúkraflutninga, 100 milljónir til að efla heimahjúkrun og 100 milljónir til fjölgunar dagdvalarrýma. Auk þess má nefna 50 milljónir króna sem renna til þess að koma á fót neyslurými fyrir langt leidda fíkla, framlög til framkvæmdaáætlunar um uppbyggingu hjúkrunarrýma verða aukin um 440 milljónir króna og framlög til innleiðingar nýrra S-merktra lyfja verða aukin um 200 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Aukin fjárframlög til ofangreindra verkefna eru til þess fallin að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins. Sú styrking er nauðsynleg svo íslenska heilbrigðiskerfið standist samanburð við það sem best gerist í heiminum og allir landsmenn fái notið góðrar þjónustu, óháð efnahag og búsetu.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun