Eru konur rusl? Einar Freyr Bergsson skrifar 15. október 2018 21:47 Framþróun femínisma er eitthvað sem ég hef stutt heilshugar undanfarin ár og mun gera svo lengi er ég lifi. Ég tel það óásættanlegt með öllu að konur búi við þá mismunun sem viðgengst. Þrátt fyrir jákvæða þróun, þá erum við enn á steinaldarstigi hvað varðar jafnrétti kynjanna, það er óviðunandi með öllu. En fréttin í DV í gær „Auðvitað eru allir karlar samsekir“ finnst mér lágkúruleg framsetning og særandi. Hvað varðar umrætt tattú, þá er það réttur viðkomandi einstaklings að skreyta sig með þessum hætti og gera innihaldið að skilaboðum sem viðkomandi finnst viðeigandi. Ég sé ekkert athugavert við það. Mér þykir það verra ef hópur kvenna sem talar fyrir femínisma felli þann palladóm að allir karlar sé samsekir. Mætti þá ekki samkvæmt svona grunnhygginni framsetningu segja að allar konur séu samsekar um að viðhalda valdajafnvæginu sem gæti breytt þessu með því að kjósa karla þar sem þær gætu kosið konur til áhrifa. Ég á móður, ömmu og langömmu sem hafa búið við þá mismunun sem femínisminn hefur sagt stríði á hendur og sárnar mér fyrir þeirra hönd. Ég get lítið gert í að bæta það sem gerst hefur í fortíðinni, en ég get og mun leggja mikið á mig að stuðla að betra lífi fyrir systur mína og dætur mínar, eignist ég þær síðar meir. Ég get illa sætt mig við það að framtíðin beri ekki í sér betri tíma fyrir konur framtíðarinnar. En ég get ekki fallist á það að ég sem er nýkominn á fullorðinsár sé settur á sama stall og einstaklingar sem sýna af sér kvennfyrirlitningu og ofbeldi gagnvart konum. Foreldrar mínir, afar og ömmur hafa ávallt kennt mér að sýna öðrum aðilum virðingu og sérstaklega hafa þau bent mér á mikilvægi þess að stuðla að jafnrétti kynjanna og mun ég því leggja enn harðar að mér í að styðja þann málstað. Því hafna ég með öllu að ég sé samsekur þeim sem sýna af sér skítlegt eðli í garð kvenna. Ég samþykki það ekki, enda skil ég ekki þá hugsun sem liggur hér að baki og á frekar erfitt með að skilja hvernig hún hjálpar umræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Framþróun femínisma er eitthvað sem ég hef stutt heilshugar undanfarin ár og mun gera svo lengi er ég lifi. Ég tel það óásættanlegt með öllu að konur búi við þá mismunun sem viðgengst. Þrátt fyrir jákvæða þróun, þá erum við enn á steinaldarstigi hvað varðar jafnrétti kynjanna, það er óviðunandi með öllu. En fréttin í DV í gær „Auðvitað eru allir karlar samsekir“ finnst mér lágkúruleg framsetning og særandi. Hvað varðar umrætt tattú, þá er það réttur viðkomandi einstaklings að skreyta sig með þessum hætti og gera innihaldið að skilaboðum sem viðkomandi finnst viðeigandi. Ég sé ekkert athugavert við það. Mér þykir það verra ef hópur kvenna sem talar fyrir femínisma felli þann palladóm að allir karlar sé samsekir. Mætti þá ekki samkvæmt svona grunnhygginni framsetningu segja að allar konur séu samsekar um að viðhalda valdajafnvæginu sem gæti breytt þessu með því að kjósa karla þar sem þær gætu kosið konur til áhrifa. Ég á móður, ömmu og langömmu sem hafa búið við þá mismunun sem femínisminn hefur sagt stríði á hendur og sárnar mér fyrir þeirra hönd. Ég get lítið gert í að bæta það sem gerst hefur í fortíðinni, en ég get og mun leggja mikið á mig að stuðla að betra lífi fyrir systur mína og dætur mínar, eignist ég þær síðar meir. Ég get illa sætt mig við það að framtíðin beri ekki í sér betri tíma fyrir konur framtíðarinnar. En ég get ekki fallist á það að ég sem er nýkominn á fullorðinsár sé settur á sama stall og einstaklingar sem sýna af sér kvennfyrirlitningu og ofbeldi gagnvart konum. Foreldrar mínir, afar og ömmur hafa ávallt kennt mér að sýna öðrum aðilum virðingu og sérstaklega hafa þau bent mér á mikilvægi þess að stuðla að jafnrétti kynjanna og mun ég því leggja enn harðar að mér í að styðja þann málstað. Því hafna ég með öllu að ég sé samsekur þeim sem sýna af sér skítlegt eðli í garð kvenna. Ég samþykki það ekki, enda skil ég ekki þá hugsun sem liggur hér að baki og á frekar erfitt með að skilja hvernig hún hjálpar umræðunni.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar