Heiðarleiki – nauðsynlegt innihald stjórnmála Soumia Georgsdóttir skrifar 22. maí 2018 08:00 Ég heiti Soumia Georgsdóttir, alltaf kölluð Mía. Ég er fædd í lok árs 1975 í Marrakech í Marokkó. Ég flutti til Íslands árið 2000. Mér var vel tekið frá fyrsta degi og ég er stolt af því að geta kallað mig Íslending í dag. Ég er fyrst til að viðurkenna að ég hef ekki alltaf skilið íslensk stjórnmál. Samt hef ég alltaf haft sterkar skoðanir á því hvernig hlutirnir eiga að ganga fyrir sig og hvernig stjórnmálamenn eigi að takast á við viðfangsefni samfélagsins. Mig langar til að taka þátt í að byggja upp samfélagið sem tók mér opnum örmum fyrir 18 árum og hefur veitt mér réttindi sem ég þráði í æsku, eins og frelsi, öryggi og mannréttindi. Það er alltaf hægt að gera betur en við Íslendingar þurfum fyrst og fremst að gæta þess að halda í þessi miklu forréttindi. Ég hef alltaf passað upp á að nýta kosningaréttinn og hef reynt að kjósa „rétt“ eins og flestir reyna að gera. Ég hef líka alltaf viljað styðja stjórnmálaflokk sem virðir alla og helst þann flokk sem tekur fjölbreytileikanum fagnandi. Fjölbreytni er styrkleiki í mínum huga, sérstaklega ef henni er fagnað og hún fær að blómstra á réttan hátt. BF Viðreisn er fjölbreyttur flokkur, í honum eru kennarar, ljósmæður, innflytjendur, fólk á öllum aldri, lögfræðingar, aðstandendur fatlaðra barna og sjálfstætt starfandi einstaklingar. Hópurinn var settur saman af kostgæfni og innan hans getur hver og einn rætt og haft áhrif á málefni sem hann þekkir vel til. Að mínu áliti endurspeglar hópurinn, eins vel og hægt er, samfélagið okkar í Kópavogi. Hjá okkur er ólíkum hópum gefin rödd og tækifæri til að hafa áhrif á mál og málefni útfrá eigin þekkingu og reynslu. Ein af ástæðunum fyrir því að ég gekk til liðs við BF Viðreisn eru störf og áræðni Theódóru Þorsteinsdóttur, oddvita listans. Theódóra hefur sýnt í störfum sínum sem formaður bæjarráðs Kópavogs að þar er á ferðinni öflug og heiðarleg stjórnmálakona. Theódóra er bæði með yfirgripsmikla sýn á það sem hún vill gera og kemur hlutum í framkvæmd. Í störfum sínum hefur hún lagt áherslu á samráð og samtal við bæjarbúa og hún stendur við orð sín. Heiðarleiki er eiginleiki sem ég kann best að meta.Mía situr í 11 sæti á lista BF Viðreisnar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Soumia Georgsdóttir, alltaf kölluð Mía. Ég er fædd í lok árs 1975 í Marrakech í Marokkó. Ég flutti til Íslands árið 2000. Mér var vel tekið frá fyrsta degi og ég er stolt af því að geta kallað mig Íslending í dag. Ég er fyrst til að viðurkenna að ég hef ekki alltaf skilið íslensk stjórnmál. Samt hef ég alltaf haft sterkar skoðanir á því hvernig hlutirnir eiga að ganga fyrir sig og hvernig stjórnmálamenn eigi að takast á við viðfangsefni samfélagsins. Mig langar til að taka þátt í að byggja upp samfélagið sem tók mér opnum örmum fyrir 18 árum og hefur veitt mér réttindi sem ég þráði í æsku, eins og frelsi, öryggi og mannréttindi. Það er alltaf hægt að gera betur en við Íslendingar þurfum fyrst og fremst að gæta þess að halda í þessi miklu forréttindi. Ég hef alltaf passað upp á að nýta kosningaréttinn og hef reynt að kjósa „rétt“ eins og flestir reyna að gera. Ég hef líka alltaf viljað styðja stjórnmálaflokk sem virðir alla og helst þann flokk sem tekur fjölbreytileikanum fagnandi. Fjölbreytni er styrkleiki í mínum huga, sérstaklega ef henni er fagnað og hún fær að blómstra á réttan hátt. BF Viðreisn er fjölbreyttur flokkur, í honum eru kennarar, ljósmæður, innflytjendur, fólk á öllum aldri, lögfræðingar, aðstandendur fatlaðra barna og sjálfstætt starfandi einstaklingar. Hópurinn var settur saman af kostgæfni og innan hans getur hver og einn rætt og haft áhrif á málefni sem hann þekkir vel til. Að mínu áliti endurspeglar hópurinn, eins vel og hægt er, samfélagið okkar í Kópavogi. Hjá okkur er ólíkum hópum gefin rödd og tækifæri til að hafa áhrif á mál og málefni útfrá eigin þekkingu og reynslu. Ein af ástæðunum fyrir því að ég gekk til liðs við BF Viðreisn eru störf og áræðni Theódóru Þorsteinsdóttur, oddvita listans. Theódóra hefur sýnt í störfum sínum sem formaður bæjarráðs Kópavogs að þar er á ferðinni öflug og heiðarleg stjórnmálakona. Theódóra er bæði með yfirgripsmikla sýn á það sem hún vill gera og kemur hlutum í framkvæmd. Í störfum sínum hefur hún lagt áherslu á samráð og samtal við bæjarbúa og hún stendur við orð sín. Heiðarleiki er eiginleiki sem ég kann best að meta.Mía situr í 11 sæti á lista BF Viðreisnar í Kópavogi
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun