Ofurafl fjárfesta, verðlaunaiðnaðar og „dómnefnda“ á „arkitektúr“ Örnólfur Hall skrifar 28. júní 2018 07:00 I – Á netinu má sjá fjölda verðlauna í byggingarlist, um hundrað talsins, svonefnd Architecture Awards (AA), fyrir áhugaverðustu byggingar í heimi. Ósköpin öll af byggingum hampa AA-prísum, hver annarri heimsfrægari. Ein verðlaun kalla gjarnan á hrinu annarra – eins og tíðkast í heimi ‘sjóbissnessins’. Margir arkitektar í Evrópu hafa um þetta stór orð og eru uggandi vegna þessarar þróunar. Þeir segja að fjölmiðla- og áróðursmeistarar risastóru teiknistofanna séu duglegir við að afla þeim prísa úr þeirri miklu prísaflóru. Altalaður er ábatasamur verðlaunaiðnaður. Stórgóðir arkitektar með afburðaverk, en á litlum teiknistofum, eiga litla sem enga möguleika á þessu sviði og segjast hvorki hafa burði til að ‘lobbýa’ né eiga gilda sjóði til að koma sér á framfæri við verðlaunaveitendurna. II – Fjárfestinga-arkitektúr: Öflugt fyrirbrigði ríður nú húsum í Evrópu, sem venjulegir evrópskir arkitektar (m.a. þýskir, austurrískir og svissneskir) kalla „Investment-Architektur“ þar sem fjárfestirinn er að sjálfsögðu aðal-arkitektinn. Ef ekki er makkað rétt er ekkert mál að finna annan „Investment Architekt“. – Sem betur fer eru dæmi um það, m.a. í Frankfurt, að íbúar hafi hafnað tillögu af þessu sauðahúsi í nálægð við sögufrægar byggingar. Hér á landi hafa borgarar engan slíkan rétt. – Í Kvosinni og á hafnarsvæðinu rísa óaðlaðandi og ótótlegar byggingar sem fjölda borgarbúa óar við, m.a. hótela-, ‘moll’- og verslanabákn þar sem auðjöfrarnir með aurana og ‘Chef’-arkitektarnir ráða ferðinni. III – Mies van der Rohe-verðlaunin: Fjöldi arkitekta og áhugafólks furðaði sig á 1. sætinu við úthlutun Mies-verðlauna 2014 – og þá einkum hvers vegna sneitt var hjá frábærri torglausn í Ghent í Belgíu, sem er magnaður arkitektúr á viðkvæmum stað við miðaldabyggingar. Arkitektúr sem er afgerandi í anda meistara Mies van der Rohe sjálfs, með einkunnarorð sín, „Less Is More“ – og mjög rómuð af UNESCO. Verkið fékk flest atkvæði evrópskra arkitekta og áhugafólks um byggingarlist, sem veittu því 70% atkvæða. Hins vegar fékk Mies-prísinn ráðstefnu- og tónlistarhúsið Harpa með aðeins 10% atkvæða að baki sér. Starfandi arkitektar í Þýskalandi bentu m.a. á forn vinatengsl Mies-nefndarmanns og THL. Antonio Borghi (málkunningi) var formaður ACE, Sambands evrópskra arkitekta. Hann hafði umsjón með þeirri kosningu, en verðlaunin voru hins vegar í höndum úthlutunarnefndar sem taldi að Harpan félli vel að mælikvarða Kvosar og útliti – sérkennileg fullyrðing! ES: –Frægur varð svo gallaveggurinn í húsinu, suðurveggurinn sem þurfti að rífa niður vegna hættulegra galla (klúður verktaka) og sem við skattgreiðendur fengum svo líka að taka þátt í að greiða. Enn höfum við ekki fengið að sjá heildarreikninginn yfir klúðrið.Höfundur er arkitekt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
I – Á netinu má sjá fjölda verðlauna í byggingarlist, um hundrað talsins, svonefnd Architecture Awards (AA), fyrir áhugaverðustu byggingar í heimi. Ósköpin öll af byggingum hampa AA-prísum, hver annarri heimsfrægari. Ein verðlaun kalla gjarnan á hrinu annarra – eins og tíðkast í heimi ‘sjóbissnessins’. Margir arkitektar í Evrópu hafa um þetta stór orð og eru uggandi vegna þessarar þróunar. Þeir segja að fjölmiðla- og áróðursmeistarar risastóru teiknistofanna séu duglegir við að afla þeim prísa úr þeirri miklu prísaflóru. Altalaður er ábatasamur verðlaunaiðnaður. Stórgóðir arkitektar með afburðaverk, en á litlum teiknistofum, eiga litla sem enga möguleika á þessu sviði og segjast hvorki hafa burði til að ‘lobbýa’ né eiga gilda sjóði til að koma sér á framfæri við verðlaunaveitendurna. II – Fjárfestinga-arkitektúr: Öflugt fyrirbrigði ríður nú húsum í Evrópu, sem venjulegir evrópskir arkitektar (m.a. þýskir, austurrískir og svissneskir) kalla „Investment-Architektur“ þar sem fjárfestirinn er að sjálfsögðu aðal-arkitektinn. Ef ekki er makkað rétt er ekkert mál að finna annan „Investment Architekt“. – Sem betur fer eru dæmi um það, m.a. í Frankfurt, að íbúar hafi hafnað tillögu af þessu sauðahúsi í nálægð við sögufrægar byggingar. Hér á landi hafa borgarar engan slíkan rétt. – Í Kvosinni og á hafnarsvæðinu rísa óaðlaðandi og ótótlegar byggingar sem fjölda borgarbúa óar við, m.a. hótela-, ‘moll’- og verslanabákn þar sem auðjöfrarnir með aurana og ‘Chef’-arkitektarnir ráða ferðinni. III – Mies van der Rohe-verðlaunin: Fjöldi arkitekta og áhugafólks furðaði sig á 1. sætinu við úthlutun Mies-verðlauna 2014 – og þá einkum hvers vegna sneitt var hjá frábærri torglausn í Ghent í Belgíu, sem er magnaður arkitektúr á viðkvæmum stað við miðaldabyggingar. Arkitektúr sem er afgerandi í anda meistara Mies van der Rohe sjálfs, með einkunnarorð sín, „Less Is More“ – og mjög rómuð af UNESCO. Verkið fékk flest atkvæði evrópskra arkitekta og áhugafólks um byggingarlist, sem veittu því 70% atkvæða. Hins vegar fékk Mies-prísinn ráðstefnu- og tónlistarhúsið Harpa með aðeins 10% atkvæða að baki sér. Starfandi arkitektar í Þýskalandi bentu m.a. á forn vinatengsl Mies-nefndarmanns og THL. Antonio Borghi (málkunningi) var formaður ACE, Sambands evrópskra arkitekta. Hann hafði umsjón með þeirri kosningu, en verðlaunin voru hins vegar í höndum úthlutunarnefndar sem taldi að Harpan félli vel að mælikvarða Kvosar og útliti – sérkennileg fullyrðing! ES: –Frægur varð svo gallaveggurinn í húsinu, suðurveggurinn sem þurfti að rífa niður vegna hættulegra galla (klúður verktaka) og sem við skattgreiðendur fengum svo líka að taka þátt í að greiða. Enn höfum við ekki fengið að sjá heildarreikninginn yfir klúðrið.Höfundur er arkitekt
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar