Farsælt samspil stjórnar og framkvæmdastjóra Hulda Ragnheiður Árnadóttir og skrifa 28. febrúar 2018 07:00 Það er mikill fengur að stjórnarmönnum sem taka hlutverk sitt alvarlega og axla þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin. Hafa þarf í huga að það er hlutverk stjórnar að marka stefnu fyrirtækisins og ákveða áhættuvilja en framkvæmdastjórinn framkvæmir stefnu stjórnar. Í reynd verða stjórnin og framkvæmdastjórinn að móta stefnuna saman og vera samstíga um framkvæmdina. Stjórnarmenn sem vilja móta markvissa stefnu og fylgja henni eftir á stjórnarfundum eru að sinna hlutverki sínu vel. Þeir sem spyrja spurninga um reksturinn eru líklegri til að skilja um hvað hann snýst og stuðla að betur ígrundaðri ákvörðunartöku. Góð yfirsýn og skýr framkvæmd eru augljósir kostir í fari framkvæmdastjóra. Það er þó þannig að oft sjá þeir sem standa næst verkefnunum ekki „skóginn fyrir trjánum“ og þeim getur auðveldlega yfirsést mikilvægir þættir í rekstrinum. Þá er mikið öryggi í því að hafa öfluga stjórn sem veigrar sér ekki við að spyrja nauðsynlegra spurninga. Stjórnarmenn þurfa að vita hvaða áherslur eiga að vera í forgrunni í fyrirtækinu og bera ábyrgð á því að þeim sé fylgt. Stjórnarmenn sem hafa skoðun á gæðum gagna og framsetningu eru líklegri til þess að stuðla að framförum í stjórnarháttum. Framsetning, birting og skjölun stjórnargagna leikur lykilhlutverk í stjórnarstarfinu og endurspeglar iðulega gæði þess. Mikilvægt er að hafa í huga að spurningar stjórnarmanna lýsa ábyrgri stjórnun en ekki vantrausti á framkvæmdastjórann. Stjórnarmaður þarf að spyrja spurninga til að fá vissu fyrir að starfsemin sé eins og hún á að vera. Stjórnarmaður sinnir starfi sínu af kostgæfni ef hann tryggir að stefnu, lögum og reglum sé fylgt, að áhættustýring sé fagleg og vel skipulögð og upplýsingagjöf sé gegnsæ og skýr. Áður en stjórnarmaður tekur endanlega afstöðu til málefna er það á hans ábyrgð að tryggja að hann sé nægilega upplýstur. Til að svo sé getur stjórnin þurft að leita utanaðkomandi ráðgjafar. Við skulum því fagna öllum spurningunum sem fram koma því þær eru vísbending um að stjórnarmaðurinn geri það sem í hans valdi stendur til að starfa í anda góðra stjórnarhátta.Höfundur er framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Ragnheiður Árnadóttir Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Sjá meira
Það er mikill fengur að stjórnarmönnum sem taka hlutverk sitt alvarlega og axla þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin. Hafa þarf í huga að það er hlutverk stjórnar að marka stefnu fyrirtækisins og ákveða áhættuvilja en framkvæmdastjórinn framkvæmir stefnu stjórnar. Í reynd verða stjórnin og framkvæmdastjórinn að móta stefnuna saman og vera samstíga um framkvæmdina. Stjórnarmenn sem vilja móta markvissa stefnu og fylgja henni eftir á stjórnarfundum eru að sinna hlutverki sínu vel. Þeir sem spyrja spurninga um reksturinn eru líklegri til að skilja um hvað hann snýst og stuðla að betur ígrundaðri ákvörðunartöku. Góð yfirsýn og skýr framkvæmd eru augljósir kostir í fari framkvæmdastjóra. Það er þó þannig að oft sjá þeir sem standa næst verkefnunum ekki „skóginn fyrir trjánum“ og þeim getur auðveldlega yfirsést mikilvægir þættir í rekstrinum. Þá er mikið öryggi í því að hafa öfluga stjórn sem veigrar sér ekki við að spyrja nauðsynlegra spurninga. Stjórnarmenn þurfa að vita hvaða áherslur eiga að vera í forgrunni í fyrirtækinu og bera ábyrgð á því að þeim sé fylgt. Stjórnarmenn sem hafa skoðun á gæðum gagna og framsetningu eru líklegri til þess að stuðla að framförum í stjórnarháttum. Framsetning, birting og skjölun stjórnargagna leikur lykilhlutverk í stjórnarstarfinu og endurspeglar iðulega gæði þess. Mikilvægt er að hafa í huga að spurningar stjórnarmanna lýsa ábyrgri stjórnun en ekki vantrausti á framkvæmdastjórann. Stjórnarmaður þarf að spyrja spurninga til að fá vissu fyrir að starfsemin sé eins og hún á að vera. Stjórnarmaður sinnir starfi sínu af kostgæfni ef hann tryggir að stefnu, lögum og reglum sé fylgt, að áhættustýring sé fagleg og vel skipulögð og upplýsingagjöf sé gegnsæ og skýr. Áður en stjórnarmaður tekur endanlega afstöðu til málefna er það á hans ábyrgð að tryggja að hann sé nægilega upplýstur. Til að svo sé getur stjórnin þurft að leita utanaðkomandi ráðgjafar. Við skulum því fagna öllum spurningunum sem fram koma því þær eru vísbending um að stjórnarmaðurinn geri það sem í hans valdi stendur til að starfa í anda góðra stjórnarhátta.Höfundur er framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun